Fréttablaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 58
8 fjölskyldan umburðarlyndi mikilvægt í daglegu lífi EINELTI KANNAÐ Olweusaráætlunin gegn einelti er við lýði í fjölmörg- um skólum. Í skólum sem hafa tekið hana upp verður næstu tvær vikur lögð könnun fyrir alla nemendur í 4. til 10. bekk þar sem einelti verður kannað. Niðurstöðurnar verða eflaust forvitnilegar og gagnlegar. Margrét og fjölskylda hennar höfðu búið um árabil í Bandaríkjunum þegar þau fluttu aftur heim til Íslands. Sonur hennar níu ára hóf nám í hverfisskólan- um í Hafnarfirði og aðlögun hans að bekknum gekk í fyrstu vel. „Síðan gerist eitthvað, krakkarnir í bekknum höfðu meira og minna verið saman síðan í leikskóla og honum gekk illa að komast inn í stóra hópinn. Það þróaðist svo á verri veg og brátt var það þannig að hann fékk ekki að vera með í fótbolta, krakkar sem sögðust ætla að leika við hann sviku það og þar fram eftir götunum.“ Margrét segir að hún hafi ekki gert sér grein fyrir því um haust- ið að sonurinn væri lagður í ein- elti, hún vissi að honum var strítt en vissi ekki hversu alvarlegt málið var fyrr en í jólafríinu. „Þá fór hann að segja mér betur frá því sem var að gerast í skólanum. Kvöldið áður en skólinn hófst eftir jólafrí brotnaði hann svo alveg saman, grét og vildi alls ekki fara í skólann. Nokkrum dögum síðar varð hann veikur og þá notaði ég tækifærið og talaði við kennarann hans.“ Margrét segir það samtal hafa verið frábært. Kennarinn, Hellen S. Helgadóttir, tók henni mjög vel en hún hafði þá einmitt sjálf tekið eftir því að ekki var allt með felldu í samskiptum krakkanna við strák- inn. „Hún sagði við mig að hún myndi tala við bekkinn og stöðva eineltið,“ segir Margrét. Samtal kennarans við bekkinn var árang- ursríkt og eftir að strákurinn sneri aftur í skólann hafði viðmót krakk- anna breyst til batnaðar. Smám saman eignaðist svo sonur hennar vini í bekknum og líf hans snerist til betri vegar. „Það er skelfilegt að sjá barnið sitt brotna svona saman. Við íhug- uðum að skipta um skóla eða flytja bara aftur til Bandaríkjanna,“ segir Margrét, sem telur viðbrögð kennarans hafa skipt algjörum sköpum til að málin leystust far- sællega. Sem mark um umskiptin þá vildi drengurinn ekki skipta um skóla um vorið. „Kennarinn hlust- aði og brást hárrétt við og krakk- arnir tóku strax við ábendingum hennar. Þessi saga er auðvitað líka styrkleikasaga fyrir krakkana í bekknum,“ segir Margrét þakk- lát fyrir að strákurinn hennar á marga vini í skólanum í dag. sbt Sonurinn var lagður í einelti Níu ára sonur Margrétar Grímsdóttur lenti í einelti í skóla sínum nýfluttur með fjölskyldunni frá Bandaríkjunum. Margrét þakkar mjög snörpum viðbrögðum kennara hans að það tókst að taka í taumana og stöðva eineltið. Margrét Grímsdóttir Sonur hennar varð fyrir einelti en þegar upp komst var tekið á því hárréttum tökum að hennar mati. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hvað er einelti? Einelti er ofbeldi sem aldrei er réttlætanlegt. Talað er um einelti þegar einstaklingur verður fyrir endurteknu áreiti og á erfitt með að verjast því. Sá sem er sterkari, árásargjarn- ari og frakkari níðist á þeim sem er líkamlega/félagslega veikari. Gerandinn misbeitir valdi gegn þolandanum. Hvaða áhrif hefur einelti? Einelti veldur þjáningum sem geta fylgt þolandanum ævilangt. Rannsóknir sýna að margir þeirra sem hafa orðið fyrir langvarandi einelti hafa brenglaða sjálfsmynd og lítið sjálfstraust. Þeir eru líklegri en aðrir til að eiga við geðræn vandamál að stríða síðar á lífsleiðinni. Stundum verður niðurbrotið algert og eineltið leiðir til sjálfsvígs en bæði íslenskar og erlendar rannsókn- ir hafa sýnt fram á tengsl milli eineltis og sjálfsvígshugsana, sjálfsvígstilrauna og sjálfsvíga. Hvaða einkenni sýnir barn sem verður fyrir einelti? • Það vill ekki lengur fara í skólann. • Það kvartar oft undan maga- eða höfuðverkjum og er lystarlaust. • Það sefur illa, fær martraðir og grætur jafnvel í svefni. • Barnið er niðurdregið, virðist óhamingjusamt eða er þunglynt. • Það fær lélegri einkunnir og áhugi á skólanum dvínar. • Það kemur heim úr skóla eða tómstundastarfi skítugt, blautt eða í rifnum fötum. Skólabæk- urnar eru skemmdar og hlutir týnast. Barnið getur ekki gert almennilega grein fyrir því sem gerðist. • Það getur ekki gefið trúverð- uga skýringu á mari, skeinum og sárum. • Það er alltaf eitt, bekkjarfélag- ar/leikfélagar koma ekki lengur heim með barninu. • Það hnuplar eða biður um meiri peninga en það er vant (til að blíðka þá sem leggja það í einelti). Hvað er hægt að gera komi upp grunur um einelti? • Ræða við barnið og komast að því hvort grunurinn reynist réttur. • Leita ráða, til dæmis hjá námsráðgjafa eða sálfræð- ingi. • Hafa samband við umsjónar- kennara eða skólayfirvöld. • Leita til fræðsluyfirvalda, standi viðbrögð skóla ekki undir væntingum. • Fá upplýsingar og ráð hjá menntamálaráðuneytinu, Heimili og skóla eða Olweusaráætluninni gegn einelti. Heimild: Einelti – fræðsluhefti Heimilis og skóla. Nánar á síðu: http://heimiliogskoli.is/einelti Einelti - hvernig á að þekkja einkennin? Heimili og skóli, landssamtök foreldra, standa fyrir átaki gegn einelti skólaárið 2009 til 2010. Átakinu var ýtt formlega úr vör þriðjudaginn 27. október með kynningu nýs fræðsluheftis fyrir foreldra um einelti. Heftinu er ætlað að auka þekkingu á einelti og hjálpa foreldrum að öðlast betri skilningi á líðan barna sinna. Ekki er vanþörf á umræðu um einelti að mati Heimilis og skóla þar sem um fimm þúsund grunnskólabörn eru lögð í einelti á hverju ári hér á landi. Rannsóknir sýna að líkur eru á að einelti aukist í kjölfar kreppu og bágs efnahagsástands. Átak gegn einelti Reykjavík og Seltjarnarnes Árbæjarkirkja Alla sunnudaga kl. 11 Nánar á www.arbaejarkirkja.is Áskirkja Alla sunnudaga kl. 11 Nánar á www.askirkja.is Breiðholtskirkja Alla sunnudaga kl. 11 Nánar á www.breidholtskirkja.is Bústaðakirkja Alla sunnudaga kl. 11 Nánar á www.kirkja.is Fella- og Hólakirkja Alla sunnudaga kl. 11 Nánar á www.fellaogholakirkja.is Dómkirkjan Alla sunnudaga kl. 11 Nánar á www.domkirkjan.is Grensáskirkja Alla sunnudaga kl. 11 Nánar á www.kirkjan.is/grensaskirkja Guðríðarkirkja Grafarholti Alla sunnudaga kl. 11 nema 13. september Nánar á www.grafarholt.is Hallgrímskirkja Alla sunnudaga kl. 11 Nánar á www.hallgrimskirkja.is Háteigskirkja Alla sunnudaga kl. 11 Nánar á www.kirkjan.is/hateigskirkja Langholtskirkja Alla sunnudaga kl. 11 Nánar á www.langholtskirkja.is Laugarneskirkja Alla sunnudaga kl. 11 Nánar á www.laugarneskirkja.is Neskirkja Alla sunnudaga kl. 11 Nánar á www.neskirkja.is Óháði söfnuðurinn 2. og 4. sunnudag hvers mánaðar kl. 14 Frá 13. september Nánar á www.ohadisofnudurinn.is Seljakirkja Alla sunnudaga kl. 11 Nánar á www.seljakirkja.is Seltjarnarneskirkja Alla sunnudaga kl. 11 Nánar á www.seltjarnarneskirkja.is Kópavogur Digraneskirkja Alla sunnudaga kl. 11 Nánar á www.digraneskirkja.is Hjallakirkja Alla sunnudaga kl. 13 Nánar á www.hjallakirkja.is Kópavogskirkja Alla sunnudaga kl. 11 í nýja safnaðarheimilinu Nánar á www.kopavogskirkja.is Lindakirkja Alla sunnudaga kl. 11 Nánar á www.lindakirkja.is Álftanes, Garðabær og Hafnarfjörður Bessastaðakirkja Alla sunnudaga kl. 11 í safnaðarheimilinu Brekkuskógum 1 1. sunnudag hvers mánaðar í kirkjunni Vídalínskirkja Garðabæ Alla sunnudaga kl. 11 Nánar á www.gardasokn.is Ástjarnarkirkja Alla sunnudaga kl. 11 Nánar á www.astjarnarkirkja.is Fríkirkjan í Hafnarfirði Alla sunnudaga kl. 11 Nánar á www.frikirkja.is Hafnarfjarðarkirkja Alla sunnudaga kl. 11 Nánar á www.hafnarfjardarkirkja.is Víðistaðakirkja Alla sunnudaga kl. 11 frá 13. september Nánar á www.vidistadakirkja.is Mosfellsbær Mosfellsprestakall - Lágafellskirkja Alla sunnudaga kl. 13 í nema 6. september kl. 11 (fjölskylduguðsþjónusta) Nánar á www.lagafellskirkja.is Sunnudagaskólinn alla sunnudag a í vetur! Fyrir börn á öllum aldri, mömmur og pabba – afa og ömmur! www.barnatru.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.