Fréttablaðið - 31.10.2009, Qupperneq 64
36 31. október 2009 LAUGARDAGUR
Sú kynslóð
sem kynntist
nasisman-
um af eigin
raun er að
hverfa og við
sem erum
að taka við
höfum í
raun litla
tengingu
við þessa
atburði.
Við erum
því ekki að
rogast með
samviskubit
yfir þjóðerni
okkar.
D
aniel Brühl leikur
eitt aðalhlutverkanna
í Kóngavegi 7 eftir
Valdísi Óskarsdótt-
ur. Þar leikur hann á
móti góðvinum sínum
úr Vestur porti en Brühl og Nína Dögg
Filippusdóttir kynntust sem vonar-
stjörnur á kvikmyndahátíð í Berlín
fyrir allmörgum árum og hafa hald-
ið nokkuð góðu samband síðan. Brühl
kynntist síðan Vesturportsfólkinu
þegar hann var að leika í London á
sama tíma og íslenski leikhópurinn
tók borgina með trompi.
Daniel fékk dæmigert íslenskt
kvef þegar nokkuð var liðið á tökurn-
ar enda eilítið kaldara hér heldur en
á meginlandi Evrópu. Hann kaus að
bjarga sér sjálfur, fór daglega á veit-
ingastaðinn Asíu, fékk sér kjúklinga-
súpu og slatta af chili og svo danska
brjóstdropa í eftirrétt. Og þetta kemur
víst heilsunni í lag, að mati Daniels.
„Kjúklingasúpan er náttúrulega við-
urkennd sem einhvers konar lækn-
ingarmeðal en chili-skálin var rúsín-
an í pylsuendanum. Hún gerði það að
verkum að allar bakteríur hurfu með
svitanum. Ég veit ekki með dönsku
brjóstdropana, það voru Íslending-
arnir sem mæltu með þeim,“ útskýr-
ir Daniel. Hann fékk líka að kynnast
rammíslenskri haustlægð því síðasta
tökudaginn tóku veðurguðirnir málin í
sínar hendur og björgunarsveitir urðu
að hafa sig allar við til að bjarga hús-
þökum og fjúkandi lausamunum.
Samkynhneigður umboðsmaður
En víkjum þá að Kóngavegi 7. Daniel
viðurkennir að persóna hans hafi
breyst mikið frá því sem handritið
sagði fyrir um í upphafi. Hann er sam-
kynhneigður umboðsmaður frá Þýska-
landi sem blekktur er til Íslands af
skjólstæðingi sínum. Sá er leikinn af
Gísla Erni Garðarssyni. „Ég lagði allt
í sölurnar til að koma honum á fram-
færi en þegar ég get ekki borgað þá
peninga sem ég fékk lánaða til baka
Fékk alvöru, íslenskt kvef
Daniel Brühl veiktist þegar hann var í tökum á Kóngavegi 7 og læknaði sig með kjúklingasúpu frá veitingastaðnum Asíu, fullri
skál af chili og dönskum brjóstdropum. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við þýska leikarann um hjólhýsahyski, kvikmyndadraum-
inn og það að vera Þjóðverji. Daniel talar jafnframt um efnahagshrunið á Íslandi en hann fylgdist náið með atburðunum í fyrra.
EKKI MEÐ SAMVISKUBIT Daniel Brühl segir Þjóðverja af sinni kynslóð ekki rogast með samviskubit yfir því einu að vera Þjóðverjar. Þeir séu stoltir af sögu sinni og menningu þótt auðvitað muni þeir aldrei gleyma hörm-
ungum seinni heimsstyrjaldarinnar.
eru góð ráð dýr,“ útskýrir Daniel. Per-
sóna Gísla, sem heitir Junior, upplýs-
ir að hann eigi voðalega ríkan pabba
heima á Íslandi og þeir geti auðveld-
lega slegið hann um lán. „En að sjálf-
sögðu er pabbi hans ekkert ríkur held-
ur býr í hjólhýsahverfi.“
Og þegar talið berst að fölskum fyr-
irheitum og lánum sem ekki er hægt að
greiða er varla hægt að sleppa Daniel
við hina sígildu spurningu; hvort hann
hafi fylgst vel með þegar Ísland fór á
hausinn í fyrra. „Við í Þýskalandi héld-
um að þetta gæti bara gerst í Suður-
Ameríku eða Afríku. Ekki í Evrópu.
En auðvitað voru allir að hugsa fyrst
og fremst um sinn hag, það voru ein-
hverjir Þjóðverjar sem áttu peninga
í íslenskum bönkum. Ég á samt mjög
bágt með að skilja hvernig þetta gat
farið svona, hvernig einhverjir ein-
staklingar komust upp með að leika
sér með ímyndaðan pening og stjórn-
völd voru hvorki á varðbergi né reyndu
að stöðva þetta,“ segir Daniel og bætir
því við að hann verið í góðu sambandi
við Gísla Örn á meðan mestu hörmung-
arnar riðu yfir. „Mér skilst að Ísland
skuldi þrefalt á við Versala-samning-
ana sem Þjóðverjar þurftu að glíma
við eftir fyrri heimstyrjöldina. Ég las
auðvitað allt um Versala-samninginn í
skóla og þá fannst manni þær skuldir
stjarnfræðilegar. Versala-samningarn-
ir voru mikil niðurlæging fyrir Þjóð-
verja og það vita allir hvað gerðist í
framhaldinu.“
Stoltur af þjóðerninu
Og það sem gerðist í framhaldinu var
að Adolf Hitler komst til valda, þriðja
ríkið varð að veruleika og nasisminn
tók öll völd í Þýskalandi með skelfileg-
um afleiðingum. Daniel leikur einmitt
nasista í kvikmynd Quentins Tarantino,
Inglorious Basterds, og leikarinn hlær
þegar hann rifjar upp brandara sem
jafnan er hafður í flimtingum í þýsk-
um leikaraheimi. „Sagan segir að á
einum eða öðrum tímapunkti verði
allir þýskir leikarar að leika nasista.“
Þótt leikarinn sé yfirleitt ekki hrifinn
af því hvernig Hollywood hefur nálgast
þetta tímabil, nefnir þar sérstaklega
Valkyrju Toms Cruise, hreifst hann
af hugmyndum Tarantinos. Húmor og
galsi væru í aðalhlutverkum, sveigt
og beygt út af sögunni, eitthvað sem
hefur ekki átt sér stað í háa herrans
tíð þegar nasismi er annars vegar. „Ég
hreifst strax af handritinu og af þeirri
hugmynd að Tarantino ætlaði að leyfa
Þjóðverjum að leika stór hlutverk,“
útskýrir Daniel.
Og leikarinn segir það ekki hafa verið
erfitt að leika nasista í ljósi mannkyns-
sögunnar. Hann sé hluti af nýrri kyn-
slóð Þjóðverja, kynslóð sem líti vissu-
lega á nasmismann sem svartan kafla í
sinni sögu. Þetta sé hins vegar fyrst og
fremst kafli, ekki sagan í heild sinni.
„Það er alveg rétt, mín kynslóð skamm-
ast sín ekki fyrir það eitt að vera Þjóð-
verjar. Við höfum jákvæða sýn á sögu
þjóðarinnar, menningu hennar og list-
ir. Við vitum auðvitað hvað gerðist og
fáum aldrei að gleyma því en það er
svo margt annað sem Þjóðverjar geta
verið stoltir af,“ segir Daniel. „Sú kyn-
slóð sem kynntist nasismanum af eigin
raun er að hverfa og við sem erum að
taka við höfum í raun litla tengingu
við þessa atburði. Við erum því ekki
að rogast með samviskubit yfir þjóð-
erni okkar.“
Ánægður í Evrópu
Frá nasismanum liggur leiðin til Holly-
wood þótt Daniel segist ekkert vera á
leiðinni þangað í bráð. Hans draumur
sé ekki villa í Beverly Hills með sund-
laug í garðinum. „Ég er mjög ánægð-
ur með að vera í Evrópu, ég hef unnið
mikið í enskum, spænskum og þýskum
kvikmyndum og er bara mjög ánægður
með það. Ég hef náð að skapa mér nafn
hérna en í Hollywood yrði ég að byrja
algjörlega upp á nýtt.“ Hann bætir því
við að það sé mjög erfitt fyrir unga leik-
ara frá Evrópu að ná langt í Ameríku
því þar sé nóg framboð af ungum leik-
urum sem ekki eru með hreim. „Hins
vegar virðist alltaf vera góður mark-
aður fyrir eldri leikara með evrópskan
hreim, þeir fá þá að leika vonda gæj-
ann í Bond og aðra þorpara eða sérvitr-
an prófessor.“ Daniel hlær þegar hann
er spurður hvort æðsti draumur evr-
ópskra leikara sé einmitt að leika vonda
gæjann í Bond. „Ég ætla að vona ekki.
Ég vona hins vegar að þeir biðji Chris-
toph Waltz um að leika hann, Waltz var
stórkostlegur í Inglorious.“
… er fæddur hinn 16. júní 1978 í Barcelona. Á því sama afmælisdag og Tupac
Shakur og Stan Laurel.
… heitir fullu nafni Daniel César Martín Brühl González Domingo.
… talar bæði þýsku og spænsku reiprennandi og getur einnig tjáð sig á
katalónsku, frönsku og ensku ef svo ber undir.
… fyrsta hlutverk hans var götustrákurinn Benji í óperunni Verbotene Liebe árið
1995.
… fékk alls fimm verðlaun fyrir leik sinn í Good Bye Lenin.
… var valinn maður ársins af GQ árið 2007.
… var í sambúð með þýsku leikkonunni Jessicu Schwarz í fimm ár. Þau hættu
saman árið 2006. Hún kallaði hann oftast Gollum.
… leikur nasista í kvikmyndinni In Transit á móti John Malkovich.
… var aðalsöngvari í hljómsveit sem hét Purge.
… á bæði bróður og systur.
➜ TÍU ATRIÐI SEM ÞÚ VISSIR EKKI UM DANIEL