Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.10.2009, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 31.10.2009, Qupperneq 66
38 31. október 2009 LAUGARDAGUR Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Mér er nokk sama. Ég hugsa einungis um núið og ellina. Hins vegar eru nokkrir hlutir sem ég vona innilega að téður stóri- Arnar komi í verk svo sá aldraði geti litið til baka sáttur. Til dæmis má hann vinsamlegast skrifa bók, koma að nokkrum plötum til við- bótar, eignast börn á réttum tíma, verða fullur í Asíu og safna gáfu- legu alskeggi. Sauðárkrókur – Selfoss norð- ursins? Þvert á móti, ef ég skil þessa spurningu rétt. Ég man eftir nákvæmlega tveimur hnökkum í fimm ára radíus af Króknum. Þeir þóttu mjög sérkennilegir. Von eða Spútnik? Ég og mínir höfum haft svo mikil persónuleg kynni af Von í tengslum við flest sem viðkemur tónlist að ég held þeir fái mitt atkvæði. Þeir eru dýrlingar. Kristján Gísla, söngvari Spútnik, fann okkur samt eftir tón- leika í sumar og sparaði ekki fögru orðin og fyrir það er ég mjög þakk- látur. Þetta jaðrar við jafntefli. Geirmundur eða Auðunn Blön- dal? Þetta er ósanngjörn spurn- ing. Sverrir Bergmann gegn Audda væri sanngjarnt, en þetta ekki sambærilegt. Spurðu mig eftir tut- tugu ár og sjáum hvort Auddi verði enn að gera það sem hann gerir í dag og það af jafnmiklum krafti og ástríðu. Þá fyrst geta þeir dregið fram boxhanskana. Hefurðu slegist á balli í Mið- garði? Nei, ég er annar af þeim tveimur sem gerðu það aldrei. Ég hef gert tilraun til þess, öskrað á ímyndaða óvini og hótað öllu illu, en ekki rekið hnefann í nebbann á nokkrum þar né annars staðar. Einu sinni var ég kýldur á Akur- eyri og það var bara tómt vesen. Ég var fullur og hamingjusamur en féll ekki í kramið hjá einhverj- um rudda svo hann sendi mig upp á spítala með skurð á hökunni. Það þótti mér dónalegt af honum. Hver er mest framandi staður- inn sem þú hefur komið til? Ég er ekki veraldarvanur, svo ég verð að segja hótelið sem ég gisti á í Lond- on. Ég og kærastan skipulögðum ferðina sjálf og enduðum á ein- hverju prinsessuhóteli. Þar var allt bleikt og skreytt með blómum og fyrir utan okkur voru gestirnir flestir komnir á eftirlaun. Það var súrrealískt að ganga um það, líkt og maður væri bresk yfirstéttar- dama árið 1800. Besta bókin? Góði dátinn Svejk eftir Jaroslav Hašek. Það er dæmi- gert að nefna hana þar sem annar hver maður í heiminum er á sama máli, en það er líka góð ástæða fyrir því. Ég get litið í hana og lesið kafla handahófskennt og allt- af skemmt mér jafn vel. Í öðru sæti kemur The Pleasure of the Damned, ljóðasafn Bukowskis. Besta bíómyndin? Ég keypti mér nokkrar japanskar Gojira-myndir á VHS af Amazon fyrir mörgum árum og eiga þær alltaf sinn stað í hjarta mér. Þær eru samt ömur- legar. Hvert er versta starf sem þú hefur unnið? Það er ekkert starf verst, en versti vinnudagurinn var þegar ég mætti strax í Steinullina eftir að rifnir voru úr mér tveir jaxlar. Ég stóð á sama fermetran- um allan daginn í lyfjamóki og slef- aði blóði og lét hlæja að mér. Hvar er fallegast á Íslandi? Við Botnstjörn í Ásbyrgi. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Blóðmörinn hennar mömmu með kartöflustöppunni hans pabba. Hvenær táraðist þú síðast? Óljóst, en ég komst nálægt því um daginn þegar bláókunnugur náungi söng Alice með Tom Waits upp við eyrað á mér á Næsta bar. Bókstaf- lega allt lagið, orð frá orði. Svo verð ég alltaf klökkur þegar mínir menn í Liverpool fara illa með Manchest- er United. Hvenær fékkstu síðast hlátur- skast? Í gær lenti ég í geðshrær- ingarhláturskasti þegar ég villtist í Grafarvogi og þurfti að láta leið- beina mér í gegnum síma. Leiðbein- andinn lét mig keyra fram og aftur sömu göturnar því hann vissi ekki hvernig ég sneri á ja.is kortinu sem hann hafði fyrir framan sig, því hann rataði engu betur en ég. Þetta var eins og léleg gamanmynd. Ann- ars hlæ ég mest að eigin fyndni. Uppáhaldsorðið þitt? Ég er mjög veikur fyrir fallegum íslensk- um orðum og á mér reglulega upp- áhaldsorð. Í dag er það líklega aft- urbatapíka því um daginn tókst mér eftir áralanga baráttu að koma því fyrir innan setningar, án þess að hljóma eins og drulluhali. Hvað myndi fullkomna líf þitt? Ef tónleikarnir um helgina ganga vel og platan heldur áfram að selj- ast verð ég mettur næstu vikurn- ar. Ég geri ekki of miklar kröfur til lífsins. Hverjum er kreppan að kenna? Til andskotans með kreppuna! Ég hef aldrei átt neitt og finn því lít- inn sem engan mun. Mín persónu- lega kreppa er bara áfengisverðið, svo ég kenni ríkinu um. Thor fer frá 99 krónum í 169! Mér er skapi næst að grenja. Hver er leiðin út úr kreppunni? Ég get ekki svarað þessu án þess að hljóma fávís, sem ég er. Er ekki bara hægt að bakka sömu leið út? Ha? Hvað er næst á dagskrá? Reyna að standa sig í skóla, spila úti um allt, semja nýtt efni, vekja lukku og fara svo í heimsókn til ömmu og rökræða um skegg. Endilega mætið á Sódóma kl. 22 í kvöld. Þetta verður sögulegt. Rökræður um skegg Arnar Freyr Frostason syngur og rappar með Bróður Svartúlfs, rapprokksveitinni frá Sauðárkróki sem vann Músíktilraunir í vor. Hljómsveitin hefur gefið út sex laga disk og kynnir hann á Sódómu í kvöld. Arnar vílaði ekki fyrir sér að grillast í Þriðju gráðunni. ANNAR AF ÞEIM TVEIMUR SEM ALDREI HAFA SLEGIST Í MIÐGARÐI Arnar Freyr Frostason í Bróður Svartúlfs er hrifinn af orðinu afturbatapíka. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FULLT NAFN OG HVAÐ ERTU KALLAÐUR? Arnar Freyr Frosta- son. Aldrei verið kallaður neitt annað en Arnar Freyr sökum algengi fornafnsins á Sauðárkróki. Millinöfnin voru alltaf notuð til að aðgreina okkur nafnana í barnæsku, og ég veit ekki betur til en svo að hinir hafi heldur aldrei hlotið merki- leg gælunöfn. FÆÐINGARÁR OG HVAÐ GERÐIST ÞÁ HELST Í VERALDARSÖG- UNNI: 1988. Straight Outta Compton með NWA kom út. LÍF ÞITT Í HNOTSKURN: Sat bæði grunnskóla og framhalds- skóla á Sauðárkróki, reyndar einn vetur í VMA. Lauk næstum við smiðinn en útskrifaðist svo af félagsfræðibraut. Flutti suður seinasta ágúst og hóf ritlistarnám í HÍ. Vann nokkur sumur sem handlangari hjá byggingarfyrirtæki en seinustu þrjú í Steinullarverksmiðjunni á Króknum. Shout out til allra þar. ÞR IÐ JA G R Á Ð A N ■ Á uppleið Sýndarveruleiki. Á vefnum habbo. com getur þú farið í partí, út að borða og opnað bar. Tölvan er hinn nýi Kaffibar. Kjölfar Airwaves. Það eru allir að tala um hvað muni koma í kjölfar Airwaves og nú er spennandi að sjá hvað það verður. Fléttur. Hliðarfléttur eru skemmtileg leið til að kljást við sítt hár og flottar út á lífið. Hrekkjavakan. Allra sálna messa er í dag og um að gera að fara að skella sér í búningapartí. ■ Á niðurleið Ókeypis sjónvarp. Þegar allir fara að rukka fyrir sjónvarp í kreppunni er óhjákvæmilegt að lítið verði eftir til að horfa á. Laufin. Vindar blása og bráðum verður ekkert eftir af laufguðum trjám og grænu grasi. Hikorð hjá sjónvarpsfólki. Að segja „þúst“ inn á milli allra orða er alls ekki töff. Skógarhöggsmannaskyrtur. Voru voða krúttlegar til að byrja með en þetta er nú orðið leiðigjarnt. MÆLISTIKAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.