Fréttablaðið - 31.10.2009, Qupperneq 68
40 31. október 2009 LAUGARDAGUR
timamot@frettabladid.is
EINAR BENEDIKTSSON SKÁLD
FÆDDIST ÞENNAN DAG 1864.
„Geðið ber ugg þegar gengi
er hátt. Gleðin er heilust og
dýpst við það smáa.“
Einar Benediktsson var sýslu-
maður, athafnamaður og eitt
af höfuðskáldum þjóðarinnar.
MERKISATBURÐIR
1517 Marteinn Lúther heng-
ir 95 greinar á kirkjudyrn-
ar í Wittembergkastala og
hefur með því siðbótina.
1931 Akstur Strætisvagna
Reykjavíkur hefst og er
fyrsta leiðin Lækjartorg-
Kleppur.
1963 Lagið You´ll Never Walk
Alone með Gerry and the
Pacemakers kemst í efsta
sæti breska vinsældalist-
ans.
1964 Á Miklatúni í Reykjavík er
afhjúpuð stytta af Einari
Benediktssyni til að minn-
ast aldarafmælis skálds-
ins.
1984 Indira Gandhi, forsætis-
ráðherra Indlands, er myrt
af lífvörðum sínum.
Þjóðviljinn hóf göngu sína sem dagblað þennan dag árið
1936. Hann studdi Kommúnistaflokkinn og síðar Sósíalista-
flokkinn og Alþýðubandalagið. Einar Olgeirsson var fyrsti rit-
stjórinn og til að byrja með störfuðu einn eða tveir blaða-
menn með honum.
Áður hafði komið út blað með sama nafni, gefið út af
Skúla Thoroddsen en Theodóra Thoroddsen, ekkja hans, og
börn hennar gáfu nýja blaðinu nafnið.
Þjóðviljinn var í upphafi fjórar síður. Þar var framhalds-
saga og annað létt efni í bland við fréttir og pólitík.
Þjóðviljinn var fyrst prentaður í prentsmiðju Jóns Helga-
sonar á Bergstaðastræti 27 sem kommúnistarnir kölluðu
Jesúprent vegna þess að þar voru líka gefin út kristileg rit.
Blaðið var skrifað, sett og brotið um á um það bil 50 fer-
metra plássi í kjallara hússins en prentað í nýbyggingu við
hliðina.
Heimild/Nýjustu fréttir/Guðjón Friðriksson
AFMÆLI
PÉTUR EINARS-
SON
leikari er 69
ára í dag.
MARCO VAN
BASTEN, knatt-
spyrnumaður
og þjálfari, er
45 ára í dag.
HJÖRLEIFUR
GUTTORMS-
SON, fyrrum
alþingismaður
og iðnaðar-
ráðherra, er 74
ára í dag.
Árleg sýning Egilsbúðar og klúbbsins
BRJÁN (Blús-, rokk- og jazzklúbbsins
á Nesi) verður frumsýnd í kvöld. Hún
heitir Manstu hvar þú varst? og verð-
ur helguð því að tuttugu ár eru liðin frá
því að fyrsta sýningin var drifin upp á
fjölum Egilsbúðar.
Rokkveislan hefur verið fastur liður í
menningar- og skemmtanalífi Austfirð-
inga á haustin allar götur síðan og nú
verður farið yfir söguna í myndum, tali
og að sjálfsögðu tónum. Auk þess verður
snæddur glæsilegur þriggja rétta máls-
verður og dansað fram á rauða nótt.
„Við erum gríðarlega stolt af því að
geta boðið upp á tónlistarveislu ár eftir
ár þar sem Austfirðingar eiga allan
heiðurinn að flutningi, matargerð, þjón-
ustu og öllu sem að sýningunni snýr,“
segir Jón Hilmar Kárason, sem rekur
Egilsbúð um þessar mundir ásamt konu
sinni, Heiðu Berglindi Svavarsdóttur.
Jón Hilmar kennir við Tónlistarskóla
Neskaupstaðar sem hann segir jafnan
spila stóra rullu í rokksýningunum.
„Ágúst Ármann skólastjóri hefur verið
driffjöður í sýningunum og kennarar og
nemendur oft verið fjölmennir á svið-
inu. Þeir eru ótrúlega margir sem hafa
komið að uppsetningunum gegnum árin
og allar tegundir tónlistar verið kann-
aðar.“
Jón Hilmar kveðst ekki taka þátt í
sýningunni í ár enda í mörg horn að
líta hjá honum sem verts í undirbún-
ingi stórsamkomunnar. Hversu marga
skyldi Egilsbúð rúma í einu? „Á svona
sýningum verða allir að geta horft á
sviðið og látið fara vel um sig, þannig
að við takmörkum fjöldann við 250 á
hverju kvöldi,“ útskýrir hann og segir
aðsóknina með eindæmum góða. „Það
er uppselt á allar sýningarnar fimm
sem fyrirhugaðar eru en hið óvenjulega
gerðist að verst gekk að selja á frum-
sýninguna.“
Sýningarnar í Egilsbúð hafa alltaf
verið þematengdar og Jón Hilmar rifjar
upp nöfn nokkurra: Stríðsáratónlistin,
Stuðmenn, Bíómyndaveisla, Enska úr-
valsdeildin, Sólstrandaveislan, Queen,
Country, Abba og Lög unga fólksins.
Rokkveislan hefur verið sett upp á
Broadway nokkrum sinnum við góðan
orðstír og einu sinni í Færeyjum og
Queen-sýningin var sett upp í Players í
Kópavogi. „Það var fjölmennasta helg-
in á Players það ár,“ rifjar Jón Hilm-
ar upp.
Nú á að horfa til baka og velja lög úr
fyrri sýningum. „Eitt er víst,“ lofar Jón
Hilmar. „Stuðið verður í fyrirrúmi eins
og ávallt áður.“ gun@frettabladid.is
ROKKVEISLAN Í EGILSBÚÐ: HELDUR UPP Á TVÍTUGSAFMÆLIÐ Í KVÖLD
Stuðið í fyrirrúmi eins og áður
Á SVIÐINU Margir hafa komið fram á sýningunum í Egilsbúð. MYND/ÚR EINKASAFNI
ÞETTA GERÐIST: 31. OKTÓBER 1936
Dagblaðið Þjóðviljinn kom fyrst út
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og systir,
Svala Árnadóttir
Ekrusmára 1, Kópavogi,
andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 29. október.
Björn Pálsson
Margrét Erla Björnsdóttir Sverrir Guðmundsson
Björn Fannar Björnsson
Sandra Dögg Björnsdóttir Hafþór Davíð Þórarinsson
Bjarki Rúnar Sverrisson Björn Þór Sverrisson
og systkini.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
MOSAIK
Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir,
bróðir, stjúpi og afi,
Þorlákur Gestur Jensen
Skúlagötu 64, Reykjavík,
sem lést á líknardeild Landspítalans Kópavogi
fimmtudaginn 22. október, verður jarðsunginn
frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 3. nóvember kl.
15.00. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Blóm
og kransar afbeðin. Þeim sem vilja minnast hans
láti Krabbameinsfélög njóta þess. Sérstakar þakkir
til Sigurðar Björnssonar læknis og Kristjönu hjúkr-
unarfræðings ásamt öllu starfsfólki líknardeildar í
Kópavogi fyrir alla ástúð og hlýju er þið sýnuð honum
og okkur. Guð blessi ykkur öll.
Hólmfríður Jónsdóttir
Hálfdán Ingi Jensen Soffía Sveinbjörnsdóttir
Hulda Margrét Þorláksdóttir Davíð Ingvason
Guðni Óskar Jensen Kristbjörg Sveinsdóttir
Jón Múli Franklínsson
börn og barnabörn.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vináttu við andlát og útför elskulegrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
Aðalheiðar Maríu
Oddsdóttur
Espigrund 15, Akranesi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Dvalarheimilisins Höfða, Heimahjúkrunar og A-deildar
Sjúkrahúss Akraness.
Guðný Ársælsdóttir
Helga Jóna Ársælsdóttir Þráinn Ólafsson
Sigþóra Ársælsdóttir Björn Björnsson
og ömmubörn.
Innilegar þakkir fyrir samúð og vináttu
vegna andláts og útfarar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
Sigurbjargar Sigvaldadóttur
Sjávargrund 4a, Garðabæ.
Við þökkum af hlýhug starfsfólki heimahjúkrunar
í Garðabæ, heimahlynningu Krabbameinsfélagsins
og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi og þeim
læknum og hjúkrunarfólki sem önnuðust hana í
veikindum hennar.
Börn, tengdabörn, ömmubörn og langömmubörn.
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.