Fréttablaðið - 31.10.2009, Síða 72

Fréttablaðið - 31.10.2009, Síða 72
44 31. október 2009 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Á morgun heldur áfram tónleikaröðin 15.15 í Norræna húsinu og þar verður harpan í fyrirrúmi. Katie Buckley, hörpuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, flytur þar einleiksverk fyrir hörpu: Elegie pour la mort d’un Ber- ger eftir franska tónskáldið og hörpu- leikarann Bernard Andres sem notar gjarnan framandi tækni í verkum sínum allt frá því að klípa strengina til þess að banka á hörpuna. Næst á efnisskránni eru tvö næturljóð sem renna saman í eina heild: hið fyrra eftir Alphonse Hasselmans sem var samtímamaður Gabriels Faure, en hið síðara eftir Rússann Mikhail Glinka. Síðast þessara verka er Spænskur dans númer 1 úr óperunni La Vida Breve eftir Manuel De Falla í umritun fyrir hörpu eftir Marcel Grandjany. Són- öturnar tvær eru frá mjög ólíkum tímabilum: Sú fyrri, eftir tónskáldið Johann Baptist Krumpholtz, nefnist Sonata Comme Scene Pathetique Opus 16 bis. Sónatan er frábærlega vel skrifuð í síðbarokkstíl. Síðari sónatan á efn- isskránni er hörpusónatan eftir Paul Hindemith. Hann skrifaði sónötuna 1939, á tímabili þegar hann skrifaði sónötur fyrir nánast hvert hljóðfæri sinfóníuhljómsveitarinnar. Hún er í þremur þáttum og hefur þann ein- staka eiginleika að hljóma nýstárleg þrátt fyrir að vera rituð á tæknilega hefðbundinn hátt. Katie Buckley hóf nám í hörpuleik átta ára gömul í Bandaríkjunum. Hún hefur komið fram sem einleikari með mörgum hljómsveitum, var með stöðu hörpuleikara við Brevard Music Festival í Brevard í Norður-Karólínu, en 2005 var hún ráðin hörpuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Katie lék með The World Philharmonic Orchestra í París 2006. Katie er meðlimur í Duo Harpverk, hörpu- og slagverksdúói sem hún stofn- aði ásamt slagverksleikaranum Frank Aarnink. - pbb Hörpuverk í mýri TÓNLIST Katie Buckley hörpuleikari ath kl. 16. Edda Erlendsdóttir píanóleik- ari mun halda tónleika á Stokka- læk í dag. Tónleikarnir eru haldnir til að minnast 200 ára dánaraf- mælis Haydns á þessu ári. Á dag- skránni á Stokkalæk eru verk eftir C.P.E. Bach, J. Haydn og F. Schu- bert. Tónleikarnir verða endurtekn- ir í Listasafni Íslands á miðvikudag, í Laugarborg á fimmtudag og í nýju menningarhúsi á Dalvík, Bergi, á laugardag eftir viku. > Ekki missa af Hyllingartónleikum þeirra Eyfa og félaga í Háskólabíói í kvöld kl. 20. Eyfi og félagar ætla að endurtaka leikinn og flytja öll helstu lög hljómsveitarinnar Eagles. Síðast komust færri að en vildu og var uppselt á tvenna tónleika. Eyfi er mikill Eagles-aðdáandi og þessir tónleikar eru hans leið til að votta þessari frábæru hljóm- sveit virðingu sína, sem hún svo sannarlega verðskuldar. Eyfa til fulltingis og aðstoðar verða margir af okkar bestu söng- og hljóðfæraleikurum og er ekkert til sparað við að gera tónleikana sem gjöfulasta fyrir eyrað. Undanfarið ár hafa konur af erlendum uppruna hist í Borgar- bókasafni Reykjavíkur einu sinni í mánuði ásamt íslenskum kynsystr- um sínum til að njóta félagsskap- ar hver annarrar, deila reynslu sinni og styðja hver aðra á ýmsan máta, meðal annars við það að tala íslensku. Félagsskapurinn kallast Söguhringur kvenna og þangað eru allar konur velkomnar sem hafa áhuga á að hitta aðrar konur í fjölmenningarlegu umhverfi. Konurnar skiptast á sögum um allt mögulegt sem þeim liggur á hjarta, meðal annars um reynslu sína af því að flytjast á milli landa, að læra nýtt tungumál og hvernig gengur að samhæfa bakgrunn sinn lífinu í nýju landi. Markmiðið er þó fyrst og fremst að eiga saman notalega samverustund. Á sunnudag fagnar söguhringur- inn eins árs afmæli og af því tilefni hafa konurnar skapað saman lista- verk sem nefnist Tölum saman, undir handleiðslu listakvennanna Fitore Berisha og Helgu Arnalds. Vigdís Finnbogadóttir mun afhjúpa verkið á opinni afmælisdagskrá í aðalsafni Borgarbókasafns í Gróf- arhúsi kl. 14. Helga Arnalds hefur einnig gert vídeóverk um sköp- unarferli verksins og það verður frumsýnt við sama tækifæri. Fólk af erlendum sem og íslenskum uppruna skemmtir með tónlist og dansi og boðið verður upp á veit- ingar. Söguhringurinn er samstarfs- verkefni Borgarbókasafns og Sam- taka kvenna af erlendum uppruna og eftir þetta velheppnaða fyrsta ár er ætlunin að halda áfram af fullum krafti. Þær Paola Carden- as og Kristín R. Vilhjálmsdótt- ir kynna söguhringinn frekar á afmælishátíðinni, sem er opin öllum, bæði konum og körlum. - pbb Allar með tölu Mönnum dettur sjaldnast í hug ljóð þegar kvikmyndir eru ann- ars vegar. Samlíking listgreina er enda vafasöm. Listgreinar standa á sínu. Hitt er hverju orði sann- ara að tilraunamyndin er oft lík ljóði, stutt, grípur afmarkað svið umhverfis og tilfinningar með fáum gerendum. Það er því vel við hæfi að stuttmyndahátíð ungra höfunda kenni sig við ljósvakaljóð en hún verður haldin öðru sinni í næstu viku. Skilafrestur rennur út á mánudag en hátíðin er haldin í Norræna húsinu hinn 5. nóvem- ber. Þeir sem vilja leggja nótt við dag og klára hálfkaraðar myndir eða handrit hafa því helgina. Keppt verður um bestu stutt- myndina, besta frumsamda hand- ritið og í annað skipti á Íslandi verður keppt um bestu pitch-hug- myndina en sú keppni sló eftir- minnilega í gegn þegar hún var haldin í fyrsta skipti í fyrra. Höf- undar verða að vera á aldrinum 15-25 ára en umsóknarfrestur er til og með 2. nóvember. Áhuga- samir eru vinsamlegast beðn- ir um að kynna sér keppnina og skrá sig á heimasíðu Ljósvaka- ljóða, www.ljosvakaljod.is. Pen- ingaverðlaun eru í boði. Dómarar í handritakeppninni eru einn virt- asti kvikmyndaleikstjóri Íslands, Friðrik Þór Friðriksson, ásamt Bergi Ebba Benediktssyni og Yrsu Sigurðardóttur rithöfundi. Hátíðin er haldin í fjórða skipti í ár og unnin í samstarfi við dvoted.net, Reykjavíkurborg, Zik Zak Filmworks og Norræna húsið. Dagskráin hefst kl. 17.30 á fimmtudag í næstu viku með umræðum með þekktum innlend- um kvikmyndagerðarmönnum og svo pitch-keppni þar sem fólk getur viðrað kvikmyndahugmynd- ir sínar og fengið ráðleggingar fagaðila. Sjálf stuttmyndakeppn- in fer svo fram kl. 20 um kvöldið. Valdar verða 6-10 stuttmyndir úr innsendum myndum til að keppa um aðalverðlaunin, 50.000 króna peningaverðlaun. Aðgangur er ókeypis og allir áhugasamir eru velkomnir. - pbb Ljóðað í ljósvakanum Á morgun verða tónleikar með þeim Sæunni Þor- steinsdóttur sellóleikara og Kristni Erni Kristinssni píanóleikara í Sal Tónlistar- skólans á Akureyri kl. 17. Sæunn hefur vakið mikla athygli fyrir magnaðan sellóleik nú þegar nám hennar er að baki. Hún mun koma fram á tvennum tónleikum á Íslandi ásamt Kristni Erni Krist- inssyni píanóleikara, á Akureyri á morgun og á þriðjudagskvöldið kl. 20 í Salnum í Kópavogi. Flutt verða verk eftir Beethoven, Debussy, Janacek, Franck og Martinu. Tón- leikarnir eru liður í röðinni Tón- snillingar morgundagsins. (www. tonsnillingar.is) Sæunn lauk meistaraprófi frá hinum þekkta Julliard-skóla í New York vorið 2008. Hún hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir leik sinn, m.a. verðlaun til minningar um Zara Nelsova í hinni þekktu alþjóðlegu Naumburg-sellókeppni í New York og einnig vann hún til verðlauna í alþjóðlegu Antonio Janigro-selló- keppninni í Zagreb, Króatíu. Hún hefur komið fram víða í Banda- ríkjunum og Evrópu bæði sem ein- leikari og kammermúsikant og tekið þátt í fjölda tónlistarhátíða og komið fram með frábærum listamönnum. Má þar nefna Marlboro Music Festi- val með Mitsuko Uchida og Kim Kashkashian, Perlman Chamber Music Workshop í strengjakvart- ett með Itzhak Perlman og Kron- berg sellóhátíðina þar sem hún var ein af einleikurum á lokatónleikum hátíðarinnar. Sæunn var hér á landi í júní og lék þá m.a. einleik með Kammer- sveitinni Ísafold í frumflutningi verksins „Bow to String“ eftir Daníel Bjarnason á tónlistarhátíð- inni Við Djúpið, en það verk flutti hún einnig á Airwaves-hátíðinni nú í október. Meðal verkefna á döfinni má nefna frumraun Sæunnar með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Selló- konsert eftir Dvorak nú í febrúar, tónleika í Trinity Church á Man- hattan, sem verður útvarpað beint á netinu og Konsert fyrir fiðlu og selló eftir Brahms ásamt Adriane Tilanus í Amsterdam. Kristinn Örn Kristinsson píanó- leikari lauk lokaprófi við Tónlist- arskólann á Akureyri og stund- aði framhaldsnám í Reykjavík og í Bandaríkjunum. Meðal helstu kennara hans má nefna Philip Jenk- ins, Margréti Eiríksdóttur, Ruth Slenczynska og Joseph Kalichstein. Eftir að námi lauk kenndi Kristinn við Tónlistarskólann á Akureyri til 1990 en þá gerðist hann skóla- stjóri og kennari við Tónlistar- skóla Íslenska Suzukisambandsins í Reykjavík. Árið 1998 stofnaði hann ásamt fleirum Allegro Suzukitónlistar- skólann í Reykjavík og hefur starf- að þar síðan. Kristinn Örn hefur einnig starfað við Tónlistarskól- ann í Reykjavík og sem skólastjóri við Tónskóla Þjóðkirkjunnar en frá hausti 2006 var hann ráðinn í fullt starf sem meðleikari við Söngskól- ann í Reykjavík. Hann hefur komið víða fram á tónleikum með ýmsum hljóðfæraleikurum og söngvurum, leikið inn á hljómdiska og tekið upp fyrir útvarp. pbb@frettabladid.is SÆUNN SPILAR HEIMA KVIKMYNDIR Friðrik Þór Friðriksson situr og dæmir í handritakeppninni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MENNING Tölum saman, sameiginlegt verk kvenna af ýmsum uppruna, verður afhjúpað á morgun. MYND BORGARBÓKASAFN REYKJAVÍKUR Lækjargata 2a sími 511-5001 opið alla daga frá 9.00 - 22.00 2.395,- 1.950,- Helgar- tilboð TÓNLIST Sæunn Þorsteinsdóttir er einn hinna ungu íslensku tónlistarmanna sem starfa bæði hér heima og erlendis. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.