Fréttablaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 31.10.2009, Blaðsíða 78
50 31. október 2009 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is „Ég hafði ekki leyfi til að láta neinn fá merkingarnar. Ég urða þær seinna,“ segir Jón Garðar Ögmundsson, eigandi Lystar ehf. sem rekur McDonald‘s á Íslandi. Síðustu McDonald‘s-hamborg- ararnir á Íslandi verða seldir í kvöld. Á morgun verður svo hafist handa við að rífa niður rauðu og gulu merkingarnar og örlög þeirra verða táknræn. Enginn hefur fal- ast eftir merkingunum, enda má Jón ekki afhenda þær neinum og þær enda því á haugunum. Engar innréttingar verða fjar- lægðar, svo að ásýnd staðarins umturnast ekki þegar hann breyt- ist í íslenska hamborgarastað- inn Metró. Hamborgararnir hafa hreinlega rokið út eftir að tilkynnt var að McDonald‘s myndi ljúka rekstrinum í vikulok. Í Frétta- blaðinu í gær kom fram að 10.000 borgarar seldust á dag, sem hlýt- ur að vera Íslands- ef ekki Norð- urlandamet. Samkvæmt Jóni hefur enginn falast eftir frosnum McDonald‘s- borgurum fyrir framtíðina, enda er sama sagan með þá og merking- arnar – óleyfilegt er að afhenda þá hamborgarahungruðum Íslending- um. - afb M-ið verður urðað Andrea Helgadóttir förð- unarfræðingur hefur verið búsett í New York síðast- liðin tíu ár og starfað með ýmsum þekktum tónlist- armönnum, hönnuðum og listamönnum. Andrea nam förðun í París og útskrifað- ist sem förðunarfræðingur árið 2001. Hún er persónu- legur förðunarfræðingur Bjarkar á tónleikaferðalög- um og hefur einnig starfað með hönnuðum á borð við Threeasfour og Jeremy Scott. „Ég byrjaði í raun ferilinn sem aðstoðarmaður Bjarkar og sá meðal annars um að farða hana fyrir heimstúrinn árið 1998 og fyrir Voltatúrinn í fyrra. Það skemmtilega við að vinna með Björk er að hún gefur manni frelsi til að vera skapandi,“ segir Andrea Helgadóttir förðunarfræðingur. Að sögn Andreu er starf- ið skemmtilegt og fjölbreytt og nýlega tók hún að sér starf yfir- förðunarfræðings fyrir tísku- sýningu hönnunarþríeykisins Threeasfour, en þar var verið að frumsýna vorlínu næsta árs. Hönnuðirnir sóttu innblástur sinn til listakonunnar Yoko Ono og var tískusýningin sjálf innblásin af Cut of Piece-gjörningi Ono. „Þeir í Threeasfour hafa mjög sérstak- an og framsækinn stíl og það er mjög gaman að vinna með þeim. Línan var innblásin af nokkrum teikningum eftir Yoko Ono og ég ákvað að vinna með sama munst- ur í förðuninni. Ég endaði á því að gera þrjú mismunandi form sem voru teiknuð á fyrirsæturnar með punktaaðferð og það kom mjög vel út,“ útskýrir Andrea. Innt eftir því hvernig persóna Yoko Ono sé segir Andrea hana vera ljúfa konu. „Ég hef aðeins hitt hana nokkrum sinn- um og þekki hana því ekki mjög vel, en hún virkar yndisleg. Hún er mjög prívat persóna og ég held að það sé vegna þess hve hún hefur verið mikið gagnrýnd um árin.“ Andrea hefur meðal annars séð um förðun fyrir tímarit á borð við Dazed og Vogue og farðaði til dæmis Peaches Geldolf fyrir tíma- ritið NO. Andrea segir það skipta miklu máli að hafa gott fólk til að vinna með í þessum bransa svo allt gangi snurðulaust fyrir sig. „Það skiptir mjög miklu máli að hafa gott lið með sér þegar maður er til dæmis að farða fyrir tískusýn- ingar þannig að allt gangi eins og smurt.“ Kærasti Andreu er tónlistarmað- urinn Mike Stroud úr bandarísku hljómsveitinni Ratatat og hafa þau verið saman í rúm fimm ár. „Við ferðumst bæði mjög mikið vegna vinnu okkar þannig að það kemur fyrir að við hittumst lítið sem ekki neitt í einhvern tíma. En við erum orðin vön þessu, þetta hefur verið svona frá því við byrjuðum saman og maður lagar sig bara að þessum aðstæðum eins og öllu öðru.“ Andrea segist kunna vel við sig í New York og þar á hún stóran hóp af vinkonum sem margar eru íslenskar. „Þetta er mjög skemmti- legur hópur og ein elsta vinkona mín, Jóhanna Methúsalemsdóttir, býr í sama hverfi og ég í New York. Við erum mjög samheldinn hópur og reynum að hittast sem oftast og vinnum líka mikið saman,“ segir Andrea. „Ég reyni að koma reglu- lega í heimsókn til Íslands, ræturn- ar toga alltaf í mann og þá reynir maður að koma í stutta heimsókn. Mér finnst ágætt að geta dvalið til skiptis í New York og á Íslandi. Kosturinn við New York er að þar getur maður týnst í fjöldanum, en á sama tíma er alltaf jafn nota- legt að koma heim þar sem maður þekkir alla,“ segir Andrea. sara@frettabladid.is Kann vel við sig í New York SKEMMTILEGT OG FJÖLBREYTT STARF Andrea Helgadóttir hefur starfað sem förðunarfræðingur fyrir nokkra helstu hönnuði og listamenn heims. Hún segir starfið skemmtilegt og fjölbreytt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÖRÐUN FYRIR THREEASFOUR Hér sést ein fyrirsætan með punktaförðun eftir Andreu. Munstrinu svipar til þess sem notað var á flíkurnar sjálfar. MYND/ELÍSABET DAVÍÐSDÓTTIR ANDREA OG YOKO Andrea segir Yoko Ono vera indæla en mjög lokaða persónu. MYND/ELÍSABET DAVÍÐSDÓTTIR „Þessi Twilight-sería hefur framkvæmt vampíruæði,“ segir Heiðar Ingi Svansson hjá Forlaginu. Vampírubækur Stephenie Meyer, Ljósa- skipti og Nýtt tungl, hafa selst í um tíu þúsund eintökum hér á landi í íslenskri þýðingu. Ljósaskipti hefur selst í átta þúsund eintökum, bæði innbundin og í kilju, á meðan Nýtt tungl, sem kom út á dögunum, er komin í tæplega tvö þús- und eintök. „Við bjuggumst við því að þessari bók myndi ganga vel en þetta er töluvert betra start en hjá fyrri bók- inni. Svona helmingi betra,“ segir Heið- ar Ingi um Nýtt tungl. Heiðar var nýverið staddur á einni stærstu bókahátíð heims í Frank- furt og varð þar áþreifanlega var við vampíruáhugann. „Þetta gerist alltaf í þessum bransa. Um tíma voru allir að leita að næsta Harry Pot- ter og enginn fann hann,“ segir hann og telur að vampíruæðið sé rétt að byrja. Býst hann við að eldri vampírubækur verði núna endurútgefnar í miklum mæli, höf- undar fari að semja fleiri vampírusög- ur og að eldri handrit um vampírur hljóti frekar náð fyrir augum bóka- forlaga. Sjálfur býst hann við því að Forlagið gefi vampírubókmenntum aukinn gaum á næstunni. Heiðar segir að konur á öllum aldri lesi bækur Stephenie Meyer en meðal unglinga lesi bæði strákar og stelpur bæk- urnar. Telur hann að Twi- light-kvikmyndin sem kom út í fyrra hafi ýtt verulega undir bókaáhugann. Önnur myndin í þessum þríleik er væntanleg 27. nóvember. Síðasta bókin kemur síðan í búðir næsta haust. - fb Tíu þúsund lesa vampírusögur TWILIGHT Kvikmyndin Twi- light var vinsæl. Í nóvember kemur næsta mynd sem byggð er á bókinni Nýtt tungl. > BULLOCK ER PIRRANDI Leikkonan Sandra Bullock hefur við- urkennt að hún geti verið pirrandi. „Ég er ekki auðveld í umgengni. Ég vil ráða öllu og ég þarf að hafa skipulag á öllu. Ég verð alltaf að vera með lista,“ sagði hún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.