Fréttablaðið - 31.10.2009, Page 86

Fréttablaðið - 31.10.2009, Page 86
58 31. október 2009 LAUGARDAGUR sport@frettabla- > Alexander leitar að nýju félagi Landsliðsmaðurinn Alexander Petersson er á förum frá þýska félaginu Flensburg. Samningur hans við félagið rennur út næsta sumar og hann ætlar ekki að framlengja hann. Alexander hefur lítið fengið að spila með Flens- burg í vetur en þjálfari liðsins, Per Carlén, spilar nær eingöngu á syni sínum, Oscar. Við það er íslenski landsliðsmaðurinn ósáttur enda telur hann sig hafa meira fram að færa en að sitja á bekknum. Hann segist kannski losna í janúar og ætlar að nýta EM vel til þess að minna á sig. Eyjamaðurinn Atli Jóhannsson hefur ákveðið að ganga í herbúðir Stjörnunnar en hann skrifaði undir tveggja ára samning við Garða- bæjarliðið í gær. Atli er uppalinn hjá ÍBV en hefur leikið með KR síðustu þrjú tímabil og fastlega var búist við því að hann myndi framlengja samning sinn við Vesturbæjarliðið þrátt fyrir að hafa ekki átt fast sæti í byrjunarliðinu þar síðasta sumar. „Það var vissulega áhugi fyrir hendi hjá KR, jafnvel alveg fram á síðasta dag, en það dæmi gekk á endanum ekki upp. Ég var ágætlega ánægður með síðasta sumar með KR en hefði ef til vill viljað fá fleiri tækifæri með liðinu. En svo fór sem fór í þeim málum og því var ekkert annað í stöðunni en að tala við önnur lið. Ég er bara sáttur við að vera búinn að fá lend- ingu í mín mál og núna getur maður farið að einbeita sér að einhverjum öðrum málum,“ segir Atli en mörg lið voru á höttunum eftir honum, þar á meðal uppeldisfélagið ÍBV. „Ég vissi af áhuga annarra félaga og ég er mjög þakklátur fyrir það. Nokkur þeirra settu sig í samband við mig og ÍBV var vissulega eitt þeirra. Ég og konan erum hins vegar búin að koma okkur vel fyrir í Árbænum og við vorum því búin að ákveða að vera þar áfram. Því kom í raun og veru aldrei til greina að fara til Vestmannaeyja núna. Maður veit samt aldrei hvað gerist í framtíðinni,“ segir Atli. Stjörnumenn voru spútniklið síðasta sumars í Pepsi-deild- inni og Atli er vongóður um að liðið geti haldið áfram á sömu braut næsta sumar. Atli viðurkenndi jafnframt að þjálfarinn Bjarni Jóhannsson hefði haft mikið að segja með ákvörðun hans að ganga í Stjörnuna. „Ef menn ná að halda leikmannahópnum saman og bæta aðeins við hann eru jákvæðir tímar fram undan í Garðabænum, það er ég viss um. Ég heillaðist af spilamennsku liðsins í sumar og Bjarni vildi líka ólmur fá mig til liðsins. Það hafði óneitanlega mikið að segja,“ sagði Atli að lokum. ATLI JÓHANNSSON: GEKK Í GÆR Í RAÐIR STJÖRNUNNAR OG SKRIFAÐI UNDIR TVEGGJA ÁRA SAMNING Það eru jákvæðir tímar fram undan í Garðabæ FÓTBOLTI Ljóst er að reynslu- boltinn Ingvar Þór Ólason mun ekki leika með Fram næsta sumar. Samnningur Ingvars Þórs við Fram átti að renna út um áramótin en félagið hefur til- kynnt að það muni ekki bjóða honum nýjan samning. „Ég var bara að heyra af þessu í dag [í gær] og verð nú að segja að þetta kom mér dálítið í opna skjöldu. Það kom mér á óvart að Fram hafi ekki viljað kreista eitt ár í viðbót út úr manni. Það hljóta annars að vera einhverjar góðar ástæður fyrir þessu og þetta var ekki gert í neinum leiðindum. Það er hins vegar ljóst að það er mikil reynsla farin með mér Auðuni Helgasyni og Paul McShane,“ segir hinn 37 ára gamli Ingvar Þór. Miðjumaðurinn baráttuglaði hefur leikið með Fram síðasta áratuginn eða svo og var til að mynda valinn besti leikmaður liðsins í lokahófi félagsins í lok sumars. „Þetta er spurn- ing hvort maður leggi skóna á hilluna eða leiti á önnur mið,“ segir Ingvar Þór og viðurkennir að nokk- ur lið séu búin að hafa samband. - óþ Fram ákvað að semja ekki við Ingvar Þór Ólason: Kom mér á óvart INGVAR ÞÓR Er óviss hvort hann hætti eða finni sér nýtt lið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VÍNLANDSLEIÐ 6 - S: 533 3109 ECCO GOLFSKÓR Á FRÁBÆRU VERÐI Úr sumarlínunni 2009 - Tilvalin jólagjöf 30% afsláttur af öllum golfskóm OPIÐ MÁN.-FÖS. 11 - 18 · LAU. 11 - 16 · SUN. 12 - 16 Ecco Casual Cool E-38543 55613 Kvennskór Verð með afslætti: 10.495kr.- Ecco Casual Pitch E-38883 53582 Kvennskór Verð með afslætti: 13.296kr.- Ecco Casual Cool II E-39404 53582 Herraskór Verð með afslætti: 11.196kr.- Iceland Express-deild karla KR - Grindavík 84-82 Stig KR: Stig KR: Semaj Inge 21, Fannar Ólafsson 17, Tommy Johnson 13, Brynjar Þór Björnsson 11, Finnur Atli Magnússon 10, Jón Orri Kristjánsson 5, Ólafur Már Ægisson 5, Skarphéðinn Ingason 2. Stig Grindavíkur: Brenton Birmingham 21, Þor- leifur Ólafsson 20, Páll Axel Vilbergsson 15, Ómar Sævarsson 12, Arnar Freyr Jónsson 7, Ármann Vilbergsson 3, Ólafur Ólafsson 2. Hamar - Tindastóll 80-68 Stig Hamars: Marvin Valdimarsson 25, Andre Dabney 16, Svavar Pálsson 9, Viðar Hafsteinsson 9, Páll Helgason 9, Oddur Ólafsson 8, Ragnar Nathanaelsson 4. Stig Tindastóls: Svavar Birgisson 17, Friðrik Hreinsson 15, Michael Giovacchini 12, Helgi Rafn Viggósson 9, Axel Kárason 6, Amani Bin Daanish 6, Hreinn Birgisson 3. Keflavík - Snæfell 90-76 STAÐAN Njarðvík 4 4 0 343-282 8 Stjarnan 4 4 0 349-291 8 KR 4 4 0 378-325 8 Keflavík 4 3 1 355-286 6 Snæfell 4 2 2 328-292 4 Grindavík 4 2 2 334-307 4 ÍR 4 2 2 345-323 4 Hamar 4 2 2 318-327 4 Breiðablik 4 1 3 316-351 2 Tindastóll 4 0 4 320-397 0 Fjölnir 4 0 4 270-349 0 FSu 4 0 4 274-400 0 ÚRSLIT FÓTBOLTI Boltinn heldur áfram að rúlla í ensku úrvalsdeildinni en alls fara níu leikir í deildinni fram í dag. Stórleikur dagsins er viður- eign erkifjendanna í norðurhluta Lundúna er Arsenal tekur á móti Tottenham. Harry Redknapp tók við Totten- ham á síðasta tímabili og náði að koma liðinu úr botnsæti deildar- innar upp í miðja deild þegar tíma- bilinu lauk. Hans fyrsti leikur með félaginu var einmitt gegn Arsen- al á útivelli en þeim lauk með 4-4 jafntefli. „Mér finnst að við séum að nálg- ast þá,“ sagði Redknapp. „Arsen- al spilar glæsilega knattspyrnu en það gerum við líka. Okkar leik- mannahópur er nægilega sterkur til að standast hvaða liði sem er snúning. Við stefnum því óhikað að því að vinna leikinn.“ Tottenham hefur reyndar ekki unnið Arsenal í deildarleik und- anfarin tíu ár en það gæti breyst í dag. Liðin eru bæði með nítján stig í 3.-4. sæti deildarinnar en Arsenal á að vísu leik til góða. Sjö leikir hefjast klukkan 15 í dag. Chelsea mætir til að mynda Bolton og Liverpool fer í heimsókn til Fulham. Lokaleikur dagsins verður svo viðureign Manchester United og Blackburn. - esá Níu leikir á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag: Tíu ára bið Tottenham loksins á enda komin? ERKIFJENDUR Jermain Jenas og Nicklas Bendtner í baráttunni. NORDIC PHOTOS/GETTY KÖRFUBOLTI Baráttuglaðir KR-ingar unnu flottan sigur á heillum horfnu liði Grindavíkur í Vesturbænum í gær. KR leiddi nánast allan leik- inn og vann með tveimur stigum, 84-82. KR búið að vinna alla fjóra leiki sínaí deildinni en Grindavík tapað tveimur af fyrstu fjórum. Grindvíkingar mættu til leiks án Bandaríkjamanns en þeir sendu Bin Daanish til Sauðarkróks á dög- unum. Þetta var fyrsta heimsókn þeirra í Vesturbæinn síðan þeir töpuðu á dramatískan hátt í úrslit- unum í fyrra. KR-liðið mætti gríðarlega ákveð- ið til leiks. Spilaði sterka vörn og var grimmt í fráköstunum á báðum endum vallarins. Þeir tóku frum- kvæðið snemma og leiddu nánast allan fyrri hálfleik. Tommy John- son var heitur framan af en síðan tók Semaj Inge við keflinu en hann gladdi áhorfendur með glæsileg- um troðslum og fallegum körfum. Ungu strákarnir Jón Orri Kristj- ánsson og Finnur Atli Magnússon áttu líka góða innkomu. KR leiddi með fimm stigum eftir fyrsta leikhluta, 28-23, og þeir bættu við það forskot fyrir hlé en þá var staðan 56-48. Grind- víkingar í nokkrum vandræðum með sinn leik en þeir Þorleifur Ólafsson og Brenton Birmingham drógu vagninn fyrir þá. Páll Axel var ekki að finna sig eins og svo oft áður í DHL-höllinni. Það var engu líkara en KR- ingar hefðu drukkið eitthvað veru- lega vont í leikhléi því það var allt annað KR-lið á vellinum í síðari hálfleik. Boltinn hætti að flæða hjá þeim í sókninni og einstakl- ingsframtakið tók við. Var engu líkara en leikmenn yrðu hræddir. Sem betur fer fyrir þá var Grinda- vík ekki að hitta sérstaklega vel en þó betur en KR því forskotið hélt áfram að minnka. Munurinn sex stig, 68-62, þegar einn leikhluti var eftir. Svipaður munur var á liðunum í lokaleik- hlutanum sem var illa leikinn af beggja hálfu. Hver klaufamistökin á fætur öðru litu ljós og leikmenn virtust ekki höndla spennuna. KR hleypti Grindavík þó aldrei upp að sér, sýndi karakter þegar á þurfti að halda og landaði frábærum og sanngjörnum sigri. „Við erum fyrst og fremst ánægðir með að hafa unnið og haldið heimavellinum ósigruð- um,“ sagði baráttujaxlinn, Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, eftir leik en hann átti magnaðan dag. Spilaði vel og reif félaga sína áfram. „Liðið er enn að slípast og við duttum svolítið niður í síðari hálf- leik þegar við hefðum átt að gefa í. Það kann aldrei góðri lukku að stýra að reyna að verja forskot en við kláruðum þetta og sýndum mikinn styrk fannst mér.“ - hbg / - rog Meistararnir bitu frá sér Íslandsmeistarar KR sendu sterk skilaboð frá sér í gær er liðið lagði meistara- kandidata Grindavíkur í Vesturbænum. KR var sterkari aðilinn allan leikinn. SKILINN EFTIR Semaj Inge fer hér framhjá Arnari Frey Jónssyni í leiknum í gær. FRÉTTABLÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.