Ljósberinn - 01.07.1942, Blaðsíða 21
L J ó S B E R I N N
105
feikna stóra járnhjól, er var þar í grincl-
ar-súlum á þakinu.
Andrés varð alveg frá sér numinn þeg-
ar hann sá þessa einkennilegu byggingu.
Hann vissi, án þess að nokkur segði hon-
um það, að þarna var niðurgangan nið-
ur í hið leyndarclómsfulla djúp. Hér 'var
Það, að fjöldi manna frá landi ljóss og
svalandi vindblæs voru látnir síga niður
í námuna, þar sem eini vindurinn, sem
bserðist, var tilbúinn blástur. Og svarta
gjáin, sem húsgímaldið faldi, átti einnig
að gleypa hann bráðlega.
»Eg hefi tekið ákvörðun mína«, sagði
hanir við sjálfan sig, eins og til að stappa
‘ sig stálinu, »ég ætla að verða námumað-
ur, og hlakka til þess«.
Forvitni hans sigraði bráðlega hinar
kvíðafullu tilfinningar, sem gripið hofðu
bann við að skoða þessar háreistu liygg-
'ugar, og hann gekk nær.
Hvílík ósköp af alls konar hyggingum,
stórum og smáum. Sökum hinna mörgu
reykháfa leit þetta út eins og stærðár-
verksmiðja, en byggingarnar voru svo
sérkennilegar og líktust ekki neinu, sem
bann hafði áður séð. Með þessum mörgu
Jérnbrautarteintun virtist plássið ekki
ósvipað járnbrautarstöð, en á brautartein-
uniun var ekki annað en tilbreytingar-
'uus og endalaus röð af biksvörtum kola-
vognum. Nú uppgötvaði hann, hvaðan
bessi undarlegu og ömurlegu hljóð komu,
sem hann hafði heýrt kveldið áður. Þau
bomu úr háunn ferstrendum turni, og svo
''eglulega, eins og þau væru hnitmiðuð við
sekúndur eða mínútur, þessi djúpu, þungu,
sfynjandi andardráttarhljóð.
Flokkur af námumönnum kom í sama
b'li út úr stóra húsinu, sem hann hafði
bvrst séð. Þeir voru svartir sem negrar,
bvítan ein í augunum var ekki svört.
bjmgt og þreytulega lötruðu þeir leiðar
S'nnar án 'þess að taka. eftir honum. Hann
borfði á eftir þeim í djúpum hugsunum,
()g þegar hann svo sneri sér í aðra átt,
sá hann verkamann nokkurn koma labb-
andi til sín. Ilann var ólíkur öllum hin-
um í því, að hann var nýþveginn og
þokkalegur klæddur, og var með stutta
reykjarpípu í munninum. Hann var með
vinstri handlegginn í fatla, og í því var
skýringin á því að hann hélt nú sunnu-
dag. Rétt í því að hann ætlaði að ganga
fram hjá Andrési,' varð honum litið til
hans, og hann tók pípuna út úr sér og
sagði:
»Nú, þetta er ef til vill í fyrsta skifti,
sem þú sérð þessu líkt«.
Þessu gat Andrés ekki neitað, en hann
var dálítið drjugur þegar hann sagði hon-
um, að hann ætti heima í námubænum
og ætlaði að stunda þar atvinnu.
».Sjáum þann litla«, mælti verkainaður-
inn, »þú býrð hjá Clement andbýling mín-
um og þú ætlar að taka þinn þátt í þess-
um atvimturekstri. Ég heiti Lúðvík Tors-
in og er flokksstjóri hér. Nú skal ég sýna
þér eitt og annað af þessu öllu. Eg hefi
ekki mikið að gera næstu viku vegna þessa
arna«, bætti hann við, og benti með píp-
unni á reifaðan handlegginn.
Drengurinn spurði hann um hið und-
arlega hljóð.
»Það eru hinar voldugu dælivélar, sem
dæla vatninu upp úr námunni og blása
niður í hana lofti, annars væri þar alger-
lega ólíft«. •
Þeir lögðu nú leiti sína að húsi, sem var
við hliðina á hinni fnæsandi ófreskju, og
þetta var hyrjunin á hinni tilkomumestu
skemmtigöngu, sein Andrés hafði nokk-
urn tíma farið á æfi sinni.
Þeir komu inn í voldugt vélarhús, og
leit þar þannig út, eins og kolaryk væri
óþekkt fyrirbrigði í veröldinni. Allt var
hreint og fágað, og það ljómaði af loga-
gylltu látúni og glampandi stáli, og þar
var girnilegt að spegla sig í steinungs-
gólfinu. Ilávaðinn af bullustönginní
heyrðist óglöggt hingað inn, og hinar
voldugu véla-stengur hreyfðust nærri
hljóðlaust, eins og með hóglátu andvarpi,
upp og niður, fram og aftur. Hljóðlaust