Ljósberinn - 01.07.1942, Blaðsíða 12
96
i
}
LJÖSBERINN
af færðí frúiil hennl eítthvað tíl að gleðja
húná, — heldttr fyfir þá innílegu hlýjtn
Séhi hön fanil að stafáði áf hénni. Htínni
datt stundum í hug: »Hún gætí ekki vér-
ið betri við mig, þó að hún væri mamma
mín, hún nafna«, — en frúin hafði stung-
ið upp á því, að Dídí kallaði hana >>nöfnu.<
því að hún hét Sigríður, eins og Dídí.
Pá var það eitt kvöld, þegar Jón, i'aðir
Dídí, kemur heim frá vinnu, að fyrir hon-
urn liggja skilaboð frá Halldóri Guð-
mundssyni skipstjóra á Bakkastíg um að
skreppa vestur eftir tíl viðtals um kvöld-
Íð, ef liann hefði ekki öðru að siiina,
Jón vissi fyrst ekki hvaðan á sig stóð
veðrið. Hann þekkti engan Halidór skip-
stjóra og honum hafði aldrei til hugar
komið að ráða sig á togara. Hann var
hreinræktaður landkrabbi, þó að hann
væri Reykvíkingur í húð og hár. 1 eilt
einasta sinn hafði hann komið út á sjó
á æfinni. Hann hafði þurft að skreppa
upp á Akranes og farið með flóabátnum.
Og hann hafði þá heitið því hátt og í
hljóði, að hann skyldi aldrei stíga fæti á
skipsfjöl oftar, — hann hafði orðið svona
herfilega sjóveikur.
Hann var að velta þessu fyrir sér, með-
an hann var að bjástra við að kveikja
upp í ofninum. En allt í einu var sem
eldingu slæi niður í kollinn á honum.
»Nú — þetta er auðvitað skipstjórinn,
maður frúarinnar, sem allt af er að heim-
sækja hana Dídí«, — sagði Jón við sjálf-
an sig og upphátt, — — honum fannst
hann verða máttlaus í hnjáliðunum. Hann
vissi, hvað þau vildu honum, þessi ríku
hjón, — þau vildu taka Dídí frá honum!
En það skyldi aldrei verða. Dídí var barn-
ið hans. Og nú var hann einmitt búinn
að hugsa það alveg út í æsar, hvernig
hann ætlaði að taka á móti henni, þegar
hún kæmi heim af spítalanum, elsku, litla
stúlkan hans, sem hann hafði vanrækt
alla tíð. Nú ætlaði hann að reyna að bæta
fyrir það, — hann ætlaði að vera góður
við Dídí, hann átti dálitla — ja, allveru-
lega upphæð í bankanum, og Dídí skyldi
ekkert skorta. Hailrt ætlaði að lofa henni
að kosta tiheins og hértní sýndlst, tll þess
að gera heimilið þeirra vistlegt; — og hann
hlakkaði til þess eins og drengur, þegat
allt væri komið í lag hjá þeim: hvað
þeim skyldi líða vel saman, honum og
elsku litlu stúlkunni hans.
Þegar hann var búinn að fá sér bita.
rakaði hann sig og þvoði kirfilega og fór
í sparifötin. Jón var gjörvilegur maður og
ásjálegur, þegar hann var uppábúinn, -
það var þá helzt að, að hann var háll'
vandræðalegur í Sparifötunum, vegna þes^
hve sjaldan hann fór í þau.
Hugurínn fumaði ekki nema eina hugs
un: »Þau ætla að taka hana Dídí fíá- mér,
þessi ríku hjón« — og þessi setning hljóm-
aði fyrir eyrum hans látlaust, — þangað
til hann kom út á götuna, út í frostið og
kuldann. Þá var eins og hann áttaði sig
og nýjum spurningum skaut upp í huga
hans: »En hvað segir Dídí? Myndi henni
ekki líða margfáít betur hjá þessum ríku
lijónum, heldur en að þurfa að kúldrast
í kjallaranum hjá mér? Er það ekki ilh*
gert við hana, að aftra því að hún geL
fengið gott uppeldi og menntun, í alH
nægtum hjá góðu fólki?«,Þv-í að Jón þóti
ist viss um það, að frú Sigríður væri stórf
brotin gæðakona. Dídí hafði rnikið talad
um hana, og' einu sinni hafði Jón rekist
á hana hjá Dídí, þegar hann kom í heim-
sókn á spítalann, og honum hafði litist
mæta vel á konuna.
Hann átti í baráttu á leiðinni vestur á
Bakkastíg. En þegar hann kom að hús-
inu, þar sem skipstjórinn átti heima, vár
hann búinn að taka ákvörðun um það,
hvernig hann ætlaði að svará hjónunum,
— þ. e. a. s. ef þetta væri nú rétl tilgáta,
að þau viklu taka Dídí. Hann ætlaði acf
vera alveg hlutlaus, og lofa Dídí sjálfvi
að ráða fram úr þessu! Eí hún vildi fara
til hjónanna, ætlaði hann að gefa það eft-
ir, það var sárt, en hann langaði til