Ljósberinn - 01.07.1942, Blaðsíða 26
110
L JÖSBERINN
Stígur fengið svalað löngun sinni«, sagði
Júlía frænka, »svo getur þú, Páll, komið
þangað með EIsu. Hún kynni líka, að láta
svo lítið sem að bcrða eina köku«.
»Bara að það verði þá nokkur efti'r«,
tautaði blíða »systirin«, og svo fóru þau
hvert í sína áttina og mættust aftur
klukkustund síðar og settust við skemmti-'
legt borð undir stórum trjám í sólbjört-
um garðinum, þar sem kyrrð og friður
morgunsins ríkti enn í fullum mæli.
Elsa athugaði nákvæmlega hverja mann-
eskju, sem fram hjá gekk, en þó einkan-
lega smábörnin, því að hún hafði yndi af
börnum. Og hún tók mjög vel eftir bún-
ingi Kaupmannahafnarkvennanna. »Dóra!«
sagði hún einu sinni með munninn troð-
fullan af köku, »nei, hefirðu séð annan
eins hatt á ævi þinni?«
»Þú mátt ekki tala svona hátt um ókunn-
ugt fólk, Stígur«, sagði Júlía frænka í að-
vörunartón. »Konan sneri sér alveg við;
þetta þykir ekki sæmilegt, skal ég segja
þér«. Og hinn raunverulegi Stígur steig svo
fast cfan á tærnar á systur sinni, ao
henni 3á við að hljóða upp.
»Þú skalt ekki taka þér það nærri, Stíg-
ur, þó að mamma finni að við þig«, sagði
Dóra, sem sá að »frændi« hennar varð eldj
rauður í framan — en það var mest af
gremju yfir fótasparki Stígs. »Mamma
jfann líka oft að við okkur, þegar við vor-
um minni. En hatturinn var líka hræði-
3egur«.
»0, þið þurfið þess nú sannarlega með
enn þá«, sagði Júlía frænka mjög náðar-
samlega og brosti við, »og bróðurbörn mín,
Stígur og Elsa, eru mér svo nærkomin,
að ég leyfi mér að hafa eftirlit með þeim
líka«.--------
»PáIl«, hvíslaði Stígur að frænda sín-
um, »nú finnst mér ekkerfc gaman að vera
hérna lengur, getum við ekki gengið dá-
lítið?«
Júlía frænka heyrði hvísl hans og leit
á úrið sitt. »Já, það er víst bezt, að við
höldum heim á leið núna«, sagði hún;
pabbi ykkar nefndi engan ákveðinn tíma;
en þau geta komið um þrjúdeytið, og þá
verðum við að vera heima öll saman«.
Þau stigu á sporvagn rétt fyrir utan .
garðinn, og frúnni og Dóru til miikillar
undrunar tróð »Stígur« — þ. e. a. s. Elsa
— sér inn í vagninn með þeim.
■»Ætlar þíi líka inn í vagninn?« spurði
Júlía frænka hissa. »Elsa og Páll hanga
alilt af utan í«. Stígur sendi systur sinni
óblítt augnaráð, og Elsa flýtti sér að segja:
»Eg- hélt, að það væri ekki rúm fyrir
fleiri utan á«. Síðan fór hún út til hinna
beggja.
»Fífl!« hvíslaði Stígur, þegar hún kom
úfc aftur, »er nú ekki bráðum nóg komið
af öllum 'þínum axarsköftum!«
»Ef þú verður ekki skikkanlegur, þá segi
ég allt saman«,, hvíislaði Elsa aftur hvat-
víslega.
Stígur leit á hana með þögulli fyrirlitn-
ingu og sneri sér svo að Páli, en: hann var
glaðvær og góðlyndur að vanda, og eyddi
fljótt þeim urgi, er hann grunaði að væri
á milli systkinanna, og þegar heim kom,
var allt í sátt og samlyndi og bezta lagi.
Undir eins og' þau voru komin úr yfir-
höfnunum, stilltu tvíburarnir sér upp úti
við gluggann og stóðu þar, þangað til þau
heyrðu í bifreiðinni, sem pabbi jjeirra og
Margrét komu með.
Hann hafði ekki fyrr numið staðar, en
þau. bæði þutu út um dyrnar og ofan stig-
ann.
Bang læknir virti þau bæði vel fyrir sér,
eihkanlega Stíg, og brosti glettnislega.
»Jæja,, börnin góð«, sagði hann, er hann
gekk upp stigann og hélt utan uin herð-
arnar á þeim báðum. »Hvernig líður svo
herra Elsu og ungfrú Stíg?«
Báðir syndaselirnir námu staðar, Elsa
hló, erí Stígur leit framan í hann, dauð-
skelkaður.
»Þú þarft ekki að leika þetta lengur,
Stígur«, sagði' Elsa. »Pabbi veit allt sam-
an. Hann uppgötvaði mig hjá Ström«.
Stígur var orðlaus. Margrét hló.
jt