Ljósberinn - 01.07.1942, Blaðsíða 16

Ljósberinn - 01.07.1942, Blaðsíða 16
100 LJOSBERINN »Og hvað ætlar þú að gera þangað, vin- ur minn?« spurði herramaðurinn. »Eg get vonandi fengið þar húsaskjól í nótt«, svaraði Andrés, »og get svo hald- ið ferð minni áfram á morgun«. »Reiddu þig ekki of mikið á það, þú ert víst of illa útleikinn eftir meðferðina, sem þessir þorparar hafa haft á þér, en þú ert duglegur snáði. Komdu inn í vagninn, svo að við getum tekið þig' með til Amiens, við erum ekki nema örfáar míiiútur þang- að, og ekki óhugsandi að við getum lagt þig þar inn á sjúkrahús«. Á meðan herramaðurinn var að tala vió Andrés, hafði litla stúlkan nóg að gera með að skoða Lappa. »En hundurinn, pabbi, hvað eigum við að gera við hann?« »Hundurinn? Hann getur setið hjá bif- reiðarstjóranum«. Andrési var nú hjálpað inn í bifreiðina, en Lappi beið ekki eftir því að honurn væri boðið inn. Án þess að hirða neitt um að biðja um leyfi hentist hann í einu stökki inn i bifreiðina og lagðist við fæt- ur húsbóiida síns. Það var reynt að, konui honum brott, en hann var hinn erfiðasti og gerði sig líklégan til að bíta. Það var bersýnilegt, að hann taldi það skyldu sína að víkja ekki þversfótar frá húsbónda sínum. Litla stúlkán, -sem Andrés heyrðí að hét Marta, tók nú af skarið og mælti: ,»Lofið honum að vera hér, pabbi, þetta er tryggur hundur og ég vil endilega hafa bann hjá mér«. Faðir hennar lét þetta eftir henni, og bauð bifreiðarstjóranum að aka. Vagninn lók að titra þegar vélin fór að þruma og skarka, cn á næsta augnabliki varð þetta að notalegu suði. Nú tóku hjólin að snú- ast. Skógartrén, sem höfðu verið vottar að illvirkinu, hrökluðust nú aftur á bak, og svo komu önnur, gild og mjó, en öll þutu þau fram hjá í bjarmanuin frá Ijós- unum, en bifreiðin iiraðaði sér á fullri ferð út úr náttdimmum skóginum. Útlit Andrésar og hin djarfniannlega framkoma hans hafði góð áhrif á þessa heiðursmenn, og þeir tóku að spyrja hann nánar, þegar búið var að koma sér þægi- lega fyrir í vagninum. »Þú kernur frá Parfs, hvert er svo för- inni heitið?« Andrés sagði nú frá dauða föður síns, og að förinni væri heitið til bæjarins Vandhelles í námuhéraði Norður-Frakk- lands. Þegar hann nefndi Vandhelles, litu þess- ir tveir höfðingjar undrandi hvor á ann- an. Þeir ætluðu einmitt sjálfir til Vand- helles, þar sem annar þeirra, faðir Mörtu, var framkvæmdarstjóri fyrir námunum, og hinn, Fabert, yfirverkfræðingur í sörnu deildinni, þar sem þau unnu Charles Clc- ment og dóttir hans. Það var ekki hægt að hugsa sér heppilegri tilviljun fyrir Andrés. Nú var ekki frekaf rætt um sjúkrahús- ið í Amiens. Nú átti Andrés- að aka beina leið til Vandhelles, og það var gleðileg tilhugsun fyrir veslings barnið, að hann gæti lcomið nokkrum dögurn fyrr á á- kvörðunarstað, en hann hafði gert ráð fyr- ir. Það var einhver munur á því að þjóta af stað í stærðar bifreið, eins og auðkýf- ingur, eða lötra fótgangandi eftir þjóð- veginum. Hann þakkaði velgerðamönn- nm sínum innilega, og bætti svo við: »Það liggur við að mér þyki vænt um að ræningjarnir misþyrmdu mér; annars hefði ég elclci þorað að stöðva yður, held- ur reynl að komast áfram, jafnvel með beiningum«. Herrarnir hlógu og Fabert mælti: »Það er ágætt, að þú getur lagt allt út á bezta .veg, það mun verða þér til stuðn- ings og framdráttar, þegar móti blæs«. Samræðurnar urðu nú f jörugar, og meira að segja Marta litla tók þátt í þeim. Börn hafa sérstaka hæfileika til þess að lcynn- ast hvort öðru fljótt og vel, og brátt urðu þau, Marta og Andrés, perluvinir. Og Lappi sjálfur varð brátt hinn mesti vin- ur ferðafélaganna, og margs konar sæl- gæti, sem honum var gefið af nestinu,

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.