Ljósberinn - 01.07.1942, Blaðsíða 9

Ljósberinn - 01.07.1942, Blaðsíða 9
ljösberinn 93 stíilkunni í rúminu frarn við dyrjian'. Þegar fært þótti, var rúmið hennar flutt út að glugga og sett jafnhliða rúmi Dídí, — aðeins »náttborðkk á milli rúmanna. Hún hét Jóhanna þessi Jitia stúlka og Var dóttir prestshjóna norður í landi. Hún Var lítlðeitt eldri eh Dídí, en álíka þroslc- uð, þó að luín væri miklu betur að sér um marga hluti en Dídí. Hún hafði ver- ið mikið veik og þjáðist enn, fékk ^.valaköst, sem munu hafa verið ákaflega erfið, því að hún gat ekki varist hljóð- um. Það var eitthvað að hryggnum á henni °g hún lá »í gipsi* og varð að liggja á bakinu, eins og Dídí, og hafa lítið um sig. Hún var búin að liggja í meira en heilt ár, þarna á spítalanum, og þegar hún var að spyrja læknirinn, hvort sér myndi uú elcki batna bráðum, eða hvað hann héldi að húu þyrfti að liggjh lengi, þ;i svaraði hann henni venjulega því einu aö klappa á kollinn á henni og segja: »Vertu ekki að hugsa um það, Nanna litla! Við gerum þaðsem við getum. Vertu hara róleg!« Svona var nú ástandið hjá Nönnu, vesal- iugnum. það reyndist þeim báðum til mikillar skemmtunar, að komast þannig >í nábýli«. úlg ekki voru þær lengi að kynnast, litlu stúlkurnar. Pær höfðu strax svo margt að segja hvor annari, að það mátti heita að þær þögnuðu aldrei, frá morgni til kvölds. Strax fyrsta daginn var nú samt íarið að amast við »þessu sífellda masi t ótætis slelpunum«. Pað var kerlingar- f’rota í rúminu út við gluggann, hinu 'úegin í stofunni. Hún þjáðist meira af geðvonsku en Itvillanum, sem hún var að teita lækninga við, hún hafði verið s^orin upp vegna hotnlangabólgu, og var oi’ðin alveg frísk, en aðeins beðið eftir því að skurðurinn greri, svo að hægt væri að losna við hana af spítalanum, þar sem ’uín var öllum til leiðinda, sem nærri -ifcnni lcomu. Kn litlu stúlkurnar tóku þessu vel, þær »skrúfuðu bara ofurlftið uiður í hátalar- anum< það er að segja, þær vöndu sig á að tala lægra, svona yfirleitt, þó að út af brygði ef til vill öðru hvoru. Einkum hafði Nanna frá mörgu að segja, sem Dídí hafði gaman af að heyra. Nanna þjáðist af heimþrá. ög henni var svo ótrúlega mikil fróun í því, að ryfja upp og segja frá ýmsu úr heimahögum sínum. Dídí hafði aldrei komið í sveit. svo að þetta var bæði nýstárlegt og skemmtilegt. Það heföi nú verið gaman, að segja frá ýmsu, sem á göma bar hjá þeim Dídí og Nönnu, en það er allt óviðkomandi þess- ari sögu, nema eitt atriði: Fyrsta daginn, sem þær töluðust við, sagði Nanna, eftir að nokkurt. hlé hafði verið á samræðun- um: »£g sá, að hann pabbi þinn færði þér Nýja-testamenti, eða var það ekki?« »Jú, -- þú sagðir mér þarna um morg- uninn, að það væri indælasta bókin, sem til væri, svo að ég bað pabba að gefa mér það. ög hann gerði það strax - og svona voða fínl líttu á!« Og Dídí tók Nýja- testamentið sitt hróðug upp úr náttborðs- skúffunni sinni og rétti Nönnu. >Hefirðu aldrei lesið neitt í Nýja-testa- mentinu áður?« >N-ei. Það getur þó \erið, því að hun amma mín átti gamla biblíu með stóru letri og hún kenndi mér að lesa í henni. En ég skildi aldrei neitt af því, sem ég las þá. Og svo dó hún amma og ég veit ekkert, hvað varð um gömlu biblíuna með stóra letrinu*. »Pað gerir hvorki til né frá alll sam- an. En mér þykir svo vænt um. að það skyldi einmitt vera Nýja-testamenti, sem þú baðst hann pabba þinn um fyrst, eftir að þú meiddir þig, því að ég er viss um, að þá hefði.hann gefið þér, bvað sem þú hefðir beðið bann um«. »Eini Pétur! ertu alveg frá þér!< »Ég er alveg viss um það. En nú skal ég segja þér dálítið. Ég er alveg viss um það, að mér batnar aldrei, — það er langt

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.