Ljósberinn - 01.07.1942, Blaðsíða 6
LJÖSBERINN
ÍH)
fór svo vel um mig á »fyrsta plássi« og
það var svo margt að sjá, því að við fór-
um inn á hverja vík og hvern fjörð á leiö-
inni, að Loðmundarfirði undanskildum,
og stundum var jafnvel farið til baka
aftur. Hann var stundum ekki alveg alls-
gáður skipstjórinn, og gléynídi þá kannske
einhverri víkinni, þar sem hann hafði átl
að skila vöruslatta. Og það var þá ekki-
jneiri asi á honum en það, þegar hann
rankaði við sér, að hann sneri dallinum
við og fór til haka aftur, vörurnar urðu
að komast á sinn stað. ()g á sunuim höfn-
unum átti hann kunningja, og fór þá ým-
isl í land sjálfur til að heimsækja þá, eða
bauð þeim um horð og' gerði þeim veizl-
rir. Var þá ekkert um það hugsað, hvað
leið afgreiðslu skipsins. Það tók ef til vil!
ekki neina einn eða tvo klukkutíma að
losa vörurnar, en um hrottför skipsins
var það látið ráða, hvað skipstjóra var vel
fagnað í landi, eða hve lengi veizlur hans
stóðu um borð í »Mjölni«. Mér líkaði þetta
vel, eins og áður segir, og mér lá ekkert
á. fig var námfús á þeim árum og ég lærði
mikið í landafræði á þessu ferðalagi. Það
er hæði nauðsynlegi ög gaman að þekkja.
landið sitt sem bezt, og auðvitað er fróð-
legra að kynnast því »á landi« en »af sjó«.
Þó er það síðara ákaflega fróðlegt Jíka,
og ég kynntist í þessu ferðalagi allvel
ströndinni allri frá Seyðisfirði til E.yja-
fjarðar, og eitthvað var nýstárlegt og fróð-
legt að sjá á hverjum stað. Mig hefði lang-
að til að segja ykkur frá því öllu sam-
an, en það er ekki rúm fyrir svo langt
mál í Ljósberanum, svo að ég verð að
halda aftur af mér.
I þessari ferð var aðeins einn farþegi
auk mín. Það var Englendingur, ákaflega
feitur en fótalaus, — hann hafði misst
háða fæturna í umferðaslysi í Lundúnum.
Ilonum var eitthvað erfitt um andardrátt,
svo að hann vildi ekki sofa í sínurn klefa,
— hahn sagðist ekki »ná andanum« í
þrengslunum þar. — enda voru klefarnir
þröngir — og' lét búa um sig á bekk í
horðsalnum og svaf þar á nóttunni. Hann
gekk á tveimur tréstaurum, sem hahn
spennti við stúfana. með ólum upp um
læri og mitti sér. Á kvöldin, þegar hann
háttaði, var hann vanur að losa sig við
stautana og fleygja þeim með formæling-
um á horðið. Mér þótti þetta hálf óhugn-
anlegt og sjálfur var karlinn í alla staði
ótútlegur og leiðinlegur. Þó gat ég ekki
að mér gert að hlæja að honum stund-
um. Ilann var áþaflega geðillur, kenjótt-
ur og keipóttur, einkum á morgnana, áð-
ur en hann komst á fætur. Þernan, sem
gekk um heina í káetunni, átti þá ekki
upp á pallhorðið hjá honurn, því að hann
vildi láta hana snúast eins .og snældu í
kringum sig. Hún hafði auðvitað ijðru ao
sinna, og var éf til vill ekki við því bú-
in að anza honum allt af »alveg upp á
stundina« þegar hann hringdi á hana. Tók
hann þá stundum annan Jrvorn fótstaut-
inn á ‘borðinu, og veifaði vígalega yfir
höfði sér, þrumandi ókvæðisorðog skamm-
ir, með hvíldum þó, því að þegar hann
komst í þennan ofsa, náði hann ekki and-
anum og fórþá að stynja og mása. Stúllt-
an var ekkert lirædd við hann, á meðan
hann var í rúminu, því að þá var hann
ósjálfbjarga og »Öskaðlegur«, ef hún að-
eins kom ekki það nálægt að liann næði
til hennar ineð fótar-stautinn. En þegar
honum líkaði ekki eitthvað, sem hún hafði
l'ært honunj, og hann náði ekki til henn-
ar með stautmim, gerði hann sér hæ>gt uiu
hönd og fleygði stautnum á eftir henni.
Hún slapp allt af ómeidd út og tók þessu
öllu með jafnaðargeði og hlæjandi. T5n
þessi leikur var endurtekinn á hverjum
morgni og byrjaði venjulega með háð-
rifrildi út af því, að hann vildi láta þeni-
una hjálpa sér til að spenna á sig staut-
ana, en því neitaði hún allt al'. Var hann
þá vanur að grenja á mig eða skipa þern-
unni að sakja mig, ef ég væri uppi, lil
þess að hjálpa sér. Mér var hálf illa við
það, en gerði það þó, — og við mig vildi
karlinn vera góður. Ég hafði lært, ofur-