Ljósberinn - 01.07.1942, Blaðsíða 5
EJOSJBERINN
89
svo hlíðróma, þegar hann minntist á »dal-
*nn sinn«, — ég skyldi það betur síðar,
hvernig á því stóð: honum þótti svo inni-
lega vænt um þessa fögru sveit, þar sem
hann hafði lifað gleðirík hernsku-og æsku-
ar með ástríkum foreklrum og í stórum
hóp góðra og glaðværra systkina. Víst var
hugurinn þess vegna oft þar nyrðra og
bess vegna var klökkvi í röddinni, þeg-
ar hann var að segja mér sögur »úr daln-
utn«. Þetta var svipað um mömmu. Hún
undi sér aldrei á Seyðisfirði — það var
Eyjafjörður og Akureyri, sem allt af var
c'fst í hennar huga. v
Þegar húið var að taka þessa ákvörðun,
var ekki eftir neinu að bíða. Mamma fór
strax að undirbúa ferð mína, og var ekki
uð því að spyrja, að hún vildi gera mig
vel úr garði. Og það var ekki nóg með
bað, að hún ætlaði að láta mig vera vel
út búinn að fattiaði, sem raðað var vand-
^ega í vænt »koffort«, heldur leitaðlst hún
hka við, að fylla annað ílát alls konar
leiðbeiningum og heilræðum, — en það
Var sálarskjóðan eða minnið, sem átti að
Seyma það ferðanesti. Hún var alveg
'uiður sín, hún elsku mamma mín, út af
bvh að þurfa að sjá af mér eða sleppa
af mér hendinni, — henni þótti svo vænt
Um drenginn sinn, þó. að hann væri stund-
Um óþægur. En þegar hún sannfærðist um
bað, að ég væri raunverulega eitthvað las-
Utn, en þó ekki meira en það, að áliti vin-
ar okkar læknisins, að ég myndi hress-
ust, ef ég gæti notið sveitarvistar, þar
Sem ég fengi mikla mjólk að drekka og
v*ri í heilnæmara andrúmslofti, vildi
hun fyrir hvern mun gera þá tilraun, ef
'uér gæti orðið það til góðs.
Ekki þurfti lengi að bíða eftir fari norð-
Ur> því að þá voru samgöngur miklu betri
lyrir austur og norðurlandi en þær eru
Uú. Nolckrum dögum eftir að ferðalagið
Vílr ákveðið, kom »Mjölnir« gamli til Seyð-
lsUarðar, frá útlöndum, og skyldi fara til
Akureyrar. »Mjölnir« var gamall kláfur,
ferðlaust flutningaskip, með tveimur eða
A ku reyra rki rkja.
þremur farþegaklefum, — og var það kall-
að »fyrsta pláss« (þ. e. farrými). Skip-
stjórinn var gamall skrjóður, danskur, —
kunningi pabba, og bað pabbi hann »fyr-
ir mig«, — en þernuna hafði hann beðið
að »hafa auga á mér«, svo að ég færi méc
ekki að voða á leiðinnj.
Mér er ákaflega minnisstætt þetta ferða-
lag með »Mjölni«, það liggur við, að ég
sjái enn í huganum allt, sem gerðist á leið-
inni og gerðist þó ekkert merkilegt. En
»himininn var heiður og blár og hafið skín-
andi bjart«, alla leiðina norður í Eyja-
fjörð — glampandi sólskin á hverjum
degi, og mér var sjálfum sólskin í huga.
Ég varð sem »nýr maður« strax þeg'ar við
vorum að sigla út Seyðisfjörð, og á leið-
inni var ég yfirleitt hressari miklu og
sprækari, en ég hafði verið undanfarnar
vikur, og auðvitað var ég kátur yfir því.
Nú kann einhver að segja: »Pú hefir
þó ekki verið marga daga á leiðinni frá
Seyðisfirði til Akureyrar? Og engin furða,
þó að fáfróður taki þannig til orða, því að
þetta er ekki nema sólarhrings ferðalag
og tæplega það. En við vorum nú vik-
una að mjaka okkur norður á Mjölni
gamla, og mér þótti ekkert að því. Það