Ljósberinn - 01.12.1957, Page 19

Ljósberinn - 01.12.1957, Page 19
vexti, sögðu sólargeislarnir. En tréð varð ekkert glaðara. Það óx og óx. Sumar og vetur var það sígrænt og fólk, sem sá það sagði: En hvað þetta er fallegt tré. Um næstu jól var það fellt fyrst af öllum trján- um. Öxin skar sig alveg inn í merg trésins, og svo féll það með andvarpi til jarðar, og það raknaði ekki við fyrr en það var komið inn í húsagarð og heyrði einhvern segja: Já, þetta er fallegt, og við þurfum bara sig hið minnsta og var alveg utan við sig af hrifningu. Nú opnuðust dyrnar og hópur af börnum hljóp inn i salinn. Þau byrjuðu að dansa kringum tréð og gjafirnar, hver af ann- arri voru teknar úr greinum þess og gefnar börnunum. Hvað eru þau að gera? hugsaði tréð, og hvað ætli nú komi fyrir? Ljósin brunnu lægra og lægra og eftir þvi sem kertin minnk- uðu og Ijósin nálguðust grein- arnar flýttu stúlkurnar sér að slökkva þau, og svo fengu börn- LJ Ó SflER l-N N eitt. Nú komu þjónarnir í full- um einkennisbúningi og báru tréð inn i stóran skreyttan sal. Þar var grenitréð reist upp og sett í tunnu, sem fyllt var með sandi. En hvað tréð skalf. Hvað átti nú að fara að gera? Yng- ismeyjar og þjónar hjálpuðust að við að skreyta það, og efst á trjátoppinn var sett stór stjarna úr skínandi gullpappír. — 1 kvöld, sagði allt fólkið, 1 kvöld mun það ljóma. Ö, hugs- aði tréð. Þetta var meira kvöld- ið. Bara, að farið verði nú að kveikja á kertunum. Skyldu annars koma tré úr skóginum til þess að sjá mig? Nú var kveikt á kertunum.Hvílík birta, já hvilíkur ljómi. Greinar trés- ins titruðu af spenningi, svo að eitt af ljósunum kveikti í grein- um þess. Þetta var vissulega sárt og tréð sveið í sárið. Guð njálpi okkur, hrópuðu stúlk- urnar og flýttu sér að slökkva eldinn í greininni. Nú þorði tréð ekki einu sinni að hreyfa in að reita allt af trénu. Þau réðust á það, svo að brakaði í öllum greinum og hlupu i kring um það með fallegu leikföng- in, sem þau höfðu fengið. Svo fór að lokum, að enginn leit á tréð nema gamla barnfóstran, sem gægðist snöggvast inn á milli greinanna, en það var bara til að sjá hvort ekki væri þar enn falið epli eða gráfíkja. Sögu! segðu okkur sögu! hróp- úðu börnin og drógu lítinn, feitan mann að trénu. Hann settist við tréð og sagði: Nú er eins og við séum komin út í skóg, en ég segi ykkur bara eina sögu og hann sagði þeim söguna um Bomsara Boms, sem valt niður tröppurnar, en komst í hásætið og fékk prinsessuna. Nú svona er þá lífið í þessum heimi, hugsaði tréð. Á morgun heyri ég söguna aftur.' Og tréð stóð þ'ögult og hugsandi alla nóttina. Um morguninn gengu vinnumaður og vinnukona inn í stofuna. Nú byrjar fjörið aft- ur, hugsaði tréð. En þau tóku tréð og drógu það út úr stof- 155

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.