Ljósberinn


Ljósberinn - 19.12.1931, Qupperneq 6

Ljósberinn - 19.12.1931, Qupperneq 6
376 LJOSBERINN K.OTBÚAR1ÍIR 5AGA PRA L_APPLAfSOl ! ■t v;:\ »* ■■'.i fi "■ *,> ít i;' / Hann var jafnan kallaður »Lappa- garmur« frá því hann var barn. Lappa- kona fann hann í snjófönri, þar sem hann lá hágrátantdi við brjóst móður sinnar, örendrar. Konan miskunnaði sig yfir hann og Apú leið vel meðan henn- ar naut við. En hún dó þegar Apú var um það bil fjögra ára og með dauða, hennar hófst mæðusaga drengsins. Hann hraktist tjald úr tjaldi, fékk lítinn mat en því meiri barsmíð. Bezt leið hon- um þá, þegar hann var úti hjá hrein- dýrunum. Svo mátti heita, að þau væru einu vinirnir hans, og aldrei fór bet- ur um hann, en þegar hann sofn- aði út af hjá einhverjum hreindýrskálf- 5num, — og bar það þá oft við að kýrin s.eikti á víxl kálfinn sinn og Apú, það voru einu blíðuatlotin, sem Apú naut, — í stað móðurástar. En Apú eltist og varð bæði stór og sterkur. Fríður varð hann þó ekki, ■— ekki einu sinni í augum Lappanna. Og hjólbeinóttur var hann og gekk alltaf lotinn í herðíum. Það var eins og hann ætti alltaf von á að verða barínn. Hann var með klumbunef og augun voru lítil og skásett. En væri vel að gáð, mátti í litlu augun- um lesa, að á bak við bjó saklaus barns- sál, — enda var Apú barn í hjarta, þó aö hann væri orðinn fullþroska að lík- amsburðum.--------- Það er ekki rétt að segja að Apú ætti enga vini aðra en hreindýrin. Því að með honurn ólst upp Lappastúlka, fá- tæk og umkomulaus eins og hann, og ekki var hún álltin fríðari, en hún sá í gegnum óálitlegan ytri búnað Apús og vissi að hann var góður piltur, — og Apú þótti hún svo fögur, að hann líkti henni við guðsenglana. Það var þó ekki af því, að hann vissi ýkja mikið um Guð eða englana. Að vísu hafði það komið fyrir að hann hafðí slæðst með hinu fólkinu í kirkju, — og einstöku sinnum endranær hafði hann heyrt tal- að um jólabarnið, Jesús. En eina hug- myndin, sem hann hafði um Giuð, var eiginlega sú, að Guð sæti í hásæti, hátt uppi í himninum, með Jesús sér við hlið, og dæmdi mannfólkið, en engla- skarar stæðu umhverfis. — En um englana dreymdi hann oft, — og þeg- ar hann sá Alí í fyrsta sklfti, hugsaði

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.