Ljósberinn - 19.12.1931, Blaðsíða 10
380
LJÖSBERINN
svo að Brúnka horfði undrandi á hann
og- veik höfðinu við og leit á hann.
Hvað gekk að Jóni í dag? hefir hún
sjálfsag't hugsað; en hún, hesturinn, sem
hann hafði fengið að láni hjá nábúa sín-
um, stóð við heypokann sirin, sem hékk
um hausinn á honum og maulaði, eins
og' ekkert væri um að vera.
Og svo gerðist það — ævintýrið með
hana Ing-iríði. Auðugur Englendingur
kom yfir fjörðinn á skemtibátnum sín-
um. Englendingurinn og föruneyti hans
voru búnir að ferðast víosvegar um
U ndið og komu loks í sveitina hans Jóns.
Þar undu þeir sér vel og dvöldu þar um
tíma. Og svo hafði frúin, sem þeir köll-
uðu »Lady« (lafði) einu sinni komið í
kotið, þar sem Ingiríður átti heima. Þau
ætluðu víst að kaupa sér bláber. Frú
in varð hugfangin af Ingiríði, því að
hún var svo fríð og vel gefin, svo varð
sá endirinn á, að hin auðuga, enska frú
spurði Ingiriði, hvort hún vildi fara
með sér til Englands og verða þjónustu-
mær hjá sér. Hún átti að fá ágætt kaup.
Ingiríður og fátækir foreldrar hennar
urðu sem agndofa; en slíku og þvílíku
boði gátu þau ekki hafnað, og það fór
svo, að Ingiríður fór með ensku hjón-
unum.
Og nú liðu árin. Það hafði fyr á tím-
um verið hið mesta strit að hagnýta sér
jörðina; langaði Jón því oftar en einu
sinni til að ferðast og hverfa burt frá
þessu erfiða koti; en það var eitthvað,
sem hélt í hann og það band var svo
sterkt, að hann gat það eigi slitið; það
var ástin til kotsins og átthaganna.
»Römm er sú taug,
sem rekka dregur
föðurtúna til«.
Nei, hann fann svo innilega til þess,
að hann gæti aldrei tekið sig upp.
Bréf hafði hann fengið frá Ingiríði
öðru hvoru. Þau voru stutt, og hún tal-
aði ekki um annað en hve sér liði vel;
en samt mátti finna að sár heimþrá bjó
á bak við allt saman — þrá til föður-
landsins. Það var þá víst ekki svo ágætt
að vera ytra, þrátt fyrir allt. Sjálfur
hafði hann líka skrifað stöku sinnum;
en honum fundust þau bréf svo illa úr
garði gerð hjá sér, svo að Ingiríður
hefði ekki haft mikið gaman af þeim,
því að hann var bara að segja henni frá
búskapnum sínum og daglegu. lífi
manna í byggðinni, og þetta var allt svo
blátt áfram hjá honum. Jón hefði bara
átt að vita, hvað henni þótti vænt um
þau.
Aldrei minntust þau á neitt annað í
bréfum sínum en það, sem nú var sagt.
Jón gætti þess vandlega að láta aldrei
skína gegnum bréfin sín til hennar —
að hann — nú jæja, að hann væri ást-
fanginn af henni, þótt hann hefði enga
von.
Nú var annars langt um liðið frá því,
að hann hafði fengið bréf; en nú var
honum einmitt svo brýn þörf á dálítilli
uppörfun, því að búskapnum hans hafði
hrakað. Skuldirnar á kotinu uxu og
hann vissi engin ráð til að greiða bank-
anum á réttum gjalddaga. En það koma
dagar og þá koma ráð — við það hugg-
aði hann sig.
Það var allt þetta, sem Jón var að
velta fyrir sér, þar sem hann lá í sól-
skininu og hvíldi sig.
Hestarnir fóru að verða óþolinmóðir.
Hann leit á úrið sitt og sá, að komið var
að miðdegisverðartíma; sá hann þá, að
komið var að heimferðatíma. Iíann
spennti hestana frá plóginum og hélt
siðan heim. Vinnukonan kom þá út til
hans og sagði honum að fyrir honum