Ljósberinn


Ljósberinn - 19.12.1931, Síða 15

Ljósberinn - 19.12.1931, Síða 15
LJÖSBERINN 385 á jörðu« er jólaboðskapurinn, hvort sem er, og nær til okkar eins og' annara, svo að við verðum að reyna að snúa hug'an- um þannig', að við getum tekið á móti friðarboðskap jólanna«. »Já, pabbi, eg vil nú líka svo fegin gera það, sem er Guðs vilji, og stundum finnst mér eg' geta fyrirgefið og gleymt. En í dag finnst mér, að gremjan ætli alveg að yfirbuga mig, þegar eg sé mun- inn á þessum jólum og' hinum undanfar- andi; nú sitjum við hér eins og' máske g'leymd«. »Gleymd!« Nei, það mátt þú ekki segja«. »Við erum nú eiginlega ekki gleymd, það vitum við vel; við eigum þó börn á lífi, en okkur er orðið ofaukið«. »Já, þú skalt nú komast að raun um það, mamma, að við eigum eftir eitt- hvað að starfa enn í heimi þessum; við getum orðið til blessunar ef við aðeins kappkostum að hlýða Guði«. »Já, en getur þú sagt mér, hvað gott muni leiða af þessu öllu saman hér í heimi?« »Nei, mamma, ekki enn, en við skul- um bíða og vera hóglát — þá sjáum við það áreiðanlega«. Eftir þetta hættu þau talinu. »Snjóar enn?« »Nei, en það er skafrenningur, en ekkert ofanfjúk«. »Ætli við getum ekki samt skroppið þetta spölkorn til önnu. Pau eiga von á okkur í kvöld«. »PÓ að við getum komist þangað, með- an bjart er, þá getur kafsnjóað í kvöld, svo að við komumst ekki heim aftur«. »0g' við höfum það af, mamma, við gætum þá líka gist hjá þeim«. »Já, en þú getur ekki sofið í ókunnu rúmi«. »Jæja, þá get eg' leg'ið og vakað og glaðst af því, að oss er í dag frelsari fæddur, sem veitast mun öllum lýðnum okkur líka og' börum okkar«. »Já, pabbi, nú fáum við að sjá, það er nú ekki orðið svo framorðið enn; ef veðrið yrði gott, þá er nógu snemmt að fara klukkan þrjú; annars komum við ofan í mesta annríkið og svo tefjum við fyrir«. Nú voru opnaðar ytri dyrnar og' heyrðist fótatak fullorðins manns og barns; var þá drepið létt á innri dyrn- ar; gekk þá inn ungur maður og' leiddi lítinn dreng sér við hönd, fjögra ára. »Góðan dag'inn, gleðilega hátíð, pabbi! Ilér er reglulega hlýtt og notalegt. En það veður, sem hefir verið í dag!« »Afi og amma! Þið ættuð bara að sjá jólatréð okkar, það stendur inni í borð- stofunni; það er svo stórt, að við systir mín getum ekki náð utan um það, og það nær alveg upp í loftið. Mamma er að skreyta það, en það megum við ekki sjá. Systir vildi koma með okkur hing- að, en það er svo mikill snjór«. Meðan drengurinn lét dæluna ganga fóru bæði gömlu hjónin að brosa og' horfðu svo glöð á gesti sína. »Já, pabbi og mamma, þið verðið, hvað sem tautar, að koma yfir um til okkar og' borða jólakvöldmatinn, eins og vant er; þið hafið nú gert það svo leng'i, sem eg' man eftir mér, og eg vildi feginn, að það yrði svo lengi, sem þið ei'uð á lífi. Ef þið viljið þá sjálf«, bætti hann við og leit á raunasvipinn á móð- ur sinni. »Eru þetta líka orð konu þinnar?« spurði móðir hans dálítið stutt í spuna. »Katrín er mér sammála«. »Hefir hún sagt, að við skyldum koma?« »Hún hefir nú ef til vill ekki sag't það

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.