Ljósberinn - 19.12.1931, Side 20
390
LJÓSBERINN
Nú geng-u þau enn nokkur skref, en
hrösuðu aftur og' riðuðu til og frá í
myrkrinu og fönninni.
Það var ekki vegurinn. Ekki gátu þau
talað saman, þau gátu varla náð andan-
um í þessum voðabyl, sem nú var skoll-
inn á, og snjónum hlóð á þau, hvar sem
hann gat tollað, svo að þau ætluðu varla
að geta risið undir honum.
Þau stóðu kyr og sneru baki móti
veðrinu.
»Hvað eigum við að taka til bragðs,
mamma?« Hans hrópaði hátt, til þess
að hún heyrði það.
»Eigum við ekki að snúa aftur til
bæjarins?«
Jú, en í hvaða átt lá bærinn og hvar
var vegurinn?
Þau gengu nú spölkorn undan vindi,
reyndu fyrir sér við hvert skref, en
fundu engan veg. Þá féllst þeim húgur
og þrótturinn þverraði óðum.
Báðum datt hið sama í hug: Bara við
dettum nú ekki ofan í einhverja mergil-
gryfjuna, sem liggja hægra megin við
veginn, ef við förum aftur á leið til bæj-
arins.
Þau sneru sér þá aftur steinþegjandi
móti veðrinu, en það var eins og það
ætlaði að hrekja þau aftur á bak, svo
slógu þau lítið eitt undan, og höfðu þá
veðrið á hlið.
»Eigum við ekki að setjast litla stund,
pabbi, eg er orðin uppgefin«.
Hann reyndi nú fyrir sér allt í kring
með stafnum, og varð þá fyrir honum
eitthvað hátt, eins og garður, dró hana
með sér og reyndi fyrir sér til hinnar
hliðarinnar og renndu þau sér nú bæði
niður hlémegin. Hans sparkaði snjónum
dálítið frá sér og þau settust þar bæði
niður — hart og þunglamalega, eins og
þau væru liðamótalaus.
Garðurinn var allhár, og þau höfðu
þar dálítið afdrep og gátu talað saman.
»Heldur þú, að við komumst heim,
pabbi?« spurði Kristín með gráthljóði
í röddinni.
»0, Drottinn Jesús hjálpaðu okkur«,
bað Hans upphátt.
Þegar þau voru nú búin að sitja þarna
grafkyr nokkrar mínútur, þá stóð Hans
á fætur aftur og gekk fram með garð-
inum spölkorn til beggja hliða, en ekki
komst hann fyrir endann á garðinuni
og veginn gat hánn ekki fundið. Svo
settist hann aftur fast hjá henni, og
þótt þau vissu bæði, að um lífið væri að
tefla, ef þau sætu þarna, þá var þeim
ómögulegt að rísa á fætur, og þau titr-
uðu öll af áreynslunni.
Þau hvíldu sig nú aðeins litla stund,
svo máske —! Þau gerðu sjer ekki al-
mennilega grein fyrir, hvað mundi
verða. Þau tengdust höndum og báðu
innilega til föðursins á himnum um
hjálp.
Svo leið stund, þá sagði Kristín
grátandi:
»Ö, það er allt saman mér að kenna;
það er refsingin fyrir það, að eg vildi
ekki beygja mig og fara til Andrésar í
kveld. Getur þú fyrirgefið mér, pabbi?
Nú mátt þú sitja hér og frjósa máske í
hel vegna þrákelkni minnar«.
En Hans var fullur huggunar. »Eg
hefi ekkert að fyrirgefa þér, kæra
mamma, það er fullt svo mikið mér að
kenna. Við hefðum getað verið kyr hjá
önnu. En vonandi birtir bráðum upp,
svo að við getum séð í kringum okkur;
eg get nú ekki trúað því, að það sé vilji
vors himneska föðurs, að við sitjum hér
og verðum úti á sjálfa jólanóttina. Við
skulum halda áfram að biðja hann
h.jálpar«.
Og svo bað hann með hlýjum, einföld-
um orðum: »Kom þú, kæri Drottinn, og