Ljósberinn


Ljósberinn - 19.12.1931, Qupperneq 29

Ljósberinn - 19.12.1931, Qupperneq 29
LJÓSBERINN 399 konunni úr feldinum, og þegar hún leit hærra, sá hún að konan var bæði bh'ð- leg og brosleit, Hildur sá nú líka, að konan tók fram stóra skjóðu og tíndi upp úr henni hvern smápynkilinn á fæt- ur öðrum og----------- »Nei, líttu á, Matti, — stóreflis syk- urmolik Og Hild,ur hélst ekki við lengur. Hún togaði í Matta og dró hann undan borð- inu, hvernig sem hann streyttist á móti. Og nú heyrðu þau bæði, glaðlega og vin- gjarnlega rödd konunnar: »Komið þið nú hingað til mín, börn- in góð, og á meðan við erum að bíða eft- ir kaffinu, skal eg segja ykkur sögu af smástúlku, sem eg þekkti. — Faðir hennar var hátt sfettur embættismaður, en móður sína misti hún, þegar hún var á fyrsta árinu. Allir kenndu í brjósti um litlu stúlkuna, vildu vera góðir við hana og dekruðu við hana og allt var látið eftir henni, sem henni datt í hug. Hún óx og dafnaði vel, en það var ein- kennilegt í fari hennar, að hún hafði svo mikla óbeit á öllu sem svart var eða óhreint, að það lá við að keyrði úr hófi og var talinn tepruskapur og að henni hlegið fyrir það, — en henni var þetta ósjálfrátt. En hún hafði yndi af öllu, sem var hvítt og hreint eða fágað, og vildi alltaf vera í hvífum kjólum og hvít- um sokkum og með hvíta skó, og helst vildi hún aldrei koma fram í eldhús, því að hún hélt að hún mundi óhreinka sig. Það kom jafnvel fyrir, ef hún þurfti að ganga um eldhúsið, að hún bæði ein- hverja vinnukonjina að bera sig yfir gólf'ið. En fyrir það var hún athyrt, og gamla ráðskonan sagði þá stundum, að einhverntíma mundi að því koma, að hún yrði að ganga um, þar sem óhreinna væri. Og þegar hún fór að ganga í skól- ann, þá hafði hún alltaf með sér ofurlít- inn bikar, til þess að þurfa ekki að drekka úr söm,ui vatnskönnunni og hin börnin. — Svona var hún tepruleg. Ekkert hafði hún gaman af brúðum, eins og aðrar smástúlkur, en henni þótti ákaflega vænt um öll dýr, og einkanlega því vænna um þau, sem þau voru ljót- ari, og var það líka dálítið undarlegt. Stúlkan þessi hjet Hildur. Þessi sérvizka hennar, sem svo var kölluð, smábreyttist í annað horf, eftir því sem hún þroskaðist, og þegar hún var átján ára, kom fyri hana atvik, sem varð til þess, að hún gekk með lífi og sál í þjónustu Guðs og valdi sér ákveðið æfistarf, sem átti betur við hana en allt annað. Henni var það svo eiginlegt að finna til með þeim sem bágt áttu og hana langaði alltaf til að hjálpa þeim sem hjálpar þurftu, ef hún gat, og Guð fékk henni verk að vinna á meðal smæl- ingjanna og auðnuleysingjanna. Og litla stúlkan, sem fyrrum hafði látið bera sig yfir eldhúsgólfið, til þess að óhreinka sig ekki, ljet sig nú engu skifta, þó að leið hennar lægi um hverskonar óhreinindi, ef hún aðeins gat hjálpað einhverjum munaðarleysingjanum og orðið hon,um að liði. Guð var altaf með henni, svo að engar hættur grönduðu henni, — og aldrei festust við hana nein óhreinindi. Nú voru þau Matti og Hild,ur orðin djarfari og færðu sig nær konunni. Hún sat undir lampanum, og þeim sýndist geislabaug.ur vera um höfuð hennar. Þau störðu á hana, frá sér numin, því að nú skildist þeim, að þetta mundi vera »hún Matthildur hans pabba«. Nú var kaffið tilbúið og bað Matthild- ur hjónin nú að segja sér, hvernig þeim liefði vegnað síðan Apú kom heim. ■—■ þaui voru ekki skrafhreyfin að jafnaði, en nú leystu þau frá skjóðunuin, svo að

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.