Ljósberinn


Ljósberinn - 19.12.1931, Page 31

Ljósberinn - 19.12.1931, Page 31
LJÖSBERINN 401 raun og ver,u«. Dísu varð ekki um sel, þegar hún heyrði, að Jens trúði ekki eínu sinni, að jólasveinn væri til, en Kalli blátt áfram reiddist honum og sagði, að Jens væri heimskur og honum væri bezt að hypja sig burtu. Þá henti Jens sér aftur út yfir grindurnar. »Er enginn jólasveinn í raun og veru til, Kalli«, spurði Dísa, og ætlaði að fara að gráta. »Jú, víst er hann til», sagði Kalli, og ætlaði að fara að gera henni nánari grein fyrir því, en þá kom maður og stakk höfðinu inn um girðing- una og benti þeim að koma til sín. »Eg heyrði, að þið voruð að tala um jóla- sveininn,« sagði hann, »þið þurfið ekki að vera hrædd, auðvitað er hann til. Eg hitti hann fyrir skömmu síðan. Hann er á leiðinni hingað.« »Kemur hann í nótt«, spurði Dísa. »Ef til vill í kvöld«, sagði maðurinn. »Er nokkur heima?« »Pabbi var að síma rétt í þessu, að hann yrði kyr inni í borginni og kæmi ekki heim til miðdegisverðar,« sagði Kalli, »og mamma fer bráðum til hans. Stofustúlkan fær frí í kvöld, en elda- buskan okkar verður heima, því að hún verður allt kvöjdið önnum kafin. Annars verða engir heima, nema eg og Dísa«. »Og rétt er nú það«, sagði maðurinn, »ef jólasveinninn skyldi koma, þá getið þið máske hleypt hon.um inn«. »Já, já«, sögðu þau bæði, Kalli og Dísa. »En þið megið ekkert segja eldabuskunni um þetta«, sagði maðurinn áminnilega. »Nei, ekki eitt einasta orð«, sagði Kalli hiklaust. »Og auðvitað ekki mömmu ykkar heldur«, sagði maður- inn. »Æei, nei, ekki nokkrum einasta manni, en við fáum víst að sjá hann«. Maðurinn kinkaði kolli við því. »Hann er ekki vanur að hringja«, sagði hann, »hann rykkir bara lítið eitt í hurðar- snerilinn og þá verðið þið að vera við- búin að hleypa honum inn«. Síðan fór

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.