Fréttablaðið - 11.11.2009, Side 2

Fréttablaðið - 11.11.2009, Side 2
2 11. nóvember 2009 MIÐVIKUDAGUR Bjarni, var þetta svona dýrt spaug? „Það var að minnsta kosti ekki verið að bjóða upp á neina fimmaura- brandara.“ Grínhátíðinni Reykjavík Comedy Central hefur verið frestað vegna dræmrar miða- sölu. Bjarni Haukur Þórsson var einn af aðstandendum hátíðarinnar. ALÞINGI Sá fáheyrði atburður varð í þinginu í gær að þingmenn Sjálf- stæðisflokksins yfirgáfu þingsal- inn í mótmælaskyni við fundar- stjórn Ástu R. Jóhannesdóttur, forseta Alþingis. Eftir óundirbúinn fyrirspurn- artíma þar sem þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson formaður, Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir varafor- maður og Einar K. Guðfinnsson, höfðu spurt þrjá ráðherra út í skattamál, óskuðu nokkrir þing- menn, þar á meðal Bjarni, eftir að fá að taka til máls undir liðn- um fundarstjórn forseta. Bjarni bað forseta um að breyta dag- skrá fundarins í ljósi frétta af fyrirhuguðum skattahækkunum. Málið væri brýnt, það varðaði almenning miklu og þyrfti því að koma til umræðu sem fyrst. Ásta brást við með því að boða til fundar með þingflokksfor- mönnum. Skyldi hann fara fram að rúmum hálftíma liðnum, eftir eina stutta atkvæðagreiðslu og hálftíma utandagskrárumræðu um kvótamál. Að því búnu hóf hún atkvæða- greiðsluna og hafnaði óskum ann- arra þingmanna um að fá að taka til máls. Brugðust sjálfstæðis- mennirnir við með því að ganga á dyr. Komu þeir sér fyrir í hliðar- herbergi og réðu ráðum sínum. Að lokinni atkvæðagreiðsl- unni lýsti Illugi Gunnarsson yfir megnri óánægju með fundar- stjórn forseta og sagði eðlilegt að þingmenn fengju orðið þegar þeir bæðu um það. Upphófust í framhaldinu skoðanaskipti um fundarstjórn Ástu R. Jóhannes- dóttur, ákvarðanir um dagskrá, mikilvægi frétta af skattahækk- unum, rétt þingmanna til að taka til máls um fundarstjórn forseta, persónulega viðkvæmni Ástu R., skyggnigáfu hennar og jafn- ræði og hagsmunagæslu forseta. Að endingu var rætt um gagns- leysi umræðnanna og tímaeyðslu þingmanna. Að því búnu hófust umræður um kvóta og um leið fundur for- seta með þingflokksformönnum. Á honum var ákveðið að skatta- málin yrðu rædd utan dagskrár á föstudag. bjorn@frettabladid.is Æstust vegna Ástu Sjálfstæðismenn yfirgáfu þingsalinn eftir að þingforseti meinaði þeim að tala um fundarstjórn. Vildu skattamál á dagskrá. Forseti boðaði fund um málið en tók fyrir umræður um störf forseta. Rúmum hálftíma var svo varið í slíkt tal. ÞUNG Á BRÚN Ásta R. Jóhannesdóttir og Árni Þór Sigurðsson, starfandi þing- flokksformaður VG, ræða málin á sögulegum þingfundi gærdagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í lögum um þingsköp Alþingis er aðeins stuttlega vikið að athugasemdum um fundarstjórn forseta. Í þeim segir: Jafnan er heimilt að gera stutta athugasemd um atkvæða- greiðslu, um fundarstjórn forseta og til þess að bera af sér sakir. Þessi liður og framkvæmd hans hefur áður orðið að þrætuepli milli Ástu R. Jóhannesdóttur og þingmanna. Í sumar deildu hún og Höskuldur Þór- hallsson Framsóknarflokki nokkuð hart um málið. UM FUNDARSTJÓRN SJÁVARÚTVEGUR Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra ákvað í gær að kvóti á íslenskri sumar- gotssíld skyldi vera 40.000 tonn. Það er í sam- ræmi við til- lögu Hafrann- sóknastofnunar. Áður hafði verið gefinn út 15.000 tonna kvóti, sem var aðallega nýttur við rannsókn- ir á stofninum. Þeim 25.000 tonnum sem nú bætast við verður úthlutað til skipa í dag í samræmi við aflahlutdeild. Ráðherrann ákvað einnig í gær að fullvinnsluskip, sem vinna síld um borð, yrðu skyldug til að færa í land allan afskurð sem til félli við vinnsluna. - pg Síldarkvóti: Ráðherra fylgdi tillögu Hafró EL SALVADOR, AP Tíu þúsund manns á flóðasvæðunum í El Salvador eru í brýnni þörf fyrir matvælaaðstoð, að því er Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna segir. Flóð og aurskriður eyðilögðu bæði uppskeru og fjölda húsa um helgina, eftir að úrhellisrigning hafði dunið á landsmönnum dögum saman. Hamfarirn- ar kostuðu á annað hundrað manns lífið. Að minnsta kosti 13 þúsund manns misstu heimili sitt. Matvælastofnunin vinnur að því að útvega fólkinu mat í samstarfi með öðrum stofnunum Sameinuðu þjóðanna og stjórnvöldum í El Salvador. Meðal ann- ars er verið að aðstoða fimm hundruð manns í hérað- inu San Vicente, sem varð einna verst úti. Hjálparstarfið er erfitt vegna þess að víða eru brýr og vegir ónýtir. Eina leiðin til þess að koma hjálpar- gögnum til margra svæða er með þyrlu. Hjálparstarfsfólk notaðist bæði við skóflur og gröf- ur til þess að grafa sig í gegnum aurinn, en íbúarnir hjálpuðu til eftir megni. Hugsanlegt er talið að hitabeltisstormurinn Ida, sem hefur gengið yfir Suðurríki Bandaríkjanna, hafi átt þátt í að mynda lágþrýstisvæðið sem olli úrhellinu í El Salvador. - gb Erfitt björgunarstarf í kjölfar flóðanna í El Salvador: Tíu þúsund í þörf fyrir aðstoð GRJÓTHNULLUNGAR Á VEGINUM Í bænum Verapaz ollu flóðin gríðarlegum skemmdum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP EFNAHAGSMÁL Viðskiptaráð Íslands telur hugmyndir um fjölþrepa skattlagningu launatekna hvorki til þess fallnar að efla tekjugrunn hins opinbera né hraða því endur- reisnarstarfi sem fram undan er í íslensku efnahagslífi. Þetta segir í áliti sem ráðið sendi frá sér í gær. „Fjölþrepa skattkerfi leiðir sjálfkrafa til hækkunar jaðar- skatta, enda standa launþegar frammi fyrir hækkandi skattpró- sentu með auknu vinnuframlagi. Háir jaðarskattar auka hvata til undanskota og skattsvika,“ segir í álitinu og bætt er við að ógagnsæi í rekstri og umfangi hins opinbera myndi einnig aukast til muna. „Það er engum til gagns að hækka skattprósentur ef skattstofnar rýrna með samsvarandi hætti,“ segir Viðskiptaráð. - óká Viðskiptaráð Íslands: Hætt við rýrn- un skattstofna ALÞINGI Frá áramótum hafa 42 verið ráðnir til starfa í ráðuneyt- in án þess að störfin hafi verið auglýst laus til umsóknar. Þetta kemur fram í svari forsætisráð- herra við fyrirspurn Birkis J. Jónssonar Framsóknarflokki. Flestir, tíu, hafa verið ráðnir með þeim hætti í fjármálaráðu- neytið og fimm í forsætisráðu- neytið, dómsmála- og mannrétt- indaráðuneytið og félags- og tryggingamálaráðuneytið. Hvorki hefur verið ráðið án auglýsinga í heilbrigðisráðuneyt- ið né umhverfisráðuneytið. Heimilt er að ráða tímabundið í störf án auglýsinga við tiltekn- ar aðstæður, meðal annars vegna afleysinga. - bþs Óauglýst störf í ráðuneytum: 42 ráðnir án auglýsinga JÓN BJARNASON Breytingar á mannahaldi Birgir Finnbogason, framkvæmda- stjóri fjárhags- og stjórnsýslusviðs Seltjarnarnesbæjar, hefur verið ráðinn til Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Gunnar Lúðvíksson hefur því verið ráðinn til sex mánaða í stöðu verkefnastjóra og sinnir meðal annars fjármálastjórn og starfsmannastjórnun. SELTJARNARNES VIÐSKIPTI DeCode, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, frestaði í gær birtingu uppgjörs fyrirtækis- ins fyrir þriðja fjórðung. Þetta er í annað skiptið á árinu sem deCode frestar uppgjöri. Frestur er gef- inn til mánaðamóta, líkt og fram kemur í tilkynningu til bandaríska fjármálaeftirlitsins í gær. Fram kom á fyrri hluta árs að hratt hefði gengið á handbært fé deCode og væri hætta á að það yrði uppurið undir lok annars ársfjórð- ungs á þessu ári. DeCode gerði lánsfjármögnunar- samning við bandaríska fjármála- fyrirtækið Saga Investments til skamms tíma í september og nýtti sér nær samstundis sjö hundr- uð þúsund dali af lánasamningn- um. Fyrirtækið hefur dregið hratt á lánalínuna síðan í september og nemur skuld deCode við Saga Investments nú rúmum 3,8 milljón- um dala, um 470 milljónum króna á gengi gærdagsins. Lánið ber átta prósenta vexti sem þykir afar hátt miðað við um núll prósentustiga stýrivexti í Banda- ríkjunum. Það þykir hins vegar endurspegla mjög þá fjármagns- örðugleika sem deCode glímir við um þessar mundir. Ekki náðist í Kára Stefánsson, forstjóra deCode, þegar eftir því var leitað í gær. - jab DeCode frestar ársfjórðungsuppgjöri í skugga alvarlegra fjármögnunarerfiðleika: Sækir sér lán á háum vöxtum KÁRI STEFÁNSSON Hratt hefur gengið á eigið fé deCode á árinu. Fyrirtækið sækir sér lánsfé á yfirdráttarvöxtum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN UMHVERFISMÁL Í dag er haldinn hátíðlegur norrænn loftslags- dagur, en hann er hluti af undir- búningi fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hald- in verður í Kaupmannahöfn í desember. Af því tilefni mun Katrín Jak- obsdóttir menntamálaráðherra halda erindi í Langholtsskóla og kynna verkefni sem börn á leik- skólanum Bakka í Grafarvogi hafa unnið tengt málefninu. Þá verður verkefni sem krakkar í 9. bekk Langholtsskóla hafa unnið kynnt. Klukkan 12.40 opnar ráð- herra ljósmyndasýningu í Flens- borgarskóla í Hafnarfirði. - kóp Ráðherra opnar sýningu: Norrænn lofts- lagsdagur í dag DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs- aldri hefur verið ákærður fyrir umferðalagabrot og sérstaklega hættulega líkamsárás. Hann ók bifreið um götur Akureyrar undir áhrifum áfeng- is og fíkniefna. Hann ók á mann á reiðhjóli sem féll í götuna, hlaut heilahristing, brotnaði á úlnlið og hlaut ýmsa aðra áverka. Hjólreiðamaðurinn krefst bóta upp á rúmlega 800 þúsund krónur - jss Ölvunar- og fíkniefnaakstur: Ók hjólreiða- mann niður SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.