Fréttablaðið - 11.11.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 11.11.2009, Blaðsíða 10
10 11. nóvember 2009 MIÐVIKUDAGUR Auglýsingasími – Mest lesið SUÐUR-KÓREA, AP Átök milli her- skipa frá Norður- og Suður-Kóreu hafa ekki orðið í sjö ár. Á þriðju- daginn skiptust herskip frá ríkj- unum á skotum úti af vesturströnd ríkjanna. Samkvæmt frásögn Suður-Kór- eumanna sigldi norður-kóreska skipið yfir landhelgislínu, sem deilur hafa lengi staðið um. Suður- Kóreumenn segjast hafa skotið á skipið frá Norður-Kóreu, sem hafi þó komist undan illa laskað. Norður-Kóreustjórn neitar því að skipið hafi siglt yfir lín- una. Þvert á móti hafi skipið frá Suður-Kóreu verið komið norð- ur yfir línuna og skotárásin því verið algerlega ástæðulaus. Norð- ur-Kóreumenn segjast strax hafa brugðist við og stökkt skipi andstæðingsins á flótta. Norður- Kóreumenn krefjast afsökunar- beiðni frá Suður-Kóreumönnum vegna þessa atviks. Átökin urðu þegar Bandaríkja- menn skýrðu frá því að Barack Obama myndi senda sérstakan fulltrúa sinn til Norður-Kóreu til að eiga beinar viðræður við stjórnina þar um kjarnorkuáform landsins. Þetta yrðu fyrstu beinu viðræð- urnar við Norður-Kóreumenn frá því Obama tók við völdum í janúar síðastliðnum. „Þetta var vísvitandi ögrun af hálfu Norður-Kóreumanna til þess að vekja athygli áður en Obama kemur,“ sagði Shin Yul, stjórn- málafræðingur við háskóla í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu. Hann segir einnig að stjórnvöld í Norður-Kóreu séu með þessu að senda Obama skilaboð um að þau vilji að varanlegur friðarsamning- ur verði gerður við Suður-Kóreu, sem fæli í sér að Norður-Kórea fengi að halda kjarnorkuvopnum sínum. Bandaríkjastjórn hefur jafnan haldið fast við þá afstöðu að Norð- ur-Kóreumenn verði að losa sig við öll kjarnorkuvopn áður en af friðarsamningi geti orðið. Kóreuríkin hafa ekki náð sam- komulagi um legu landhelgismarka, meira en hálfri öld eftir að Kóreu- stríðinu lauk. Friðarsamningur var aldrei gerður, heldur aðeins vopna- hléssamningur sem enn er í gildi. Strangt til tekið eiga ríkin því enn í stríði. gudsteinn@frettabladid.is Orrusta herskipa við strendur Kóreu Átök urðu milli herskipa frá Norður- og Suður-Kóreu úti af vesturströnd ríkjanna, þar sem landhelgislína er umdeild. Suður-Kóreustjórn segir herskip að norðan hafa siglt yfir línuna. Norður-Kóreumenn neita því og krefjast afsökunarbeiðni. SUÐUR-KÓRESK HERSKIP Þessi skip eru sömu gerðar og herskipið sem lenti í átökum við skip frá Norður-Kóreu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Apótekið Hólagarði, Apótekið Spöng, Apótekið í Hagkaupshúsinu Skeifunni og á Akureyri 50gr 100gr TONI & GUY 20% AFSLÁTT UR í nóvembe r VIÐSKIPTI Novator, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, helsta eiganda fjarskiptafyrirtæk- isins Nova, lagði Nova til tæpa 2,9 milljarða króna í aukið hlutafé á síðasta ári. Í fyrirvara endurskoðenda við ársreikning Nova vegna afkomu síðasta árs segir að vegna óvissu í íslensku efnhahagslífi eftir hrun- ið í fyrra og þeirra breytinga sem hafi orðið á íslensku viðskiptalífi í kjölfarið hafi óvissa um framtíðar- vöxt Nova aukist. Því hafi hlutafé fyrirtækisins verið bætt verulega. Þá segir að stjórnendur félagsins hafi nægt fjármagn til að fjár- magna áætlaðan taprekstur fram á fjórða ársfjórðung á þessu ári, gangi áætlanir eftir. Liv Bergþórsdóttir, framkvæmda - stjóri Nova, segir efnahagshrunið ekki hafa sett það skarð í rekstur- inn líkt og óttast hafi verið. Þvert á móti stefni í að viðskiptavinir verði sextíu þúsund í lok þessa árs en það er tvöföldun á milli ára. Þá er gert ráð fyrir að tekjur nemi 2,5 milljörðum króna fyrir árið, sam- anborið við 1,3 milljarða í fyrra. Nova tapaði 1,3 milljörðum í fyrra, á fyrsta rekstrarárinu. „Við gerðum ráð fyrir því að síðasta ár yrði á þessum nótum. Rekstraráætlanir ársins hafa geng- ið eftir þrátt fyrir hrunið,“ segir Liv og þakkar það meðal annars aukinni verðvitund neytenda að viðskiptavinum hafi fjölgað þetta mikið á árinu. - jab Afkoma Nova batnaði mikið í hruninu, segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins: Hlutafé aukið um þrjá milljarða LIV BERGÞÓRS- DÓTTIR Segir stefna í að viðskipta- vinir Nova verði sextíu þúsund í lok ársins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.