Fréttablaðið - 11.11.2009, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 11.11.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Fréttablaðið er með 143% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað, höfuðborgar svæðið, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í ágúst 2009 – október 2009. Allt sem þú þarft... MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 71,4% 29,3% MIÐVIKUDAGUR 11. nóvember 2009 — 267. tölublað — 9. árgangur „Ég hef aldrei lent í öðru eins. Og hef ég nú lent í ýmsu,“ segir Ægir Sævarsson, sölumaður hjá Bet-ware á Íslandi, sem gripið hefur í leiðsögumennsku flest sumur síð-ustu sautján ár eða svo. Ein slík ferð í júlí síðastliðnum er Ægi minnisstæð. Ægir var leiðsögumaður í svo-nefndri VIP-ferð þar sem við-skiptavinir, í þessu tilfelli fjögurra manna fjölskylda frá Frakklandi, panta jeppa með leiðsögumanni í heila viku til að ferðast um landið þvert og endilangt. „Eldsnemma einn morguninn ákváðum við að keyra út í Ing-ólfshöfða, klettahöfðann suður af Öræfajökli, eins og ákveðið hafðiverið. Keðja hafði verið til en jeppinn keyrir þvert í veg fyrir mig og snarstoppar.“Ægir þurfti að nauðhemla og lá við að hann fengi alla fjölskylduna á mælaborðið hjá sér. Hann steig út úr bílnum og ætlaði að ræða við manninn á jeppanum. „Hann er svona rosalega reiður og engu tauti né rauli komandi við hann. Áður en ég vissi hvað var að ger-ast var hann búinn að vinda sér inn í bílinn hjá okkur, taka lykil-inn úr svissinum og keyra burt.“Ægir segist ekki hafa vitað sitt rjúkandi ráð þegar þarna var komið við sögu. „Mér datt í hug að sýna þessum ágætu ferða-mönnum smá sýnishorn af þjóðaríþrótti sem hann vann hjá og bað um aðstoð. Svo tók við heil klukku-stund þar sem fjölskyldan og leið-sögumaðurinn sátu á sandinum og veltu fyrir sér næsta skrefi. „Ég vissi svo sem að þetta myndi redd-ast, enda kom eiginkona mannsins um síðir á traktor út á sandinn og skilaði lyklunum. En það sem stendur upp úr eru viðbrögð mannsins. Vel má vera að ég hefði ekki átt að losa keðj-una og nota aðstöðu sem hjónin höfðu byggt upp, en þetta voru algjörlega fáránleg viðbrögð við lítilfjörlegum glæp, ef um glæpvar þá að ræð Áb Hasarinn við Höfðann VEÐRIÐ Í DAG BARNABÆKUR Myndabækur, sígildar sögur og ævintýri Sérblað um barnabækur FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG. Tap í Teheran Íslands tapaði fyrir Íran, 1-0, í vináttu- landsleik í Teher- an í gær. ÍÞRÓTTIR 31 TAKTU TILBOÐSBLAÐIÐ MEÐ ÞÉR ÞEGAR ÞÚ FERÐ AÐ VERSLA Í BÓNUS ÆGIR SÆVARSSON Fór í ferð með fjóra franska hrakfallabálka • á ferðinni • jólin koma Í MIÐJU BLAÐSINS Skólastjóri í Tékklandi Pavel Manásek bjó ásamt konu sinni í sextán ár á Íslandi. Þau eru nú flutt aftur til Tékklands og gera það gott. TÍMAMÓT 22 Pólitískar vinaráðningar Pólitískar vinaráðningar gera stjórnsýsluna pólitískari. Skilin milli þess faglega og pólitíska verða óljós, skrifar Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir. UMRÆÐAN 18 Hvessir í kvöld Í dag verður hægviðri víða norðanlands en sunnanlands má búast við 5-10 m/s og vaxandi austanátt í kvöld. Víða nokkuð bjart en þykknar upp sunnan- og suðaustanlands. VEÐUR 4 6 2 2 3 4 VIÐSKIPTI Erlendum fjárfestum mun gefast kostur á fjárfestingum í flestum geirum íslensks atvinnulífs innan tíðar, segir í nýrri skýrslu um erlendar fjárfestingar á Íslandi. Í henni kemur fram að líklegt sé að Sjóvá, VÍS, Skipti og Vodafone verði seld bráðlega enda séu þau óbeint í eigu íslenskra ríkisbanka. Bent er á að mikil þörf sé fyrir nýtt eigið fé inn í fyrirtæki hér á landi. Viðhorf Íslendinga til erlendra fjárfestinga var kannað áður en skýrslan var unnin. Niðurstöð- ur þeirrar könnunar eru að mikill meirihluti bæði almennings og stjórnenda fyrirtækja er mjög jákvæður í garð þeirra. Magnús Bjarnason, forstjóri Capacent Glacier, ráðgjafarfyrirtækisins sem gerði skýrsluna, segir þær miklu jákvæðari en hann hefði talið fyrir fram. Viðhorf til fjárfestinga erlendra fyrirtækja í sjávarútvegi og orku- iðnaði er þó frekar neikvætt. - sbt / sjá síðu 16 Líklegt að erlendir fjárfestar horfi til trygginga- og símafyrirtækja: Langflestir vilja erlent fjármagn FJÁRMÁL Ríkisstjórnin er tilbúin að lækka þá upphæð sem umhverfis-, orku- og auðlinda- gjöld skila í ríkiskassann á næsta ári úr 16 milljörðum króna í 7,5 milljarða. Samtök atvinnulífsins (SA) og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hafa mótmælt þessum gjöldum og er þetta tillaga til sáttar. Orkugjaldið verður, samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins, tólf aurar á kílóvattstund, ekki ein króna eins og lagt var til í fjárlagafrumvarpinu. Unnið er að tillögum um útfærslu á skatt- kerfinu og einar tillögur gera ráð fyrir þriggja þrepa kerfi. Gert er ráð fyrir að skattar verði 23,8 prósent af vergri lands- framleiðslu árið 2010. Í ár verða þeir 28 pró- sent og árið 2007 voru þeir 31,4 prósent af vergri landsframleiðslu. Að kröfu SA og ASÍ er nú unnið að tillögum um hækkun tryggingargjalds. Sú hækkun á að skila 7,5 milljörðum króna. Er þá reiknuð inn í sú útgjaldaaukning sem ríkið sjálft verður fyrir sem launagreiðandi. Þess má geta að tryggingargjaldið hækkaði í sumar úr 5,37 prósentum í 7 prósent. Sam- kvæmt útreikningum fjármálaráðuneytisins skilar eins prósents hækkun á grunntekju- skatti 7,1 milljarði króna í ríkiskassann. Sveitarfélögin eru stór launagreiðandi og mun launakostnaður þeirra aukast um 750 milljónir króna, fái þau ekki undanþágu. Samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfirði þýddi hækkunin í sumar 100 milljóna króna útgjaldaaukningu fyrir sveitarfélagið. - kóp Orku- og umhverfisskattar verði 7,5 milljarðar króna Ríkisstjórnin tilbúin að innheimta 7,5 milljarða með orku-, umhverfis- og auðlindagjöldum í stað 16 millj- arða eins og fyrirhugað var. Hækkun tryggingargjalds nemi 7,5 milljörðum. Sveitarfélögin bera tíund þess. FÓLK „Við erum eins og í Spaug- stofunni, fólkið bak við störfin,“ segir Ólöf Erla Bjarnadóttir leirkerasmiður en hún hefur ásamt tengdadóttur sinni, Ingu Dóru Jóhannsdóttur, nema í vöruhönnun, hannað jólapappír sem kominn er í verslanir. Þær Ólöf Erla og Inga Dóra hafa að undanförnu setið við og pakkað jólapappírnum og merkimiðum í stíl. Á pappír Ólafar Erlu eru mynd- ir af jólakúlum sem hún gerir úr postulíni með mismunandi bak- grunni en á pappír Ingu Dóru eru myndir af hangikjötsmáltíð, Nóa-konfektmolum og malti og appelsíni á hvítum grunni. Pappírinn verður seldur í örkum fyrir þessi jólin en ekki tókst að fá hann prentaðan í rúllur. Þær prentuðu pappírinn þó ekki sjálfar heldur sá Oddi um þann þátt. Hér er sem sagt alíslensk afurð á ferð. - gun / sjá Allt Hangikjötsskreyttar jólagjafir: Tengdamæðgur hanna íslenskan jólapappír ÞJÓÐLEGUR JÓLAPAPPÍR Ólöf Erla Bjarnadóttir og Inga Dóra Jóhannsdóttir hafa hannað íslenskan jólapappír sem meðal annars skartar myndum af hangikjöti, konfekti og íslenskum jólakúlum. Freyja litla Benediktsdóttir fylgist með af athygli. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Íslenskur leikur slær í gegn Íslenskur leikur, sem var sérstak- lega hannaður fyrir iPhone-sím- ann, hefur slegið í gegn. FÓLK 28

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.