Fréttablaðið - 11.11.2009, Side 26

Fréttablaðið - 11.11.2009, Side 26
 11. NÓVEMBER 2009 MIÐVIKUDAGUR6 ● fréttablaðið ● barnabækur Líklega eiga flestir sér eftir- lætis barna- eða unglingabók. Fréttablaðið spurði rithöfund og tvo bókmenntafræðinga hvaða bækur hafa staðið upp úr í þeim flokki í gegnum tíðina. „Í minningunni stendur bókaflokk- urinn um Múmínálfana upp úr,“ segir Friðrik Erlingsson rithöf- undur þegar hann er inntur eftir uppáhaldsbók sinni fyrir börn og unglinga. Friðrik segir Finnann Tove Jans- son hafa skapað stórkostlegar bók- menntir með Múmínálfunum. Per- sónurnar séu frábærar og búi yfir mikilli speki. „Ég las þessar bækur í tætlur sem barn og man að ég hreifst mjög af Pípuhatti galdra- karlsins, fyrstu bókinni um Múm- ínálfana sem kom út á íslensku. Það felst mikil heimspeki, siðfræði og boðskapur í bókunum, en boð- skapnum er ekki ýtt inn á þig held- ur liggur hann milli línanna. Það er eina réttin leiðin til að miðla boð- skap,“ segir Friðrik. Hann bætir við að skoðun sín sé sú að æsku landsins væri stór greiði gerður með því að gera Múmínálfana að skyldulesningu í skólum. Bókmenntafræðingurinn Anna Heiða Pálsdóttir nefnir öllu ný- legri bók en Friðrik. „Draugaslóð eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttir Múmínálfar skyldulesning Friðrik Erlingsson. Anna Heiða Pálsdóttir. Þröstur Helgason. er í miklu eftirlæti hjá mér þessa dagana. Ég dáist að þessari bók af mörgum ástæðum, en einna helst fyrir það hversu mörg lög hún hefur. Ég hef lesið hana þrisvar eða fjórum sinnum og sé alltaf eitthvað nýtt í hvert skipti.“ Anna Heiða notar Drauga- slóð í námskeiði í ritun barna- bóka sem hún kennir hjá Endurmenntunarstofnun. „Inn í söguna er fléttað mörgum þjóð- sögum, og landslagi svo fléttað inn í þjóðsögurnar. Bókin er alveg laus við predikunartón, sem gerir það að verkum að fullorðnir hafa líka gaman af henni,“ segir Anna Heiða. „Skemmtilegasta bók sem ég man eftir að hafa lesið sem barn er Róbinson Krúsó. Það er lestrarreynsla sem lifir með mér enn þá, hef sjaldan verið jafn spenntur yfir nokkurri bók,“ segir Þröstur Helgason bókmenntafræðingur. Hann segist muna eftir tímabili á unglingsárunum þar sem hann lá í stríðssagnaskáldinu Sven Hass- el. Lesturinn hafi hann upplifað sem eins konar vígslu inn í heim fullorðinna. „Á fullorðinsárum hef ég lesið mikið af barna- og ungl- ingabókum fyrir dætur mínar, sér- staklega íslenskar bækur. Þar er satt að segja fátt um fína drætti. Það eru ekki margir góðir höfund- ar að skrifa barnabækur hérlendis. Sumar bækur Guðrúnar Helgadótt- ur eru ágætar. Rímþulur Þórarins Eldjárns hafa líka vakið lukku. Bæk- urnar um Albert eftir Lani Yama- moto hafa líka verið vinsælar meðal þeirra yngstu. Þær fjalla um flókna hluti á einfaldan hátt. En sumar bækur sem gefnar eru út fyrir börn hérlendis eru beinlínis vondar fyrir börn,“ segir Þröstur. - kg ● BESTA UNGLINGABÓK ÁRSINS 2009 Amazon.com hefur sett saman lista af bestu bókum ársins 2009. Í efsta sæti listans yfir ungl- ingabækur ársins er bókin Beautiful Creatures eftir Kami Garcia og Margaret Stohl. Sagan gerist í smábæ í Suður-Karólínu í Bandaríkjun- um og segir frá ástarsambandi Ethans Wate og Lenu Duchannes. Fantasía sem dregur les- andann inn í myrkan og dularfullan galdra- heim. Spennandi bók sem enginn unglingur ætti að láta fram hjá sér fara. ●HEIMSMETABÓKIN Í EFSTA SÆTI HJÁ AMAZON Heimsmetabók- in Guinness World Records 2010 situr í efsta sæti sölulista yfir barnabækur hjá Amazon. co.uk, en eins og frægt er orðið kom Sultan Kosen, stærsti maður heims, til landsins á dögunum til að kynna bókina. Í Guinness World Records 2010 er að finna topplista yfir 100 athyglisverðustu heimsmet aldarinnar, heimsmet fyrir hvern dag ársins og met sem hafa aldrei verið slegin. ● C.S. LEWIS (1898-1963) var írskur skáldsagnahöfundur, fræðimaður og bók- menntagagnrýnandi. Hann var náinn vinur J.R.R. Tolkien en báðir voru þeir áberandi í enskudeild Oxford-háskóla. Hann giftist árið 1956 bandaríska rithöfundinum Joy Gresham sem var sautján árum yngri en hann. Hún lést fjórum árum síðar úr krabbameini. Sjálfur lést Lewis þremur árum á eftir konu sinni úr hjartaáfalli. Lítið var fjallað um andlát hans enda dó hann 22. nóvember 1963, sama dag og John F. Kennedy var myrtur. Þennan dag lést einnig rithöfundurinn Aldous Huxley. Frægustu verk C.S. Lewis eru bækurnar um ævintýraheiminn Narníu. BarnUng er vefur um barna- og unglingabókmenntir í um- sjón Þuríðar Jóhannsdótt- ur og Torfa Hjartarsonar sem hannaði vefinn. Efni vefsins hefur orðið til á námskeiðum í barnabókmennt- un og upplýsingatækni í Kenn- araháskólanum. Meðal annars hafa nemendur á leik- og grunn- skólabraut lagt vefnum til efni og nýtt hann sem gagnagrunn. Á vefnum, sem finna má á slóðinni mennta.hi.is/vefir/ barnung/, má finna bókalista, efni um höfunda, fréttir um útgáfu, ráðstefnur, námskeið, krækjur á vefsíður sem tengj- ast börnum og lestri og ýmislegt fleira. Vefur um barnabækur Á BarnUng-vefnum má finna ýmsar upplýsingar sem tengjast börnum og unglingum og lestri. ÞEIR ERU ÓBORGANLEGIR! Bakkabræður eru með þekktustu þjóðsagnapersónum Íslendinga. Sögur af heimskupörum þeirra hafa gengið mann fram af manni og skemmt börnum á öllum aldri. Öllum börnum er nauðynlegt að kynnast þessum óborganlegu bræðrum sem svo rækilega hafa greypt sig inn í þjóðarvitund Íslendinga. SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.