Fréttablaðið - 11.11.2009, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 11.11.2009, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 2009 7barnabækur ● fréttablaðið ● David Yelland, fyrrverandi rit- stjóri enska götublaðsins The Sun, hefur nýlokið við skriftir á barna- bókinni „The Truth About Leo, eða Sannleikurinn um Leo, sem fjall- ar um ungan dreng sem á föður sem er alkóhólisti. Bókin kemur út á vegum útgáfufyrirtækisins Penguin í apríl á næsta ári. Bókin segir frá tíu ára göml- um dreng, Leo, sem reynir að fela drykkjusýki föður síns fyrir um- heiminum. Ritstjórinn fyrrverandi segir bókina það mikilvægasta sem hann hefur nokkurn tímann gert. Höfundurinn Yelland, sem býr í London ásamt Max, ellefu ára gömlum syni sínum, opinber- aði í ræðu á barnabókasamkomu á þriðjudagskvöld að bókin væri byggð á eigin reynslu sem alkóhól- isti. „Ég er ekki faðirinn í bókinni, en hann er sá maður sem ég varð næstum því,“ sagði Yelland. Hann sagðist hafa orðið áfengis- sýkinni að bráð eins og faðir- inn í bókinni. „Um tíma stjórn- aði drykkjan lífi mínu og var ná- lægt því að eyðileggja mig. Fyrir nokkrum árum sá ég að ef ég hætti ekki að drekka myndi ég deyja og ég þarfnaðist hjálpar. Sem betur fer fann ég hjálp og fór að batna. Of margir fara í hina áttina. Of mörg börn búa á heimilum í ring- ulreið eða án foreldra. Þetta var sársaukafull reynsla, en ég fann mig knúinn til að skrifa bókina,“ sagði Yelland, sem hefur verið edrú síðan 2005. Barnabók um áfengissýki Bókin segir af dreng sem reynir að fela áfengissýki föður síns. Sögurnar um Önnu í Grænuhlíð eftir L.M. Montgomery hafa notið vinsælda frá því fyrsta bókin kom út árið 1908 en þær urðu alls átta talsins. Á íslensku komu fyrstu þrjár bækurnar út árið 1933 í þýð- ingu Axels Guðmundssonar og síðar kom sú fjórða út en fleiri hafa ekki verið þýddar á ástkæra ylhýra málið. Sagan segir frá munaðarleys- ingjanum Önnu sem elst upp hjá systkinum í Grænuhlíð. Hún hefur fjörugt ímyndunarafl, hrífst auð- veldlega af öllu sem fallegt er en lendir í alls konar vandræðum. Sögusviðið er bærinn Avonlea á Eðvarðseyju við austurströnd Kan- ada. Þangað streymir ferðafólk ár- lega til að skoða safnið sem helg- að er Önnu þó hún hafi aldrei verið annað en sögupersóna. Húsið sem höfundurinn sá sem æskuheimili hennar er hins vegar til. Það er næsta hús við það sem hann ólst upp í. Heimild: www.visindavefurinn.hi.is Grænahlíð er til Grænahlíð á Eðvarðseyju. Íslensku barnabókaverðlaunin eru bókmenntaverðlaun sem veitt eru árlega af Verðlaunasjóði íslenskra barnabóka, sem rithöfundurinn Ármann Kr. Einarsson stofnaði í samvinnu við Vöku-Helgafell árið 1985. Verðlaunin eru veitt fyrir áður óbirt handrit að skáldsögu fyrir börn og unglinga eða mynd- skreyttri barnabók. Fyrsta bókin sem hlaut verð- launin árið 1986 var Emil og Skundi eftir Guðmund Ólafsson. Tvisvar, árin 1995 og 2006, hafa tvær bækur hlotið verðlaunin. Árið 2005 voru engin verðlaun veitt þar sem ekkert handrit þótti nógu gott. - kg Íslensku barna- bókaverðlaunin Yrsa Sigurðardóttir hlaut verðlaunin árið 2003 fyrir bókina Biobörn. – Þroskandi barnabækur 990kr. 990kr. 990kr. 7 NÝJAR BARNABÆKUR 4-7 ára 4-8 ára1-4 ára 1-4 ára 2-5 ára 3-7 ára 1.290 kr. 1.190 kr. 1.190 kr. 1.990kr. 1.890kr. 1.990kr. 1.790 kr. 1.790 kr. Aðrar bækur frá Ungu ástinni minni 990kr. 1.990kr.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.