Fréttablaðið - 11.11.2009, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 11.11.2009, Blaðsíða 19
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 GönGuSkíðaferð verður farin á vegum Ferðaþjónustu bænda 30. janúar til 6. febrúar. Ferðinni er heitið til Oberstdorf í þýsku Ölpunum sem er jafnframt syðsti bær Þýskalands. Þar er frá- bært gönguskíðasvæði en heimsmeistaramótið í norrænum greinum var haldið þar árin 1987 og 2005. www.baendaferdir.is „Ég hef aldrei lent í öðru eins. Og hef ég nú lent í ýmsu,“ segir Ægir Sævarsson, sölumaður hjá Bet- ware á Íslandi, sem gripið hefur í leiðsögumennsku flest sumur síð- ustu sautján ár eða svo. Ein slík ferð í júlí síðastliðnum er Ægi minnisstæð. Ægir var leiðsögumaður í svo- nefndri VIP-ferð þar sem við- skiptavinir, í þessu tilfelli fjögurra manna fjölskylda frá Frakklandi, panta jeppa með leiðsögumanni í heila viku til að ferðast um landið þvert og endilangt. „Eldsnemma einn morguninn ákváðum við að keyra út í Ing- ólfshöfða, klettahöfðann suður af Öræfajökli, eins og ákveðið hafði verið. Keðja hafði verið sett fyrir vegarslóðann út í höfðann en ég hugsaði ekki mikið út í það, hélt að um varúðarráðstöfun væri að ræða,“ segir Ægir. „Þar sem við erum að keyra í makindum okkar sé ég skyndilega í baksýnis- speglinum hvar LandRover-jeppi kemur brunandi á brjálaðri ferð á eftir okkur. Svo veit ég ekki fyrr til en jeppinn keyrir þvert í veg fyrir mig og snarstoppar.“ Ægir þurfti að nauðhemla og lá við að hann fengi alla fjölskylduna á mælaborðið hjá sér. Hann steig út úr bílnum og ætlaði að ræða við manninn á jeppanum. „Hann er svona rosalega reiður og engu tauti né rauli komandi við hann. Áður en ég vissi hvað var að ger- ast var hann búinn að vinda sér inn í bílinn hjá okkur, taka lykil- inn úr svissinum og keyra burt.“ Ægir segist ekki hafa vitað sitt rjúkandi ráð þegar þarna var komið við sögu. „Mér datt í hug að sýna þessum ágætu ferða- mönnum smá sýnishorn af þjóð- aríþróttinni, íslenskri glímu, og stökkva upp á bakið á mannin- um. En ég hætti nú við það. Í ljós kom að þarna var á ferð maður sem rak þarna ferðaþjónustu og keyrði ferðamenn á dráttarvél út í höfðann. Í einfeldni minni hélt ég að gengið hefði verið frá öllum hnútum varðandi þennan mann, en svo var ekki.“ Ægir hringdi í ferðaþjónustuna sem hann vann hjá og bað um aðstoð. Svo tók við heil klukku- stund þar sem fjölskyldan og leið- sögumaðurinn sátu á sandinum og veltu fyrir sér næsta skrefi. „Ég vissi svo sem að þetta myndi redd- ast, enda kom eiginkona mannsins um síðir á traktor út á sandinn og skilaði lyklunum. En það sem stendur upp úr eru viðbrögð mannsins. Vel má vera að ég hefði ekki átt að losa keðj- una og nota aðstöðu sem hjónin höfðu byggt upp, en þetta voru algjörlega fáránleg viðbrögð við lítilfjörlegum glæp, ef um glæp var þá að ræða. Ábyrgðarleysið er algjört. Maður veit aldrei hvern- ig fólk maður hefur í bílnum og milljón hlutir geta komið upp á,“ segir Ægir. Hann segir frönsku fjölskyld- una hafa verið töluvert skelk- aða, en þó tekið hlutunum með ró. „Þau sögðu mér að þau hefðu lent í alls kyns skakkaföllum á ferð- um sínum um heiminn. Greinilega fyrirtaks hrakfallabálkar þarna á ferð.“ kjartan@frettabladid.is Hasarinn við Höfðann Ægir Sævarsson hefur starfað í og með sem leiðsögumaður um ísland í ein sautján ár. Áætluð ferð út á Ingólfshöfða með fjögurra manna fjölskyldu frá frakklandi er honum minnisstæðari en flestar aðrar. Ægir Sævarsson lenti í hremmingum með fjögurra manna hrakfallabálkafjölskyldu frá Frakklandi í sumar. Fréttablaðið/gva UPPLÝSINGAR O

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.