Fréttablaðið - 11.11.2009, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 11.11.2009, Blaðsíða 48
DREIFING: dreifing@posthusid.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 Mest lesið VISIR.IS Ritstjórn: 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja FRÉTTIR AF FÓLKI 1 Ingibjörg Sólrún: Á erfitt með að fyrirgefa sjálfri sér 2 Morðið í Hafnarfirði: Breskur blóðsérfræðingur bar vitni 3 Ísland gjörspillt samkvæmt nýrri könnun 4 Nokia innkallar hleðslutæki 5 Hvítabjörn í hægri umferð 6 Þingvallanefnd vill opna veg um risaslóð Lay Low plokkar bassann með Emilíönu Emilíana Torrini er á leiðinni til Ástralíu um jólin þar sem hún mun spila á fimm tónlistarhátíðum. Lay Low hitar upp fyrir hana á tvennum tónleikum, rétt eins og hún hefur gert fyrr á þessu ári með góðum árangri. Upphaflega átti Lay Low reyndar eingöngu að spila á bassa í hljómsveit Emilíönu en upp- hitunaratriðin tvö bættust nýlega við dagskrána. Lay Low hefur áður gripið í bassann fyrir Emilíönu, enda lærður bassaleikari. Útsölulok í Líflandi Lónsbakka Akureyri • Lynghálsi 3 Svansmerkt prentverk Íslensku svefnsófarnir okkar eru framleiddir hjá GÁ húsgögnum. Hægt er að velja úr mörgum litum. Svefnsófinn er lengri en hefðbundnir svefnsófar. Svefnflöturinn er 140x200 sm. Mjög góð dýna úr Visco þrýstijöfnunarefni er í svefnsófanum. Svefnsófinn er með mjög sterka stálgrind sem auðvelt er að opna. Kynningarverðið er kr. 299.900.- Svefnsófar Íslensk framleiðsla Söluaðili fyrir Íslenskar sængur og koddar frá DÚN & FIÐUR Söluaðili fyrir IRobot Hreinasta snilld hreint og betra loft Genghis Khan Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri átti ekki síðri stund á fundi Viðskiptaráðs. Már sagði ekki mega verja gengi krónunnar gegnum þykkt og þunnt sem ekki fengist staðist. Farsælla gæti verið að beita herkænsku hins kunna Genghis Khan (1162-1227), sem gerði Mongólíu að heimsveldi. Már benti á að leiðtoginn hefði tekið sinn tíma, hörfað og lokkað þannig andstæð- ingana úr vígjum sínum. Aðeins þá hefði her leiðtogans sótt fram og gjöreytt óvinahernum. Már taldi Mongólaleiðtoganum ýmislegt til tekna, svo sem því að hann stofnaði fyrsta seðlabanka heimsins. Og nú er bara að bíða eftir heimsveldinu Íslandi … tilraun númer 2. Áhugamaðurinn Lítið hefur kveðið að Árna Mathie- sen eftir að hann stóð upp úr stóli fjármálaráðherra í kjölfar búsáhalda- byltingarinnar og hvarf af þingi. Árni er menntaður dýralæknir og dustaði hann rykið af praktíkinni eftir stjórnarskiptin. Ekki hefur gustað af honum á þeim vettvangi. Árni hefur þó stöku sinnum minnt á sig, síðast á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs á föstudag í síðustu viku þar sem staða efnahagsmála var til umræðu. Fjármálaráðherrann fyrrverandi þótt ærið alþýðlegur enda flaggaði hann þar fínasta skeggi. Kátínu vakti kynning hans á sjálfum sér: „Ég er áhugamaður um ríkisfjármál …“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.