Fréttablaðið - 11.11.2009, Page 24

Fréttablaðið - 11.11.2009, Page 24
 11. NÓVEMBER 2009 MIÐVIKUDAGUR4 ● fréttablaðið ● barnabækur Ævintýrin á stóra tjaldinu Frægar barna- og unglingabækur hafa oftar en ekki verið kvikmyndaðar með góðum árangri. Hér eru nokkrar sem eru löngu orðnar klassískar. Kvikmyndin Bambi er byggð á bókinni Bambi, lífið í skóginum, eftir austurríska rithöfundinn Felix Salten. Hún var gefin út árið 1923 og segir frá Bamba, karlkyns dádýrs- kálfi, sem missir móður sína ungur. Bókin var þýdd og gefin út í Bandaríkjun- um árið 1928 og hefur síðan verið þýdd á yfir 20 tungumál. Walt Disney framleiddi teikni- myndina um Bamba árið 1942. Hún varð gríðarlega vinsæl og hlaut meðal annars þrjár til- nefningar til Óskarsverðlauna fyrir hljóð, lag og frumsamda tónlist. Bræðurnir Ljónshjarta er eftir hina sænsku Astr- id Lindgren. Hún var gefin út árið 1973 og hefur notið mikilla vinsælda um allan heim. Hún fjall- ar um bræðurna Jónatan og Karl sem báðir deyja en fara þá til ævintýralandsins Nangijala þar sem þeir lenda í ýmsum hættulegum ævintýrum, þurfa að berjast við óvætti og ómenni. Sagan um bræðurna var kvikmynduð árið 1977 og leikstýrt af Svíanum Olle Hellbom. Myndin sem er á sænsku var að einhverjum hluta kvikmynduð á Þingvöllum á Íslandi en einnig í Danmörku og Svíþjóð. Ella í álögum, eða Ella Enchanted, er bók eftir Gail Carson Levine sem gefin var út árið 1997. Ella fær í vöggugjöf frá mislukkaðri dís þá ánauð að þurfa að gera allt sem henni er sagt. Í sögunni er nokkurs konar Öskubusku- þema þar sem Ella er kúguð af stjúpsystrum sínum en verður að lokum drottning í ríkinu. Kvik- mynd var gerð eftir bókinni árið 2004 en þar lék Anne Hathaway aðalhlutverkið. Harry Potter þarf vart að kynna. Bækurnar um galdra- drenginn og vini hans gerðu höfundinn J. K. Rowling heimsþekkta á svipstundu. Þær eru sjö talsins og hafa sex þeirra verið kvikmyndaðar. Harry Potter og viskusteinninn, Harry Potter og leyn- iklefinn, Harry Potter og fanginn frá Azkaban, Harry Potter og eldbikar- inn, Harry Potter og Fönixregl- an og Harry Potter og blendings- prinsinn. Síðasta bókin, Harry Potter og dauðasjásnin, verður kvikmynduð í tveimur hlutum, sú fyrri kemur út árið 2010 og sú síðasta árið 2011. Hundraðogeinn Dalmatíuhundur er skáldsaga eftir Dodie Smith frá árinu 1956. Sagan fjallar um illu tískudrottninguna Grimmhildi Grámann sem stelur dalmatíuhvolpum til að hamfletta þá og búa til loðfeld. Disney framleiddi teiknimynd eftir sögunni árið 1961 og aflaði hún tíundu mestu tekna allra kvikmynda það árið. Myndin var end- urútgefin fjór- um sinnum, árin 1969, 1979, 1985 og 1991. Fleiri teikni- myndir hafa verið gerðar, laus- lega byggðar á sögunni. Narníubækurnar eru ævintýrasögur eftir C.S. Lewis. Fyrsta bókin: Ljónið, nornin og skápurinn kom út árið 1950. Hún segir af fjórum systkinum sem ramba inn í ævintýra- heiminn Narníu og þurfa að berjast við ill öfl. Bækurnar eru sjö alls og hafa verið þýddar á 41 tungumál. Þó höfundurinn hafi ekki viljað að sögurnar yrðu kvik- myndaðar hefur það verið gert fjórum sinnum. Þrisvar fyrir sjónvarp og einu sinni fyrir kvikmyndahús. Fyrstu sjónvarpsþættirnir fóru í sjónvarp árið 1979 en kvikmynd eftir fyrstu bókinni kom í bíóhús árið 2005. Næsta bókin um Prins Kaspían var gefin út árið 2008 en verið er að kvikmynda þriðju bókina. Sagan endalausa er þýsk ævintýrabók eftir Michael Ende og var gefin út fyrst árið 1979. Enska útgáfan var gefin út 1983. Sagan gerist í hliðstæðri veröld sem kallast Hugarheimar sem er í mikill hættu vegna þess að fólkið í raunveruleikanum er hætt að geta ímyndað sér. Nokkrar kvikmyndir hafa verið gerðar eftir sögunni. Sú fyrsta árið 1984. Ende var mjög óánægður með útkomuna þar sem verulega var vikið frá sögunni. Mynd númer tvö kom út árið 1990 og sú þriðja árið 1994. Talið er að til standi að kvikmynda söguna á ný á næstunni. Bókin um Ronju Ræningja- dóttur eftir Astrid Lindgren kom fyrst út árið 1981. Hún fjallar um stúlkuna Ronju sem elst upp í kastala föður síns og ræningjahöfðingjans Matt- is. Ronja gerist vinkona Birk- is Borkasonar, sonar erkióvin- ar Mattis. Við það fellur Ronja í ónáð og hún og Birkir fara að búa saman úti í skógi þar sem ýmis ævintýri bíða þeirra. Sagan var kvikmynd- uð á sænsku árið 1984. Mynd- in hlaut verð- launin Silfur- björninn á al- þjóðlegu kvikmynda- hátíðinni í Berlín. Lísa í Undralandi var skrifuð af enska rithöfundinum Charles Lutwidge Dodgson árið 1865, en hann skrifaði undir dulnefn- inu Lewis Carroll. Sagan segir af Lísu sem fellur niður um kanínuholu og inn í ævintýraveröld þar sem lifa furðuskepn- ur ýmsar. Sagan hefur oft verið kvikmynduð, sett upp á sviði og í sjónvarpsþáttum. Í fyrsta sinn var hún kvimynduð árið 1903 og þá sem mynd án tals. Nýjasta afurðin er kvikmynd eftir leik- stjórann Tim Burton sem er væntanleg í bíó- hús á næsta ári. Þar er Lísa leikin af leikkonunni Miu Wasikowska, óði hattarinn er leikinn af John- ny Depp. Helena Bonham Carter er rauða drottning- in og Anne Hathaway hvíta drottningin. ●TWILIGHT-BÆKURNAR SLÁ Í GEGN Vampírufantasían Twilight eftir bandaríska höfundinn Stephenie Meyer hefur notið gífurlegra vinsælda síðan fyrsta bókin kom út árið 2005. Bækurnar í seríunni eru alls fjórar og heita, Twilight, New Moon, Eclipse og Breaking Dawn. Þær segja sögu unglingsstúlkunn- ar Isabellu Swan eða Bellu sem flytur til Forks í Washington, Bandaríkjunum og verður ástfangin af 104 ára gamalli vampíru að nafni Edward Cullen. Verið er að vinna að gerð bíómynda úr fyrstu þremur bókunum, en sú fyrsta, Twilight, kom út í fyrra og er önnur, New Moon, væntanleg í lok mánaðarins. ● BÓKABÚÐ BARNANNA Í PEKING Bókabúðin The Kid‘s Republic í Peking í Kína er ævintýraveröld út af fyrir sig. Búðin er hönnuð af arkitektastofunni SAKO og hafa hönnuðirnir sett sig vel í spor barnanna. Á fyrstu hæðinni er leikherbergi og á annarri hæðinni er bókabúðin. Engar eiginlegar bókahillur er að finna og geta börnin setið eða legið hvar sem þau langar til og lesið sögur og ævintýri. www.nextdoortomagic.blogspot.com Smáratorgi 1, Kópavogi + Sími: 515 5100 + sala@a4.is + www.a4.is Glerárgötu 34, Akureyri + Sími: 515 5160 + akureyri@a4.is + www.a4.is Tilda jólasveinn Föndraðu fl ottan jólasvein Pakkningin inniheldur allt efni fyrir utan tróð. Hæð 57 sm. Verð 4.990 kr.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.