Fréttablaðið - 11.11.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.11.2009, Blaðsíða 8
8 11. nóvember 2009 MIÐVIKUDAGUR Hvítt fyrir sparsama. Gull. Silfur. Hvítt. 1Miðað við venjulegar glóperur | 2 Kveikingar: 90 mín kveikt, 15 mín. slökkt Eiginleikar vöru DULUXSTAR® Stick DULUXSTAR® Mini Twist DULUXSTAR® Mini Ball DULUXSTAR® Mini Candle DULUXSTAR® Reflector R63 Orkusparnaður allt að 80 %1 80 %1 80 %1 80 %1 80 %1 Meðallíftími 10.000 klst. 8.000 klst. 10.000 klst. 10.000 klst. 10.000 klst. NÝR ljóslitur! Warm comfort já já já já já Kveikingar 20.000 2 5.000 2 10.000 2 10.000 2 20.000 2 Vött (W) 5-30 5-23 5-20 5-10 11-13 Sökkull E14, E27 E14, E27 E14, E27 E14, E27 E27, R63 OSRAM DULUXSTAR® Jóhann Ólafsson & Co. | Krókhálsi 3 | sími 533-1900 | www.olafsson.is OSRAM sparperur fást í þremur flokkum DÓMSTÓLAR Búist er við úrskurði innan fjórtán daga um hvort afhenda eigi Vilhjálmi Bjarnasyni, lektor og fjárfesti, upplýsingar um 24 millj- arða króna veðlaust lán Glitnis til fjárfestingarfélagsins Fons. Vil- hjálmur stefndi bæði skilanefnd Glitnis og þrotabúi Fons vegna máls- ins. Málflutningur fór fram í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær. Guðni Ásþór Haraldsson, lögmað- ur Vilhjálms, segir að Vilhjálmur telji sig, ásamt öðrum þeim sem átt hafi hlut í Glitni, hugsanlega geta haft hagsmuni af því að sjá hvers vegna Fons hafi fengið lán án þess að fyrir því láni væru fullar trygg- ingar. „Hann vill því fá að sjá lána- gögnin er lágu að baki kröfulýsing- unni í búið. Skiptastjórinn neitar af því að hann telur að Vilhjálmur hafi ekki sýnt fram á þá hagsmuni sem hann hafi af því að sjá gögnin og skilanefnd Glitnis þorir ekki annað en að neita af því að hún telur sig bundna bankaleynd.“ Málið er hið fyrsta sinnar tegundar hér og segir Guðni það snúast um grunngildi í því hvort bankaleynd nái út yfir gröf og dauða, eða hvort hún falli niður þegar félag fari í þrot. „Við byggjum mál okkar á því að í þrota- búinu verði til nýr aðili sem taki ekki við óhlutbundnum réttindum á borð við bankaleynd.“ Guðni segir þó að önnur sjónar- mið kunni að eiga við þegar ein- staklingur fari í þrot. „Þegar búið er að skipta hlutafélagi er það ekki lengur til, en einstaklingur sem fer í þrot heldur áfram að lifa.“ - óká RÆÐA MÁLIN Vilhjálmur Bjarnason fjár- festir og Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, ræða málin á árs- fundi Seðlabankans í vor. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Mál Vilhjálms Bjarnasonar á hendur gamla Glitni var flutt í héraði í gær: Vill gögn um lán án trygginga FÉLAGSMÁL Ingibjörg Hinriksdóttir, stjórnarmaður í Knattspyrnusam- bandi Íslands (KSÍ), telur að ekki hafi verið tekið rétt á málum fjár- málastjóra sambandsins, en millj- ónir voru teknar af korti sam- bandsins sem hann var með á nektarstað í Sviss. Ingibjörg telur að málið hefði átt að vera opinbert frá fyrstu stundu. „Mér finnst þetta mál ömurlegt í heild sinni og mér var verulega brugðið þegar ég heyrði fyrst af því í fjölmiðlum á fimmtudag. Ég þekkti Pálma [fjármálastjórann] ekki af öðru en að vera æruverð- ugur og heiðarlegur maður. Sú leið sem var farin var ekki sú sem ég hefði kosið fyrst. Ég hefði kosið að stjórnin hefði verið kölluð saman og upplýst og málið rætt.“ Ingibjörg segir að málið sé KSÍ ekki til sóma og það skaði knatt- spyrnu á Íslandi. Setja verði siða- reglur fyrir sambandið. „Það hefði mátt vera ákvörðun fyrrum fram- kvæmdastjóra og núverandi for- manns að setja slíkar siðareglur. Það tækifæri nýtti hann því miður ekki. Ég held að það sé rangt að fara í felur með svona mál. Það er heiðarlegast að hafa allt uppi á borðinu.“ Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að stjórnin muni fara yfir erindi menntamálaráðherra, en líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær, hefur Katrín Jakobsdótt- ir krafist skýringa frá samband- inu. Málið verði rætt í stjórn sam- bandsins 19. nóvember. Hann hafi ekki enn kynnt sér dóminn sem féll í Sviss en hann muni gera það. Ingibjörg hafði ekki heyrt af stjórnarfundinum þegar Frétta- blaðið náði tali af henni. „Mér finnst málið nú komið í ógöngur og veit ekki hvaða skref eru best í því. Við í stjórninni þurfum að taka þau skref í sameiningu.“ kolbeinn@frettabladid.is Stjórnarmaður KSÍ vill setja siðareglur Stjórnarmaður í KSÍ vill að sambandið setji sér siðareglur í kjölfar máls fjár- málastjóra í Sviss. Málið hafi skaðað knattspyrnu á Íslandi og ekki hafi verið tekið rétt á því. Málið verður rætt á stjórnarfundi eftir viku. ÓSÁTT Í STJÓRNINNI Ingibjörg telur að upplýsa hefði átt þegar um málefni fjármála- stjóra, en 3,2 milljónir króna voru teknar af korti KSÍ á nektarstað í Sviss. Hún kallar eftir siðareglum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.