Fréttablaðið - 11.11.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 11.11.2009, Blaðsíða 34
22 11. nóvember 2009 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is LEONARDO DICAPRIO ER 35 ÁRA Í DAG. „Ekki halda eitt augnablik að ég sé eitthvað líkur þeim persónum sem ég leik. Ég er það ekki. Það er þess vegna sem þetta heitir leikur.“ Bandaríski leikarinn Leonardo Dicaprio sló fyrst í gegn í This Boy’s Life sem hann fylgdi eftir með myndinni What’s Eating Gilbert Grape. MERKISATBUÐRIR 1920 Matthías Jochumsson er gerður að heiðursborgara Akureyrar og heiðursdokt- or í guðfræði við Háskóla Íslands. 1928 Iðnskólinn í Hafnarfirði er stofnaður. 1958 Skipaflutningafyrirtækið Hafskip er stofnað. 1962 Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir leikritið Hart í bak eftir Jökul Jakobs- son. Leikritið var sýnt 205 sinnum og alltaf fyrir fullu húsi. 1965 Ródesía lýsir einhliða yfir sjálfstæði frá Bretlandi. 1975 Angóla fær sjálfstæði frá Portúgal. 2007 Rússneskt olíuskip brotn- ar í tvennt í miklum stormi í Svartahafi og veldur miklu tjóni. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Organistinn Pavel Manásek, sem bjó á Íslandi um sextán ára skeið, var ný- verið skipaður skólastjóri Tónlistar- skólans í Brno sem er næststærsta borg Tékklands. „Skólinn heitir á tékk- nesku Konservator Brno en þar læra nemendur ýmist á hljóðfæri, söng eða leiklist og eru skólar sem þessir oft nefndir School of Music and Drama á ensku,“ segir Pavel sem talar nánast óaðfinnanlega íslensku. Skólinn, sem er ætlaður nemend- um á menntaskólastigi, eða á aldrin- um fimmtán til rúmlega tuttugu ára er ríkisrekinn og eru tíu til fimmtán sams konar skólar í öllu Tékklandi. „Nemendur útskrifast með stúdents- próf en bæta síðan við sig tveimur árum á sínu sérsviði ásamt kennslu- fræði.“ Skólinn í Brno var stofnaður af tékkneska tónskáldinu Leos Janácek árið 1919 og er því níutíu ára á árinu. Pavel á því sérstaklega annríkt um þessar mundir. „Það hefði nú kannski verið betra ef afmælisárið væri að baki þar sem ég er bara nýtekinn við því það er alveg nóg að halda utan um þá 360 nemendur og þá 156 kennara sem stunda nám og starfa við skól- ann,“ segir Pavel sem heldur þó vel á spilunum. Hann flutti til Íslands ásamt konu sinni, Vieru Manásek, árið 1991 og bjuggu þau á Djúpavogi fyrstu tvö árin. „Síðan fluttum við til Reykja- víkur og starfaði ég sem organisti í Háteigskirkju til ársins 1999. Eftir það fór ég í námsleyfi til Tékklands og lærði hljómsveitarstjórnun en við endurkomuna til Íslands var ég ráðinn organisti við Árbæjarkirkju.“ Pavel var einnig kórstjóri karlakórsins Söngbræðra og gospelkórs Árbæjar- kirkju ásamt því að vera skjalavörður Sinfóníuhljómsveitar Íslands og undir- leikari í Leiklistarskóla Íslands. Hann kom því víða við og eignaðist marga góða vini. „Ég er ekki búin að gleyma Íslandi og er nú þegar búinn að bjóða nemendum í Listaháskóla Íslands til okkar í mars á næsta ári.“ Eiginkona Pavels er líka að gera það gott í Tékklandi en hún var organisti við Seltjarnarneskirkju og nam óperusöng við Nýja tónlistarskól- ann hjá Alinu Dubik. Hún er sólisti í kammersveitinni Virtuosi di Praga og hefur meðal annars ferðast með henni til Íslands og út um alla gömlu Tékkóslóvakíu. Pavel segist á margan hátt sakna Íslands. „Það er talsvert flóknara að búa í tíu milljóna manna landi en á Ís- landi og bið ég fyrir góðri kveðju til allra vina minna.“ vera@frettabladid.is PAVEL MANÁSEK: SKIPAÐUR SKÓLASTJÓRI TÓNLISTARSKÓLANS Í BRNO Gerir það gott í Tékklandi TEKUR VIÐ Á AFMÆLISÁRI Tónlistarskólinn í Brno var stofnaður af tónskáldinu Leos Janácek árið 1919 og er því níutíu ára á árinu. MYND/ÚR EINKASAFNI AFMÆLISBÖRN SAMÚEL JÓN SAMÚ- ELSSON hljóðfæra- leikari er 35 ára. ÞÓRHALLUR GUNNARS- SON fjölmiðla- maður er 46 ára. CALISTA FLOCKHART leikkona er 45 ára. MOSAIK Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ingunn Tryggvadóttir Efstasundi 63, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum Fossvogi 4. nóvember síð- astliðinn, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 13. nóvember næstkomandi og hefst athöfnin klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Samtaka lungnasjúklinga. Hörður Lárusson Unnur Harðardóttir Jón Eiríksson Lárus Þórarinn Harðarson Tina Hardarson Tryggvi Harðarson Harpa Jónsdóttir Anna Guðrún Harðardóttir Hallgrímur Guðmundsson Hafdís Harðardóttir Jóhann Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Svanhvít Friðriksdóttir frá Efri-Hólum, Norður-Þingeyjarsýslu, síðast til heimilis að Hvassaleiti 24, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 6. nóvem- ber. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 18. nóvember kl. 15.00. Friðrik Stefánsson Björn Stefánsson Guðrún Stefánsdóttir Stefán Þór Björnsson Svanhvít Friðriksdóttir Hjálmar Friðriksson Svanur Sigurjónsson Hektor Stefánsson og tengdabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Ólöf Erla Bjarnarson (Lóló) Hraunbæ 120, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 8. nóvember. Útför hennar fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 13. nóvember kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast henn- ar láti Bergmál, sími 587-5566, njóta þess. Baldur Bjarnarson Ragnar B. Bjarnarson Margrét Óskarsdóttir Þorsteinn B. Bjarnarson Thelma Guðmundsdóttir Guðmundur B. Bjarnarson María Pisani Jón B. Bjarnarson Hildur Melsted og barnabörn. Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, Haukur Jóhannsson Sólheimum 1, Akureyri, lést 6. nóvember. Útför hans fer fram frá Akureyrar- kirkju föstudaginn 13. nóvember kl. 13.30. Jóhann Hauksson Sigríður Hermanns Friðrik Jóhannsson Eygló Björnsdóttir Sólveig Jóhannsdóttir Sushant Sinha Ásta Jóhannsdóttir Guðrún Jóhannsdóttir Guðmundur Njálsson og systkinabörn. Fyrri heimsstyrjöld- inni lauk þennan dag árið 1918. Fyrri heims- styrjöldin, sem var köll- uð „heimsstríðið“, fyrir seinni heimsstyrjöld- ina, „stríðið mikla“ og „stríðið sem enda átti öll stríð“, var mannskætt stríð sem geisaði í Evr- ópu í fjögur ár. Morðið á Frans Ferd- inand erkihertoga og rík- isarfa Austurríkis í Sara- jevó þann 28. júní 1914 er sá atburður sem miðað er við þegar talað er um upphaf stríðsins. Átök hófust í ágúst 1914 og breiddust hratt út. Þegar upp var staðið lágu um tíu milljónir manna í valnum og tuttugu milljónir höfðu særst. Sigurvegarar í stríð- inu voru bandamenn undir forystu Frakka en auk þeirra voru Bret- ar og Rússar (til 1917) og síðar einnig Ítalir og Bandaríkjamenn. And- stæðingarnir voru Aust- urríki-Ungverjaland, Þýskaland, Búlgaría og Ottómanveldið. Stríðinu lauk með uppgjöf Þjóðverja 11. nóvember 1918. Að stríðinu loknu funduðu fyrrum fjandmenn í Ver- sölum í Frakklandi og var Versalasamningurinn gerður. ÞETTA GERÐIST: 11. NÓVEMBER 1918 Fyrri heimsstyrjöldinni lauk

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.