Fréttablaðið - 11.11.2009, Síða 38

Fréttablaðið - 11.11.2009, Síða 38
26 11. nóvember 2009 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is Börkur Gunnarsson hefur búið til manifestó, eða nokkurs konar leikreglur yfir það hvernig gera skal kreppubíómyndir á Íslandi í framtíðinni. Börkur telur að íslensk kvikmynda- gerð sé í hættu og að við því þurfi að bregðast. Gera þurfi kvikmynd- ir þar sem sagan og persónurn- ar séu í algjörum forgrunni. „Ég hef alla mína ævi verið í kreppu. Ég gerði mína fyrstu bíómynd í kreppu í Tékklandi 2004 þegar allt var í fullum blóma hér heima og þróaði bara með mér skjalið út frá kreppuaðstæðum,“ segir Börkur og á þar við myndina Sterkt kaffi sem var gerð fyrir aðeins tuttugu milljónir. Hún hlaut Menningar- verðlaun DV sem besta íslenska myndin og naut einnig mikillar hylli erlendis. Leikreglur Barkar eru sextán talsins og eru í anda dogma-stefn- unnar, vinnubragða leikstjórans Mikes Leigh og hinnar svokölluðu frönsku bylgju. Á meðal þeirra skil- yrða sem Börkur setur þeim sem vilja spreyta sig á kreppubíómynd- um er að þær fjalli um samtímann, handritið skuli skrifað með kvik- myndavélinni, leikarar noti eigin föt, aðeins sjö manns megi vera í kvikmyndateyminu og að veðrið megi aldrei koma í veg fyrir tökur. „Það er gaman að skoða hvað getur komið út úr því að vinna úr svona aðstæðum þegar þú býrð til stíl. Hvort sem þú ert að gera skáld- sögu eða bíómynd þarftu að skoða hvernig útkoman verður ef þú ein- beitir þér að þessum stíl. Ég held að þetta verði mjög spennandi, fyrir utan að núna eru Ísland og kreppa nátengd orð eins og ást og hatur. Þetta er líka frábært markaðstæki úti,“ segir Börkur, sem hefur feng- ið góð viðbrögð hjá vinum sínum úr kvikmyndabransanum. Börkur heldur á morgun boð- sýningu á mynd sinni Sterkt kaffi í Laugarásbíói í tilefni af útgáfu hennar á mynddiski. Þar ætlar hann að nota tækifærið og kynna þessar nýju leikreglur sínar, sem gætu orðið áberandi í íslenskri kvikmyndagerð í framtíðinni. freyr@frettabladid.is GHOSTIGITAL Einar Örn Benediktsson og Curver eru forsprakkar Ghostigital. Hljómsveitin Ghostigital heldur tvenna tónleika í New York í vik- unni. Fyrri tónleikarnir verða í kvöld á staðnum Monkey Town í borginni Williamsburg þar sem Casper Electronics sér um upp- hitun. Á morgun kemur sveitin fram á listahátíðinni Performa 09 ásamt Casper og listamann- inum Finnboga Péturssyni. Þar flytja þeir stutt verk ásamt hópi annarra listamanna. - fb Spila tvisvar í New York BÖRKUR GUNNARSSON Börkur hefur búið til leikreglur um hvernig gera skal kreppu- myndir á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Semur leikreglur um kreppubíó Tvöföld tónleikaplata með Megasi og Senuþjófunum, Segðu ekki frá (með lífsmarki), er komin í búðir. Platan inniheldur tónleikaupptökur frá árinu 2007 þar sem Megas og Senuþjófarnir ferðuðust um landið og léku allar helstu perlur meistarans af mikilli list. Alls eru 26 lög á plötunum tveimur og að sögn Kidda úr Senuþjófunum var úr miklu af góðu efni að moða. „Það voru ekki endilega tekin best spiluðu lögin heldur líka þau sem höfðu sögulegt gildi eins og þegar brunabjallan fer í gang eða þegar Megas missir röddina,“ segir Kiddi. Upptökurnar eru frá Bræðslunni á Borgarfirði eystra, Græna hattinum á Akureyri, Edinborgarhúsinu á Ísafirði og Laugardalshöll og innihalda þær lög á borð við Lóa Lóa, Ragnheiður biskupsdóttir, Reykjavíkurnætur, Spáðu í mig og Paradísarfuglinn. Platan er sú fyrsta með Megasi sem Borgin – hljómplötuútgáfa gefur út. Von er á nýrri hljóðversplötu frá Megasi og Senuþjóf- unum og er Megas þessa dagana í óða önn að semja efni á hana. Líklegt er að upptökur fari í gang á næsta ári og að platan líti dagsins ljós næsta sumar. -fb Brunabjalla og raddmissir > ALDREI HLUSTAÐ Á JAY-Z Söng- og leikkonan unga, Miley Cyrus, sagðist fyrir stuttu ekki hlusta á popptónlist og að hún hefði aldrei heyrt tónlist rapparans Jay-Z. Lag henn- ar Party in the USA þykir svipa mjög til lags eftir Jay-Z en þegar Cyrus var spurð út í lagið sagðist hún ekki hafa samið það sjálf. „Þetta er ekki minn stíll. Ég samdi ekki lagið. Ef ég á að vera hreinskilin þá vant- aði mig bara skemmtilegt lag fyrir fatalínu mína. Ég bjóst ekki við að lagið mundi ná þessum vin- sældum,“ sagði stúlkan. MEGAS Megas og Senu- þjófarnir hafa sent frá sér tónleikaplötuna Segðu ekki frá (með lífsmarki). FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 4

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.