Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.11.2009, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 11.11.2009, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 11. nóvember 2009 skipta um dekk hjá Max1 Umfelgun og ný dekk á góðu verði Fáðu ódýraumfelgun ogjafnvægisstillingu LÖGREGLUMÁL Mikið magn af tób- aki og áfengi, talsverður fjöldi af úrum og háþrýstidæla voru meðal þess sem lögregla fann í þremur húsleitum á Hvolsvelli í fyrradag. Fimm manns voru handteknir vegna innbrotahrinu að undanförnu, tvær konur og þrír karlmenn, öll á þrítugs- aldri. Konunum var sleppt að loknum yfirheyrslum en karl- mönnunum ekki. Fólkið er af erlendu bergi brotið og hefur verið búsett á tveim stöðum á Hvolsvelli í lengri eða skemmri tíma. Ayk þýfisins fann lögregla í húsleitunum landabrugg og leifar af fíkniefnum. Lögreglan á Hvolsvelli naut aðstoðar lög- reglunnar á Selfossi við aðgerð- ina. Þá var hundur frá Litla- Hrauni notaður. - jss Þjófagengið á Hvolsvelli: Stálu tóbaki, áfengi og úrum BANDARÍKIN Boeing 727 einka- þota auðjöfursins bandaríska, Donalds Trump, er til sölu. Á lífsstílsvef danska viðskipta- blaðsins Berl- ingske Tidende kemur fram að vélin sé komin til ára sinna, fyrst skráð árið 1968 og hafi um árabil verið í farþega- flugi með 134 farþega flutn- ingsgetu fyrir American Airlines áður en Trump eignaðist hana. Trump lét svo breyta vélinni og innrétta með margvíslegum lúxus, en nú tekur hún 24 far- þega í sæti. Í sölulýsingu segir að þótt vélin sé gömul þá séu innréttingar nýtískulegar. Ekki fylgir sögunni hvaða verð er sett á vélina, eða hvers vegna Donald Trump velur að selja núna. - óká DONALD TRUMP Margmilljónerinn Trump: Selur Boeing 727 einkaþotu UPPLÝSINGAR Forsætisráðherra á að lýsa því yfir hið fyrsta að öll gögn í umsjá opinberra aðila verði hér eftir opin og aðgengileg almenn- ingi, nema brýnar ástæður séu til annars. Þetta segja tólf þingmenn úr öllum flokkum í nýlegri þings- ályktunartillögu um opin gögn og rafrænan aðgang að þeim. Í tillögunni er mælst til þess að hér eftir verði lögð áhersla á upp- lýsingaskyldu stjórnvalda, fremur en á upplýsingarétt almennings. Með nýrri hugsun um upplýs- ingar megi komast hjá því að vilji stjórnvalda hverju sinni ráði því hvaða gögn séu aðgengileg almenningi. Um leið ætti að endurskoða og skilgreina nánar hvaða ástæður teljist nægilegar til að hindra aðgang að gögnum. Þar sem gögnunum hefur verið safnað fyrir skattfé sé eðlilegt að skattgreiðendur fái aðgang að þeim. Þetta séu gögn þjóðarinnar, kostuð af henni og unnin í hennar þágu. Leynd valdi tortryggni og greið- ari aðgangur að upplýsingum auki því traust á stjórnsýslunni. Þannig verði ráðuneytum og stofnunum veitt aukið aðhald. Fyrsti flutningsmaður tillögunn- ar er Davíð Stefánsson, þingmaður VG. - kóþ Þingmenn úr öllum flokkum skora á forsætisráðherra í þingsályktunartillögu: Öll gögn verði opin almenningi SKJALASAFN Víst er að margt leynist í gagnabönkum og geymslum íslenskr- ar stjórnsýslu. Nú vilja þingmenn allra flokka gera stjórnvöld skyldug til að upplýsa almenning, frekar en að almenningur hafi takmarkaðan rétt á upplýsingum. NORDICPHOTOS/AFP ALÞINGI Þórunn Sveinbjarnar- dóttir Samfylkingunni hvatti í gær dómsmálaráðherra til að koma í veg fyrir að lögregla beri rafbyssur. Ríkislögreglustjóri vill að sérsveitarmenn beri slík vopn en endanleg ákvörðun þar um hefur ekki verið tekin. Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra, sagði ákvörðunina lögreglunnar en hennar vilji stæði til að ákvörð- un yrði tekin með upplýstum hætti, eins og hún orðaði það. Benti Þórunn á að á síðustu átta árum hefðu 300 manns lát- ist í Bandaríkjunum eftir að hafa hlotið stuð úr rafbyssu. - bþs Þórunn Sveinbjarnardóttir: Lögreglan noti ekki rafbyssur

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.