Fréttablaðið - 11.11.2009, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 11.11.2009, Blaðsíða 20
 11. nóvember 2009 MIÐVIKUDAGUR2 HEIMAGERÐAR JÓLAGJAFIR eru bráðskemmtilegar. Nú er lag að hefjast handa svo þær verði tilbúnar fyrir jólin. „Ég hef aldrei verið neitt sérstak- lega gefinn fyrir jólalög, en þessa plötu hef ég hlustað á margoft síðan hún kom út og hún verður betri við hverja hlustun,“ segir Ölvir Gísla- son, framkvæmdastjóri spurninga- fyrirtækisins Ekki spurning ehf., um nýútkomna jólaplötu Bobs Dylan. Ölvir er einn mesti aðdáandi tónlist- armannsins á Íslandi og tilheyrir meðal annars Íslensku Dylan-maf- íunni svokölluðu, hópi manna sem hittast reglulega og ræða um alla mögulega Dylan-tengda hluti og þeir skiptast á sögum og geisladiskum. Fyrr á árinu sendi Bob Dylan frá sér plötuna Together through Life, og segir Ölvir að mörgum aðdáendum kappans hafi brugð- ið þegar tilkynnt var um útkomu plötu númer tvö á árinu. Á plötunni, sem ber titilinn Christmas in the Heart, syngur Dylan sígild jóla- lög á borð við Winter Wonderland, Little Drummer Boy og Here Comes Santa Claus. „Þetta eru meira og minna gaml- ir standardar og fátt sem kemur á óvart,“ segir Ölvir, „en fílingurinn á plötunni er svo notalegur og húm- orískur að maður heyrir ýmislegt í þessum lögum sem maður hafði ekki kveikt á áður. Blíðir og vina- legir straumar ráða ríkjum.“ Það er óhætt að segja að plat- an hafi vakið mismikla lukku hjá gamalgrónum Dylan-mönnum, en allur ágóði af sölu hennar rennur til bágstaddra. „Flestir í kringum mig eru hæstánægðir, en auðvitað eru alltaf einhverjir ósáttir. Mörg- um finnst sem röddin í Dylan sé alveg farin, og það er þó nokkuð til í því, en hann nýtir vel það sem hann hefur.“ Eitt af því sem sett hefur verið út á í sambandi við plötuna er að þar syngi Dylan, gyðingurinn sjálfur, jólalög af miklum móð. Ölvir gefur lítið fyrir slíka gagnrýni. „Þeir eru margir gyðingarnir sem hafa gefið út jólaplötur, og eru Barbra Streisand og Neil Diamond nærtæk dæmi. Jesús og jólasveinn- inn eru álíka fyrirferðarmikl- ir á plötunni, og ýmsir hafa bent á að samkvæmt ströngustu reglum mætti Dylan þá heldur ekki syngja um sveinka vegna þess að hann trúir ekki á hann. Sumir kjósa ein- faldlega að nöldra yfir öllu.“ Ölvir mælir heils hugar með Christmas in the Heart fyrir jólin. „Svona blíðir og vinalegir straum- ar henta einstaklega vel fyrir hátíðarnar,“ segir Ölvir sáttur við Dylan. kjartan@frettabladid.is Verður betri og betri Bob Dylan-aðdáandinn Ölvir Gíslason mælir heils hugar með nýútkominni jólaplötu meistarans, Christ- mas in the Heart, fyrir jólin. Platan hefur vakið mismikla lukku hjá Dylan-fólki um víða veröld. „Jesús og jólasveinninn eru álíka fyrirferðarmiklir á plötunni,“ segir Ölvir Gíslason um jólaplötu Bobs Dylan. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 20% afsláttur á meðan birgðir endast! Metasys er áhrifaríkt fæðubótaefni sem hefur hjálpað þúsundum Íslendinga við að létta sig. Að auki er Metasys mjög heilnæmt og þykir auka orku og úthald. Þeir sem hafa náð bestum árangri á Metasys hafa bætt inn hæfi- legri hreyfingu og viðhaft skynsamlegt mataræði Kíktu inn á www.metasys.is Þú færð Metasys í heilsu- og lyfjaverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. 100% náttúrulegt LAGERSALA Grensásvegi 8 - 108 Reykjavík Allar upplýsingar í síma 517-2040 Mikið úrval af ódýrum skóm á alla fjölskylduna Opið virka daga 12:00 - 18:00 - laugardaga 12:00 - 16:00 Gistiheimili í Kaupmannahöfn Herbergi og studioíbúðir í miðbænum sími 0045-2848 8905La Villa Patti Húsgögn Landsins mesta úrval af sófasettum íslen sk fr amle iðsla Boston-lux NICE man-8356 3+1+1 Roma boston-lux Tungusófar Sófasett Stakir sófar Hornsófar íslen sk fr amle iðsla íslen sk fr amle iðsla íslen sk fr amle iðsla Bonn 149.900 k r verð áð ur 399.9 00 kr P-8185 íslen sk fr amle iðsla 299.900 k r íslen sk fr amle iðsla verð áð ur 469.0 00 kr man-87-leður bogasófi Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.