Fréttablaðið - 11.11.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 11.11.2009, Blaðsíða 18
18 11. nóvember 2009 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 UMRÆÐAN Sigrún Elsa Smáradóttir skrifar um skipulagsmál Hver man ekki söng sjálfstæðismanna í Reykjavík allt síðasta kjörtímabil sem náði hámarki fyrir kosningar þar sem full- yrt var að Reykjavíkurlistinn stundaði lóða- skortsstefnu. Ekki var nægt lóðaframboð, lóðirnar voru ekki nógu ódýrar, Reykjavík- urborg var ekki að standast „samkeppni“ við nágrannasveitarfélögin. Borgin var að dragast afturúr, allt vegna hinnar meintu lóðaskortsstefnu Reykjavíkurlistans. Þessi söngur var í efsta sæti vinsældalista sjálfstæðismanna árið 2006. Sjálfstæðismenn skiptu svo sannarlega um gír hvað varðar úthlutanir lóða þegar þeir komust til valda. Tekið var upp fastverðs fyrirkomulag á lóða- úthlutunum og lóðum í nýjum hverfum borgarinn- ar dælt út af miklu kappi, langt undir markaðsverði, í samkeppni við sjálfstæðismenn í Kópavogi. Nú er þessi bóla eins og aðrar bólur sjálfstæðismanna sprungin og sú skelfilega staðreynd blasir við, að fjárfestingar fyrir á annað hundrað milljarða króna standa nú ónotaðar og tekjulausar fyrir samfélagið í nýbyggingarhverfum. Til að vinda ofan af þessu þarf íbúafjöldi á höfuð- borgarsvæðinu að aukast um 20%. Þegar þetta er dregið fram í dagsljósið bregst formaður Skipulagsráðs Reykjavíkur- borgar, Júlíus Vífill Ingvarsson, við með því að reyna að kenna Reykjavíkurlistanum um ástandið. Segja það svo á „lágu plani“ að tala um þessi mál, því á bak við tóma grunna séu harmsögur og brostnar vonir fjölskyldna. Þá þykir mér nú fyrst ástæða til að ræða málin. Ef engin væru fórnarlömbin og engar afleiðingar væri glæpurinn ekki stór og ástæðulaust að fara yfir stöðu þessara mála. En það eru afleiðingar og fórnarlömb og ljóst að stefna Sjálfstæðisflokksins brást í þessu sem svo mörgu öðru. Sjálfstæðismenn geta reynt að hagræða ýmsu en það er beinlínis móðgun við allt hugsandi fólk að þeir reyni að kenna Reykjavíkurlistanum og Sam- fylkingunni um offramboð á lóðum í Reykjavík eftir áralangan áróður sjálfstæðismanna um meinta lóðaskortsstefnu Reykjavíkurlistans. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingar. Lóðaskortsstefna R-listans Ein birtingarmynd kunningja-þjóðfélagsins er kunningja- kapítalisminn. Þar hafa fjöl skyldu-, vina og pólitísk hags- muna- og kunningjatengsl myndað náið samband stjórnmála, stjórn- sýslu og viðskipta. Einkavinavæð- ing og einhvers konar „ástarsam- band“ milli stjórnmálamanna og ýmissa framámanna í viðskipta- lífinu eru þannig ein birtingar- mynd kunningjakapítalismans. Önnur birtingarmynd kunningja- þjóðfélagsins er það kunningja- samfélag sem verður til innan opinberrar stjórnsýslu við það að ættar-, vina-, og pólitísk hags- muna- og kunningjatengsl ráða meiru við ráðningar í embætti og störf hjá hinu opinbera en hæfni, þekking og reynsla. Þetta kallast í daglegu tali pólitískur klíku- skapur, eða pólitískar vinaráðn- ingar (e. political cronyism). Pólitískar vinaráðningar þekkj- ast víða, en eru hvað útbreidd- astar í vanþróuðum ríkjum. Þegar pólitískar vinaráðningar hafa viðgengist um margra ára skeið og sami stjórnmálaflokk- ur eða flokkar hafa verið við völd lengi verður til kunningjasam- félag innan stjórnsýslunnar, þ.e. kunningjastjórnsýsla. Pólitískum vinaráðningum fylgja oftast væntingar um holl- ustu og hlýðni. Stundum er um ákveðinn vinargreiða ræða. Það breytir því þó ekki að hvort held- ur sem er, þá myndast í kjölfarið samband milli þess sem ræður og þess sem er ráðinn, samband sem líkja má við „skjólstæðings- samband“ (e. clientelism), þar sem sá sem tekur ákvörðun um ráðningu er orðinn „verndari“ (e. patron) þess sem er ráðinn. Við það ráðningarsamband sem skapast við pólitískar ráðningar verða til ákveðnar aðstæður þar sem sá sem ræður telur sig geta með nokkurri vissu sagt fyrir um hvernig sá sem er ráðinn hagar ákvörðunum sínum. Þetta þykir mörgum stjórnmálamönnum kost- ur þar sem opinber stjórnsýsla fæst við undirbúning ákvarð- ana og mörkun stefnu í sameigin- legum málum þjóðarinnar. Þar mætast oft ólíkir hagsmunir almennings og einkaaðila. Kunningjastjórnsýsla þarf ekki að þýða að innan stjórnsýslunn- ar, þ.e. ráðuneytanna sé að finna eitt allsherjar kærleiksheimili kunningja. Nei, öðru nær. Í kunn- ingjastjórnsýslum ríkir oft mikil óvissa, einkum við ráðherraskipti. Þegar hinn „pólitíski verndari“ er horfinn af svæðinu skapast óör- yggi hjá „skjólstæðingnum“. Kvíði, innri átök og valdabarátta geta hafist milli einstaklinga og jafnvel heilu deildanna innan ráðuneyt- anna á meðan menn keppast við að ná athygli nýja ráðherrans. Að komast í „náðina“ skiptir miklu til að losna úr viðjum gamla „skjól- stæðingssambandsins“, sanna sitt eigið ágæti eða fá ný tækifæri. Við þessar aðstæður getur kunn- ingjastjórnsýslan hæglega orðið að kerfi sem byrjar að þjóna sjálfu sér. Pólitískar vinaráðningar veikja því stjórnsýsluna. Pólitískar vinaráðningar gera stjórnsýsluna pólitískari. Við ákvarðanatöku kann faglegt mat að markast af pólitísku mati, vegna þess að menn óttast að faglegt mat sem er á skjön við hið pólitíska verði túlkað sem óhollusta. Pólitískt mat getur þannig fengið meira vægi við undirbúning ákvarðana en faglegt mat. Skilin milli þess faglega og þess pólitíska verða óljós. Því pól- itískari sem stjórnsýslan verður því minna gegnsæi og þeim mun óljósari ábyrgð. Neikvæð áhrif pólitískra vina- ráðninga eru meiri í fámennum samfélögum en stærri samfélög- um og ýmsir eiginleikar kunn- ingjastjórnsýslunnar eru þar hraðvirkari og víðtækari. Kunn- ingjastjórnsýslan er t.d. algeng- asti farvegur skilaboða eða við- varana til einstaklinga innan sem utan stjórnsýslunnar og því eitt helsta burðarvirki þöggunar og bælingar á gagnrýnni umræðu í samfélaginu. Fyrir stjórnmála- menn sem vilja hafa stjórn á hinni opinberu umræðu getur kunningja stjórnsýslan því ekki aðeins verið mjög gagnleg held- ur mjög áhrifarík vegna þess að í fámenninu eru skilin milli einka- lífs og vinnu nánast engin. Þar er í færri hús að venda fyrir gagn- rýnisraddir og þar eiga menn því oft meira undir ráðherrum og stjórnmálamönnum en raunin er í stærri samfélögum sem bjóða upp á margbreytileika og fleiri möguleika og tækifæri fyrir fólk sem hefur sérhæft sig til að þjóna hagsmunum almennings. Hvað er til ráða? Setja þarf á laggirnar ráðningarstofu stjórn- sýslunnar sem starfi undir eftir- liti þingskipaðrar nefndar og hafi það hlutverk að ráða í öll embætti og áhrifastöður innan stjórnsýsl- unnar. Ráðningarstofan sjái til þess að stjórnarráðið og stofnan- ir þess búi ávallt yfir bestu fáan- legri hæfni og getu sem stjórnvöld þurfa á að halda á hverjum tíma. Með tilkomu hennar mun fækka þeim kærum til umboðsmanns Alþingis sem geta leitt til skaða- bóta á hendur ríkinu. Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Pólitískar vinaráðningar SIGRÚN ELSA SMÁRADÓTTIR SIGURBJÖRG SIGURGEIRSDÓTTIR UMRÆÐA | Stjórnsýslumál Brautargengi frjálslyndra Frjálslyndi flokkurinn náði þeim áfanga í gær að á Alþingi var rætt um frumvarp um breytingar á fiskveiði- stjórnunarkerfinu, sem flokksmenn segja að sé að miklu leyti samið af Guðjóni Arnari Kristjánssyni, for- manni flokksins. Og það aðeins hálfu ári eftir að flokkurinn missti alla sína menn af þingi. Með mátulega mikl- um ýkjum mætti segja að stefnu- mál Frjálslynda flokksins hafi náð meira brautargengi þegar flokkurinn var utan þings en nokkurn tímann á þingi. Og hver veit, hefði Frjálslyndi flokkurinn aldrei farið á þing til að byrja með væri kannski jafnvel búið að afnema kvóta- kerfið. Sófaróttækni Ung vinstri græn standa fyrir „róttæku kaffihúsakvöldi“ á Kaffi Rót í kvöld. Meðal skemmtiefnis er upplestur úr pólitískum verkum. Á heimasíðu VG segir að markmið kvöldsins sé að slaka á með góðan kaffibolla og „gleyma stund, stað og þjóðfélagsumræðunni“. Tekur það ekki dálítið róttæknina úr kvöldinu? Grunsamlegt Lögreglan kom upp um kannabis- rækt í Kópavogi í gær. Í kjölfarið sendi hún frá sér ábend- ingar til almennings um atriði sem gætu bent til að ekki sé allt með felldu í nágrenni þeirra. Sem dæmi nefnir lögreglan þegar íbúar finna lykt á stigagangi, vatnshljóð og ef byrgt er fyrir glugga. Þá getur raki í gluggum bent til kannabisrækt- unar eða opnir gluggar. Þá þykir grunsamlegt ef hlutir eru færðir úr stað og í einhverjum tilvikum gætu heyrst hljóð eins og það sé verið að smíða. Með öðrum orðum, þar sem býr fólk er mögulega verið að rækta kannabis. bergsteinn@frettabladid.is Bílaapótek Hæðarsmára Mjódd • Álftamýri Í slensk kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð hefur staðið í blóma undanfarin misseri. Að einhverju leyti er þjóðin enn að njóta afurða sem til var stofnað meðan betur áraði en nú. Í önnur verkefni hefur verið ráðist eftir hrun vegna þess að eftirspurnin er til staðar. Sérstaklega er ástæða til að fagna leiknu íslensku sjónvarps- efni, sem hefur verið bæði meira að umfangi og gæðum nú upp á síðkastið en nokkru sinni fyrr. Á rysjóttum tímum er það þjóðinni hollt að sameinast fyrir framan sjónvarpsskjáina yfir skemmti- og menningarefni sem hefur skírskotun í hennar eigin veruleika. Hlegið hefur verið í kaffitímanum á mánudögum að uppákomunum í Fangavaktinni sem margir munu sakna sárt af skjánum á sunnu- dagskvöldum. Þá var Hamarinn Sjónvarpsins einnig einstaklega vel heppnuð, bæði spennandi og skemmtileg, sjónvarpsþáttaröð, svo hápunktar en þó alls ekki eina góða leikna sjónvarpsefni vetrarins hingað til, séu nefndir. Það er því heldur betur af sem áður var að áhorfendur sitji meira og minna með kjánahroll við skjáinn þegar leikið íslenskt efni er þar borið fram. Og það er ekki aðeins sjónvarpsþáttagerð sem stendur í blóma. Á lista yfir tíu mest sóttu myndir bíóhúsanna um síðustu helgi voru þrjár íslenskar bíómyndir. Á vef Kvikmyndamiðstöðvar kemur fram að nú eru átta leiknar bíómyndir í fullri lengd í framleiðslu. Það er því til nokkurs að hlakka. Þótt spár um að bíó og sjónvarp myndi leysa bókina af hólmi hafi ekki gengið eftir þá er myndmiðillinn fyrirferðarmikill í lífi allra kynslóða. Það er því mikilvægt hverri þjóð að geta speglað sig í slíku efni. Það einkennir nýtt íslenskt kvikmynda- og sjónvarpsefni að yrkisefnin eru nú í meira mæli sótt í samtímann en tíðkaðist á upphafsárum íslenskrar kvikmyndagerðar. Og þrátt fyrir að ein og ein metsölubók rati á hvíta tjaldið þá er hitt algengara að handrit sé frumsamið fyrir leikna efnið en ekki byggt á bók. Í íslenskum bíó- myndum og sjónvarpsþáttum er fengist við ýmsar hliðar íslensks veruleika, í þeim er íslenskur húmor og þar er talað íslenskt mál. Þetta efni er því gríðarlega mikilvægt framlag til menningarinnar í landinu. Auk þess sem það verður mikilvægur vitnisburður um tíðaranda hvers tíma þegar fram líða stundir. Þá er ótalið framlag bíómynda og leikins sjónvarpsefnis til þess að efla vöxt og viðgang íslenskunnar. Það er mikilvægt hverju málsamfélagi að eiga, auk bókmenntanna, sameiginlegan sjóð af leiknu efni; að börn alist ekki upp við að allt leikið efni sé á erlendum tungumálum, og þá einkum einu, heldur sé hægt að nota móðurmál þeirra í leiknu efni. Sömuleiðis verður þetta efni mikilvæg heimild til framtíðar um íslenskt mál og þróun þess. Íslensk kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð er ekki, og á ekki að vera, munaður sem hægt er að leyfa sér á uppgangstímum. Hún er nauðsynlegt framlag til menningar þjóðarinnar alltaf. Sameiningartákn dagsins í dag verður menningararfur framtíðarinnar. Eigum við að ræða það eitthvað? STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.