Fréttablaðið - 11.11.2009, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 11.11.2009, Blaðsíða 46
34 11. nóvember 2009 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. kviður, 6. borðaði, 8. hár, 9. tilvist, 11. óhreinindi, 12. flottur, 14. gort, 16. hvað, 17. titill, 18. kærleikur, 20. utan, 21. högg. LÓÐRÉTT 1. líkamshluti, 3. tvíhljóði, 4. planta, 5. angan, 7. æxlast, 10. fley, 13. skarð, 15. klasi, 16. rámur, 19. í röð. LAUSN LÁRÉTT: 2. magi, 6. át, 8. ull, 9. líf, 11. im, 12. smart, 14. grobb, 16. ha, 17. frú, 18. ást, 20. án, 21. stuð. LÓÐRÉTT: 1. háls, 3. au, 4. glitbrá, 5. ilm, 7. tímgast, 10. far, 13. rof, 15. búnt, 16. hás, 19. tu. „Við höfum fengið vilyrði fyrir áframhaldandi sam- starfi frá stjórnendum Topshop ef við höldum áfram að selja svona vel,“ segir Heba Hallgrímsdóttir, annar eigenda íslenska tískumerkisins Elabel. Elabel hefur verið til sölu í verslun Topshop í Lund- únum í tvær vikur og að sögn Hebu hefur salan gengið vel. „Enn hafa ekki allir stílarnir frá okkur farið í sölu því þessu er skipt niður. En fyrir helgi fengum við þær góðu fréttir að Elabel var sölu- hæsta fatamerkið í Edit-deildinni í viku númer tvö,“ segir Heba. Heba og Ásta Kristjánsdóttir meðeigandi segj- ast vera hæstánægðar með fréttirnar og vonast eftir því að merkið verði áfram það söluhæsta því það geti þýtt áframhaldandi samstarf við Topshop. „Þetta var stórt skref sem við tókum þegar við ákváðum að fara inn í Topshop þar sem við þurftum að fjármagna allan lagerinn sjálfar,“ segir Heba. „Við ákváðum að gera þetta því hægt og örugglega, þannig að við ráðum vel við allt sem við tökum okkur fyrir hendur. Við erum einnig að fara í sam- starf við verslunina Imperial á Akureyri, þannig að við erum hægt og rólega að færa út kvíarnar.“ -sm Elabel söluhæst í Topshop STÆKKA VIÐ SIG Ásta Kristjánsdóttir og Heba Hallgrímsdóttir eru hæstánægðar með árangur Elabel. Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds hefur gert höfundarréttarsamning við eitt stærsta umboðs- og útgáfufyrirtæki heims, Nettwerk. „Þau eru alveg frábær og eru að gera frábæra hluti fyrir mig,“ segir Ólafur. Hann var áður á mála hjá breska fyrirtækinu Burleywood, sem er nú í eigu Nettwerk. Samningurinn virkar þannig að Nett- werk greiðir Ólafi nokkrar milljónir fyrir höfundarréttinn að lögunum á næstu þremur plötum hans og nær samningurinn til tíu ára. Stefgjöldin sem fást af lögunum skiptast síðan á milli Ólafs og Nettwerk. „Ég sé ekki eftir þessu. Það er líka öryggi að fá svona fyrirframgreiðslur,“ segir Ólafur og telur að hann geti nú einbeitt sér enn betur að tónlistinni næstu árin. Fyrirtækið mun leggja mikla áherslu á að koma lögum Ólafs að í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, enda á miklu að græða ef það gengur eftir. Nettwerk er sama fyrirtæki og Lay Low rifti útgáfusamningi sínum við, eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær. Í kjöl- farið gerði hún höfundarréttarsamning, líkan þeim sem Ólafur gerði, við banda- ríska fyrirtækið Songs Publishing. Ólafur er þessa dagana að vinna að nýrri plötu með aðstoð Barða Jóhanns- sonar. Stuttskífa hans Found Songs, sem hann gaf á netinu fyrr á árinu, kemur út á geisladiski hérlendis í lok nóvem- ber. Jafnframt er væntanleg útgáfa á tónlist Ólafs við dansverkið Dyad 1909 eftir hinn virta höfund Wayne McGregor. Ólafur er án útgáfusamnings, rétt eins og Lay Low, og er þessa dagana að íhuga til- boð frá nokkrum útgáfufyrirtækjum. - fb Ólafur Arnalds semur við Nettwerk ÓLAFUR ARNALDS Ólafur hefur gert höfundarréttarsamning við umboðs- og útgáfufyrirtækið Nettwerk. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Mér finnst plokkfiskurinn á Þrem frökkum mjög góður, sömuleiðis pitsurnar á Wilsons Pizza.“ Tinna Þórarinsdóttir stjórnmálafræðingur. BESTI BITINN Í BÆNUM Rapparinn Emmsjé Gauti vandaði Ingó Veðurguði ekki kveðjurnar í síðasta tölublaði Popps, sem fylgdi með Fréttablað- inu í enda október. Ingó svaraði fyrir sig á dögunum og sagðist hreinlega aldrei hafa heyrt um Emmsjé Gauta og spurði hvort hann væri ný tegund af hamborgara. Nú hefur Prikið gripið deilurnar á lofti og hóf að bjóða upp á McGauta-hamborgara fyrr í vikunni. Gauti sjálfur sást gæða sér á einum slíkum í vikunni, en Ingó hefur ekki ennþá nýtt sér tilboðið. Spurning hvort það þurfi að bjóða upp á Bahama-borgara svo hann láti sjá sig? Leikstjórinn Ragnar Bragason getur loksins slakað á eftir vinnutörn síðustu vikna sem skilur eftir sig Fangavaktina og kvikmyndina Bjarnfreðarson. Fangavaktinni lauk á dram- atískan hátt síðasta sunnudag, en kvikmyndin sem rekur smiðshögg- ið á ævintýri Georgs, Daníels og Ólafs Ragnars verður frumsýnd um jólin. Ragnar hefur stýrt mörgum af helstu leikurum þjóðarinnar eins og herforingi undanfarið, en álagið sagði til sín í gær þegar hann lagðist í bælið með flensu á fyrsta alvöru frídeginum eftir törnina. Ný skáldsaga Steinunnar Sig- urðardóttur, Góði elskhuginn, kemur út í dag. Þrátt fyrir það verður Steinunn fjarri góðu gamni á útgáfudaginn því hún hefur verið á miklu upplestrarferðalagi um Þýskaland, þar sem bók hennar Sólskinshestur kom nýverið út. Steinunn, sem er búsett í Berlín, er væntanleg hingað til lands 16. nóvember og mun taka þátt í upplestr- arkvöldum þangað til hún flýgur af landi brott tæpum tveimur vikum síðar. - afb, fb FRÉTTIR AF FÓLKI Aðeins eitt verð 1.190, - kr/kg Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Ath! Sama hvað það er. Allur ferskur fi skur, allir fi skréttir ....allur fi skur í fi skborði. Tilboðið gildir alla vikuna. Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn... „Við verðum á svakalega flottu hóteli og svo ferðumst við jafn- vel um fleiri eyjar – þannig að það verða fleiri en eitt hótel,“ segir fyrirsætan Jórunn Steinsson. Ferðamálaráð Kanaríeyja blés í lúðra í október og bauð Íslending- um að hitta fulltrúa þeirra, sem ætluðu að velja fimmtíu manns til að fara í fría ferð til eyjanna. Jór- unn var ein af þeim sem voru valin og með í för verður kærastinn, plötusnúðurinn Jóhann D. Bianco. „Við vorum send inn í herbergi þar sem um tuttugu Spánverjar biðu. Svo var þetta eins og hrað- stefnumót,“ segir Jórunn um hvernig staðið var að valinu, en um 2.000 manns sóttu um. „Maður var spurður fullt af spurningum í eina mínútu, svo var blásið í flautu og þá skipti maður um sæti. Ég var löðrandi í svita þegar ég kom út úr þessu. Ég var í eitt skipti beðin um að standa upp og dansa macarena- dansinn og gerði það.“ - Og dansinn hefur kannski ráðið úrslitum? „Já, það gæti vel verið. Það er aldrei að vita.“ Jórunn og Jóhann fljúga út 25. nóvember og dvelja í viku á lúx- ushótelum í hitabeltisparadísinni. Þau fá ekki miklar upplýsingar um ferðina fyrr en stuttu fyrir brott- för. „Við fáum ekki einu sinni að vita hverjir fara með okkur út,“ segir Jórunn. Þau gátu þó valið um fjögur þemu fyrir ferðina: vatnasport-, eldfjalla-, slökunar- og fjölskylduþema. „Við völdum slökun; nudd, spa og svoleiðis – og náttúrulega partí. Það verður ekki betra.“ Jórunn er augljóslega mjög spennt fyrir ferðinni, sem hún segir farna á besta mögulega tíma. Ferðalangarnir skuldbinda sig til að vinna nokkur verkefni fyrir ferðamálaráð Kanaríeyja, þó að ferðin sé fyrst og fremst frí. „Það verður fínt að fara út og hafa nóg fyrir stafni,“ segir hún að lokum. atlifannar@frettabladid.is JÓRUNN STEINSSON: „VIÐ FÁUM EKKI AÐ VITA HVER FER MEÐ OKKUR“ Dansaði macarena og fékk fría lúxusferð til Kanarí FRÍTT Í SÓLINA Jórunn og Jóhann fara til Kanaríeyja í boði ferðamálaráðs eyjanna í nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.