Fréttablaðið - 11.11.2009, Side 16

Fréttablaðið - 11.11.2009, Side 16
16 11. nóvember 2009 MIÐVIKUDAGUR Íslensk tryggingafélög og fjarskiptafyrirtæki verða vænlegir kostir fyrir erlenda fjárfesta í náinni framtíð. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Capacent Glacier sem kynnt verður í dag. Mikill meirihluti venjulegra Íslend- inga og stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum er hlynntur erlend- um fjárfestingum á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem ráðgjafarfyrirtækið Capacent Glacier lét gera fyrir sig og birtist í nýrri skýrslu sem nefnist Erlend- ar fjárfestingar á Íslandi: Lærdóm- ur fortíðar, staðan í samtímanum og tækifæri framtíðarinnar (e. For- eign investment in Iceland: Past lessons – present situation – future opportunites) sem kynnt verður á ráðstefnu á Grand Hótel í dag. Magnús Bjarnason, forstjóri Capacent Glacier, segir niður- stöðurnar vera miklu jákvæð- ari en hann bjóst við. „Það skipt- ir gríðarlega miklu máli þegar verið er að kynna Ísland erlend- is að geta sýnt fram á að íbúarn- ir séu hlynntir erlendri fjárfest- ingu,“ segir Magnús, sem hefur undanfarið heimsótt fjárfesta og kynnt Ísland sem mögulegt land tækifæra fyrir erlenda fjárfesta. Fyrirtækið aðstoðaði meðal ann- ars við kaup Magma Energy á hlut í HS Orku. Mikil þörf fyrir fjármagn á Íslandi Magnús segir áhuga á fjárfest- ingum á Íslandi vera mikinn og enn fremur sé ljóst að mikil þörf sé fyrir eigið fé inn í mörg fyr- irtæki hér á landi. Áhugi stjórn- enda íslenskra fyrirtækja á erlend- um fjárfestingum komi því ekki á óvart en í viðhorfskönnuninni kemur fram að 86 prósent þeirra eru hlynntir erlendum fjárfest- ingum á Íslandi og 92 prósent telja þær mikilvægar. Almenningur er ekki alveg jafn hrifinn en þó er mikill meirihluti þeirra sem svör- uðu könnuninni hlynntur erlendri fjárfestingu, eða 70 prósent, og 81 prósent telur hana mikilvæga fyrir íslenskt hagkerfi. Magnús segir reynslu erlendra fjárfesta af Íslandi undanfarna áratugi mjög góða. Álfyrirtækin séu þar fyrirferðarmest en ekki flest að tölu. Fyrsta stóra fjárfest- ing erlendra aðila var álverið í Straumsvík sem hóf starfsemi árið 1969. Í skýrslunni kemur fram að sú fjárfesting var umdeild á sínum tíma, rétt eins og álverið á Reyðar- firði var áratugum síðar. Reynsl- an af erlendum fjárfestingum sé hins vegar góð. „Fjárfestingarnar hafa gengið mjög vel upp bæðir fyrir neytendur og fjárfesta. Nú er reynslan orðin löng og farsæl,“ bendir Magnús á. Í skýrslunni kemur enn fremur fram að þó að viðhorf til erlendra fjárfestinga sé almennt jákvætt eigi það ekki við um fjárfestingar í öllum greinum. Meirihluti sé til að mynda and- vígur erlendum fjárfestingum í sjávarútvegi og orkufyrirtækjum. Þegar spurt var í framhaldi hvort andstæðingarnir* væru tilbúnir að skipta um skoðun, yrði sanngjarnt gjald tekið fyrir notkunina á auð- lindunum, kemur í ljós að mikill meirihluti aðspurðra var til í það. Sjóvá og VÍS til sölu Magnús segir ljóst að veik staða krónunnar heilli erlenda fjárfesta. Tækifærin fyrir þá verði mýmörg á næstunni, þegar fyrirtæki sem nú séu í eigu eignaumsýslufélaga bankanna verði seld á markaði. Í skýrslunni eru tekin dæmi um trygginga- og fjarskiptafyrirtæki sem líklegt er talið að verði seld á næstu árum. Þar á meðal er Sjóvá, sem bent er á að hafi í raun verið yfirtekið af ríkinu í gegnum eign- arhald þess á Glitni og Íslands- banka. Bent er á að Vörður sé þegar í meirihluta Færeyjabanka. Stærsta tryggingafyrirtæki lands- ins, VÍS, er talið á meðal líklegra tækifæra í náinni framtíð, og bent er á að Vodafone sé nú að meiri- hluta í eigu Landsbanka og endur- skipulagning á fyrirtækinu miði að því að fá inn nýja fjárfesta. Magnús bendir á að í skýrslunni séu leiddar líkur að því að þessi fyrirtæki verði seld. „Ísland hefur gott orðspor erlend- is, það er stórlega búið að oftúlka hinn svokallaða ímyndarhnekki sem Ísland hefur beðið á alþjóða- vettvangi,“ segir Magnús, sem hrósar stjórnvöldum fyrir að hafa komið fram af ábyrgð eftir hrunið og komið í veg fyrir að eignir væru seldar hér á brunaútsölu. Nú sé búið að búa svo um hnúta að umhverfið sé gott fyrir alvöru erlendar fjár- festingar og margir sýni þeim áhuga. „Og það er engin ástæða til að óttast að erlendir aðilar færi sér ástandið hér í nyt.“ Viðhorf til fjárfestinga í sjávarútvegi og orkuiðnaði Nei 34,2%Já 65,8% Stjórnendur FRÉTTASKÝRING: Ísland og erlendir fjárfestar Já 58,4% Nei 41,6% Nei 41,6% Já 58,4% Almenningur Stjórnendur Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) fjárfestingum erlendra aðila í sjávarút- vegsfyrirtækjum ef tryggt væri að auðlindin væri í eigu Íslendinga og sann- gjarnt verð væri greitt fyrir nýtingu hennar? Já 55,7% Nei 44,3% Almenningur Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) fjárfestingum erlendra aðila í orkufyr- irtækjum ef tryggt væri að auðlindin væri í eigu Íslendinga og sanngjarnt verð væri greitt fyrir nýtingu hennar? Hlynntur 40,0% Andvígur 45,6% Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) fjár- festingum erlendra aðila í íslenskum orkufyrirtækjum? Hvorki né 14,4% Andvígur 50,2% Hlynntur 29,3% Hvorki né 20,5% Almenningur Stjórnendur Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) fjár- festingum erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegsfyrir- tækjum? Andvígur 55,6% Hvorki né 20,8% Hlynntur 23,6% Hlynntur 37,7% Andvígur 45,4% Hvorki né 16,9% Stjórnendur Hversu mikilvægt eða lítilvægt telur þú fyrir íslenskt efnahagslíf að fá erlenda aðila til að fjárfesta hér á landi? Almenningur Stjórnendur Mikilvægt 81,2% Lítilvægt 9% Hvorki né 9,8% Mikilvægt 91,8% Lítilvægt 3,4% Hvorki né 4,8% Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) fjárfestingu erlendra aðila á Íslandi? Almenningur Stjórnendur Hlynntur 69,9% Andvígur 15,3% Hvorki né 14,8% Hlynntur 85,9% Andvígur 6,1% Hvorki né 8,0% Viðhorf til erlendra fjárfestinga á Islandi Capacent Gallup framkvæmdi könnunina fyrir Capa- cent Glacier í september síðastliðnum. Tveir hópar voru spurðir í könnuninni, annars vegar almenningur og hins vegar stjórnendur. Úrtakið í stjórnendahópnum var tilviljunarúrtak úr fyrirtækjaskrá og Viðhorfahópi stjórnenda. Haft var samband við fyrirtæki með fjóra starfsmenn eða fleiri. Endanlegt úrtak var 956 manns og svarhlutfallið 52,2 prósent. Í hópnum sem hér er kallaður almenningur var upphaflegt úrtak 1.300 manns en endanlegt úrtak var 1265. Svarhlutfallið var 58-59,8 prósent. Flestir hlynntir erlendum fjárfestingum FRÉTTASKÝRING SIGRÍÐUR B. TÓMASDÓTTIR sigridur@frettabladid.is Nýlegar breytingar í utanríkis málum Færeyja: Ófullvalda ríki í alþjóða samfélaginu Latest Developments in Faroese Foreign Affairs: A Non-Sovereign State in the International Arena Hádegisfundur í Norræna húsinu, fimmtudaginn 12. nóvember frá klukkan 12.00 til 13.30 Beinta í Jákupsstovu, dósent í stjórnmálafræði við Fróð skapar- setur Færeyja og Molde háskóla í Noregi, flytur erindi á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, Norræna hússins og ræðismannsskrifstofu Færeyja á Íslandi. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er opinn öllum. Boðið verður upp á léttar veitingar frá kl. 11.30. Beinta mun fjalla um breytingar í utanríkismálum Færeyja, þar á meðal nýstofnaða nefnd sem skoðar hugsan legar breytingar á samskiptum Færeyja við Evrópusambandið. Fundarstjóri: Alyson JK Bailes, aðjúnkt við stjórnmála- fræði deild Háskóla Íslands. Beinta í JákupsstovuAlyson JK Bailes Almenningur MISVELKOMNIR ÚTLENDINGAR Almenningur er ekki sérlega jákvæður í garð fjárfest- inga erlendra aðila í sjávarútvegi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.