Fréttablaðið - 11.11.2009, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 11.11.2009, Blaðsíða 43
MIÐVIKUDAGUR 11. nóvember 2009 FÓTBOLTI Ísland laut í lægra haldi gegn Íran er liðin mættust í vin- áttulandsleik í Teheran í gær. Íran vann 1-0 sigur og kom sigurmark- ið á 54. mínútu. Það var sjálfsmark hjá Kristjáni Erni Sigurðssyni. Leikurinn fór fram á hinum glæsilega Azadi-velli sem rúmar níutíu þúsund manns. Leikurinn vakti greinilega lítinn áhuga hjá írönskum knattspyrnuáhugamönn- um því örfáir áhorfendur sáu sér fært að mæta á svæðið. Þrír nýliðar voru í byrjunar- liði Íslands í gær en dagurinn var ekki alþjóðlegur landsleikjadagur og því gat Ísland ekki teflt fram öllum sínum sterkustu mönnum. Íslenska liðið byrjaði leikinn illa. Varnarlínan var ekki í nein- um takti og Íranar komust hvað eftir annað á bak við vörnina. Úr varð oftar en ekki mikil hætta en Íslendingar sluppu með skrekkinn. Nokkur lykt var reyndar af dóm- gæslunni en Íranar virkuðu ansi oft rangstæðir án þess að flagg- að væri. Að sama skapi var flagg- að á íslenska liðið þegar íslensk- ur sóknarmaður virkaði ekki rangstæður. Besta færi fyrri hálfleiks fékk Ólafur Ingi á 21. mínútu. Heiðar stal þá boltanum af varnarmanni og renndi honum út í teiginn á Ólaf sem var einn gegn markverði en hann hitti ekki markið. Íranar fengu þó mun fleiri færi. Íslenska vörnin var algjörlega úti á þekju í upphafi síðari hálf- leiks og Árni Gautur bjargaði glæsilega úr dauðafæri í upphafi hálfleiksins. Hann kom þó engum vörnum við á 54. mínútu er Íranar fengu skyndisókn. Sending kom af vinstri kanti á nærstöng þar sem tveir Íslendingar og einn Írani renndu sér í boltann. Hann fór í tána á Kristjáni Erni og þaðan í netið. Íslenska liðið gerði sitt besta til þess að jafna undir lokin og Matthías Vilhjálmsson var ekki fjarri því að skora á 84. mínútu. Hann skallaði þá að marki eftir hornspyrnu en Íranar björguðu á línu. Það var frekar fátt um fína drætti í íslenska liðinu, sem að hluta til skýrist af því að margir leikmanna liðsins hafa ekki leikið saman áður. Indriði bar af í vörn- inni og Ari Freyr sýndi skemmti- lega takta þó svo að hann hafi stundum gleymt sér í varnarvinn- unni. Árni Gautur var mjög traust- ur á milli stanganna. Helgi Valur og Ólafur Ingi létu vel finna fyrir sér á miðjunni en takmarkað kom út úr sókninni henry@frettabladid.is Tilþrifalítið í Teheran Hálfgert B-landslið Íslands sýndi lítið gegn Íran í vináttulandsleik í Teheran í gær. Íran vann eins marks sigur en fékk tækifæri til þess að skora fleiri mörk. FYRIRLIÐINN Heiðar Helguson var fyrirliði Íslands í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÍRAN - ÍSLAND 1-0 Byrjunarlið Íslands í leiknum: Árni Gautur Arason Ari Freyr Skúlason Indriði Sigurðsson Kristján Örn Sigurðsson Birkir Már Sævarsson Jónas Guðni Sævarsson Helgi Valur Daníelsson Ólafur Ingi Skúlason Steinþór Freyr Þorsteinsson Atli Guðnason Heiðar Helguson KÖRFUBOLTI Nú liggur ljóst fyrir hvaða lið mætast í 16 liða úrslit- um Subway-bikars karla og kvenna í körfubolta en dráttur- inn fór fram í húsakynnum ÍSÍ í gær. Hjá konunum er boðið upp á stórleik KR og Hamars auk þess sem Keflavík og Grindavík mæt- ast í grannaslag en fátt er um fína drætti karlamegin og í raun eng- inn stórleikur í boði. Þar mætast Snæfell og Hamar í eina innbyrð- isleik liða í Iceland Express-deild- inni en Grindavík mætir Ármanni og Njarðvík sækir Hrunamenn heim. Dráttinn í heild sinni má sjá á netmiðlinum visir.is. - óþ Dregið var í 16 liða úrslit Subway-bikars karla og kvenna í körfubolta í gær: Boðið upp á stórleik hjá konunum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.