Fréttablaðið - 11.11.2009, Síða 28

Fréttablaðið - 11.11.2009, Síða 28
 11. NÓVEMBER 2009 MIÐVIKUDAGUR8 ● fréttablaðið ● barnabækur ● BEATRIX POTTER „Ég hata fjölmiðla- athygli, og ég hef lagt á ráðin um að verða gömul kona án hennar, nema í heimilislegu andrúmslofti landbúnaðarsýninga.“ Helen Beatrix Potter (1866-1943) var enskur barna- bókahöfundur og mynskreytinga- maður. Hennar þekktasta persóna er Pétur kanína (Peter Rabbit) og fleiri dýr. Hún varð síðar á ævinni einnig þekkt sem náttúruverndarkona. Hún skrifaði alls 23 bækur sem gefnar voru út með sniði sem hentaði börnum. ● TOVE JANSSON (1914- 2001) var sænskumælandi finnskur rithöfundur, málari, heimspekiprófessor og teiknari. Hennar þekktustu verk eru án efa bækurnar um Múmínálfana. Fyrstu Múmínbókina skrifaði hún árið 1945 meðan stríðið geisaði enn. Bókin vakti litla at- hygli en næstu bækurnar, sem komu út árið 1946 og 1948, gerðu hana fræga. Erfitt er að segja til um hvenær barna- og unglingabókmenntir litu fyrst dagsins ljós en á fimmtándu öld voru skrifaðar sögur sem börn og unglingar hafa hrifist að æ síðan þó að þær hafi ekki verið sér- staklega ætl- aðar þeim. Þar á meðal eru sögurn- ar um Hróa hött. Árið 1658 kom bókin Orbis Pict- us eft i r hinn tékk- neska Jan Ámos Komenský út í Tékkóslóv- akíu. Hún er talin fyrsta mynd- skreytta barnabókin. Á sama tíma lagði hinn franski Charles Perrault grunninn að ævintýrahefðinni með sögum á borð við Rauðhettu, Þyrnirós, Stígvélaða köttinn og Öskubusku. Í byrjun nítjándu aldar skráðu bræðurnir Jakob og Wilhem Grimm þýskar munnmælasögur eins og Mjallhvíti, Garðabrúðu og Hans og Grétu en þær hafa síðan tilheyrt Grímsævintýrum. Nokkr- um áratugum síðar komu út Litla hafmeyjan, Litli ljóti andarung- inn, Nýju fötin keisarans og fleiri ævintýri eftir hinn danska Hans Christian Andersen en síðar sömu öld perlur eins og Lísa í Undra- landi eftir hinn enska Lewis Carroll og Heidi eftir hina sviss- nesku Johönnu Spyri. Í byrjun tuttugustu aldar kom Galdrakarlinn í Oz eftir L. Frank Baum út í Bandaríkjunum en undir lok hennar sló hin breska J.K. Row- ling í gegn með bókum sínum um galdrastrákinn Harry Potter. - ve Hrói höttur ruddi brautina ● TALAN ÞRÍR Algengt er að eitthvað þrennt gerist í ævintýrum. Notkun tölunnar þrír í ævintýrum er sennilega tilkomin vegna þess að frá örófi alda hefur hún verið talin afar máttug og einnig vegna þess að í frásagnarlist er endur- tekning stílbragð sem getur magn- að upp spennu. Gott dæmi um það er ævintýrið um Mjallhvíti þar sem vonda stjúpan reynir í þrígang að ráða söguhetjuna af dögum og heppnast næstum því með því að gefa henni eitrað epli. Nánar á www.visindavefur.is. Bókabúð Máls & menningar á sama stað í hjarta borgarinnar í 48 ár Finnur finnur Rúsínu Finnur finnur Rúsínu er fjörug og skemmtileg saga úr íslenskri sveit eftir Sigrúnu Eldjárn, einn okkar virtustu barnabókahöfunda. Prinsessan á Bessastöðum Gerður Kristný er margverðlaunaður og afar fjölhæfur rithöfundur. Æsileg saga hennar um Ballið á Bessastöðum sló rækilega í gegn hjá lesendum en nýja bókin, Prinsessan á Bessastöðum, er ekki síður fjörug og skemmtileg. Lubbi finnur málbein Bókin um Lubba er hugsuð til málörvunar og hljóðanáms fyrir börn á aldrinum tveggja til sjö ára. Höfundar bókarinnar, Þóra Másdóttir og Eyrún Ísfold Gísladóttir, eru talmeinafræðingar með áralanga reynslu af talþjálfun barna. Bókasafn Ömmu Huldar Þórarinn Leifsson, sem vakti mikla athygli fyrir barnabókina Leyndarmálið hans pabba, er hér kominn með nýja meistaralega myrka og afar snjalla barnabók sem skemmta mun lesendum á öllum aldri. Þvílík vika Þvílík vika er kraftmikil unglingasaga úr samtímanum sem gerist á einni viku í byrjun júní. Höfundur hennar, Guðmundur Brynjólfsson hlaut á dögunum Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bókina. Heimsmetabók Guinness 2009 Heimsmetabækur Guinness þarf vart að kynna en bækur þær hafa skemmt kynslóðum um árabil. Í tilefni af útgáfu þeirrar nýjustu kom hæsti maður heims til Íslands, sjálfur Sultan Kösen frá Tyrklandi sem er litlir 2,46 metrar á hæð. 20% - 50% afsláttur af völdum titlum Tökum sérstaklega vel á móti ömmum og öfum UPPLESTUR ALLA SUNNUDAGA Kennaranemar lesa fyrir yngstu börnin alla sunnudaga klukkan 11:00 - 11:45 BARNABARNADAGAR dagana 13. - 22. nóvember Bókabúð Máls & menningar | Laugavegi 18 | Sími: 580 5000 | bmm@bmm.is Daglegar uppákomur Leikir fyrir börnin Höfundar lesa Sprell og gaman

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.