Fréttablaðið - 11.11.2009, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 11.11.2009, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 2009 5 ● ASTRID LINDGREN (1907-2002) var sænskur barnabókahöfundur. Hún var ákaflega afkastamikil og njóta bækur hennar jafnmikilla vinsælda í dag og þegar þær komu út. Bækur hennar hafa verið þýddar á 94 tungumál og gefnar út í yfir hundrað löndum. Meðal frægustu verka hennar eru Lína Langsokkur, Emil í Kattholti, Bróðir minn Ljóns- hjarta, Ronja ræn- ingjadóttir, Elsku Míó minn, Lotta, Kalli á þakinu og Börnin í Ólátagarði. Edda gefur meðal annars út Andrésar Andar-fjölskyldu- spilið, jólabók um bílinn Krók og upprunalegu sögurnar um Bangsímon fyrir þessi jól. „Ein helsta nýjungin okkar fyrir þessi jól er Andrésar Andar-fjöl- skylduspilið, borðspil sem bygg- ir að miklu leyti á spurningum en ekki alfarið,“ segir Svala Þor- móðsdóttir, útgáfustjóri hjá Eddu, en fyrirtækið leggur metnað sinn í að sjá fjölskyldum landsins fyrir fjölbreyttu og vönduðu lesefni og afþreyingu. Svala segir Andrésar Andar- spilið snúast um mikið kapphlaup um Andabæ. Happaskildingurinn fer á flakk og spurningin er hver verður fyrstur til að finna hann og koma honum fyrir í peninga- geymi Jóakims Aðalandar. „Þetta er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna,“ segir Svala. Útgáfa Eddu byggir fyrst og fremst á efni frá Disney. Dæmi um slíkar útgáfur fyrir jólin eru Disney-Jólasyrpan 2009 og jólabók um Krók úr bílateiknimyndunum, sem ber heitið Krókur bjargar jól- unum. Undirtitill bókarinnar er „byggt á sannsögulegum atburð- um – fullyrðir Krókur“. Disney-Jólasyrpurnar hafa komið út síðastliðin þrjú ár, en þar lenda helstu persónur Disney í ýmsum jólaævintýrum. „Syrp- urnar hafa notið gríðarlegra vin- sælda,“ segir Svala. „Síðustu tvö ár hafa þær selst upp allt of snemma, en núna höfðum við vaðið fyrir neðan okkur og pöntuðum gott upp- lag. Bókin um Krók er mjög jóla- leg og hann Krókur er svo yndis- legur og sætur. Þetta eru jólaleg- ustu útgáfurnar í ár,“ segir Svala. Edda gefur þó ekki eingöngu út efni frá Disney. Til að mynda koma út upprunalegu bækurnar um Bangsímon eftir A.A. Milne, sem myndskreyttar eru af E.H. Shepard. „Fyrsta bókin, sem heitir einfaldlega Bangsímon, kom út hjá okkur í fyrra og er endurprentuð hjá okkur í ár. Hin Bangsímon-bókin eftir Milne heitir Húsið á bangsa- horni, og kemur hún út í fyrsta skipti á Íslandi. Báðar bækurnar eru í snilldarþýðingu Guðmundar Andra Thorssonar, en hann hlaut þýðingarverðlaun Reykjavíkur- borgar á síðasta ári fyrir fyrri bókina,“ segir Svala. Þá kemur einnig út bókin Snúið heim í Hundraðmetraskóg, sem er framhald hinna tveggja bókanna um Bangsímon, skrifuð af David Benedictus og myndskreytt af Mark Burgess. „Í sumar komu svo út hjá okkur prjónabækur sem hafa notið mjög mikilla vinsælda,“ segir Svala. Skemmtun fyrir alla fjölskylduna frá Eddu Svala Þormóðsdóttir, útgáfustjóri Eddu, segir Disney-jólasyrpurnar hafa notið gríðar- legra vinsælda undanfarin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Það er aldrei til nóg af barna- og unglingabókum. Það verður að vera nóg úrval, því hver og einn verður að geta fundið eitthvað skemmti- legt við sitt hæfi,“ segir Þorbjörg Karlsdóttir, bókasafnsfræðingur hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur. Spurð um vinsælustu bækurnar á safninu segir Þorbjörg það fara mikið eftir kyni og aldri. „Unglingsstelpur leita mikið að bókum sem fjalla um lífið eins og það er, og ekki skemmir fyrir ef ástarsorg eða önnur lífsreynsla er með í spilinu. Íslensk- ar unglingabækur eru mjög vinsælar, til dæmis bækurnar hennar Jónínu Leósdóttur um sam- kynhneigða stelpu og vinkonur hennar.“ Þorbjörg nefnir einnig prinsessubækurn- ar eftir Meg Cabot sem dæmi um vinsælar bækur hjá stelpum á unglingsaldri. „Unglingsstrákarnir eru meira í fantasíubókum eins og Eragon og Harry Potter,“ segir Þorbjörg. „Yngsta fólkið sækir mikið í bækur sem hægt er að hlæja að og líka skemmti- legar draugasögur. Svo er Lína Lang sokkur sívinsæl, og í raun flestar bækur eftir Astrid Lindgren. Svo vekur hin uppátækjasama Fíasól eftir Krist- ínu Helgu Gunnarsdóttir ávallt lukku,“ segir Þorbjörg. - kg Aldrei nóg af barnabókum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.