Fréttablaðið - 11.11.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 11.11.2009, Blaðsíða 6
6 11. nóvember 2009 MIÐVIKUDAGUR FISKVEIÐAR Ríkið mun selja viðbótar- kvóta á skötusel á 120 krónur hvert kíló og afla sér þannig 240 milljóna króna tekna næstu tvö ár ef frum- varp sem Jón Bjarnason sjávarút- vegsráðherra lagði fyrir Alþingi í gær verður að lögum. „Þetta er mjög sérstakt,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegs- manna. „Þarna er bara verið að fara fyrningarleiðina með eina fisktegund.“ Viðbótarkvótinn verður ófram- seljanlegur. Útgerðum allra skipa gefst kostur á að kaupa allt að fimm tonn fyrir hvert skip. Frumvarpið gerir ráð fyrir að ríkið eigi að verja fjörutíu prósent- um af þeim 240 milljónum króna sem fáist við kvótasöluna í rann- sóknarsjóð til að auka verðmæti sjávarfangs. Sextíu prósent eiga að renna til byggðaáætlunar til að stuðla að atvinnuþróun og nýsköp- un í sjávarbyggðum. Friðrik J. Arngrímsson segir að ríkið hafi aldrei áður selt kvóta á nytjastofna með þeim hætti sem frumvarpið gerir ráð fyrir. „Ég held að þetta hljóti að verða endurskoðað í ljósi þeirra loforða sem ríkisstjórnin hefur gefið í tengslum við gerð stöðugleikasátt- málans. Ef þetta á að ganga fram eru það algjör svik við þau loforð sem gefin hafa verið.“ Friðrik vísar þar til yfirlýs- ingar forsætis- og fjármálaráð- herra frá 28. október síðastliðnum um að engin breyting hafi orðið varðandi þann „sáttafarveg sem endurskoðun fiskveiðistjórnunar- innar var sett í með skipun nefnd- ar sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra í sumar, þar sem forsenda nefndarstarfsins er að skapa sjáv- arútveginum góð rekstrarskilyrði til langs tíma“. Hann segir vandséð hvernig ákvæði frumvarps Jóns Bjarnasonar samrýmist þeirri yfirlýsingu. Smábátasjómenn bregðast með öðrum hætti en LÍÚ við frum- varpi sjávarútvegsráðherra. Sam- tök þeirra hafa undanfarið hvatt til þess að gefinn verði út aukinn skötuselskvóti. Mun meira hafi veiðst af skötusel en áður og á áður óþekktri veiðislóð undan Vestur- og Norðurlandi þar sem hann hafi komið sem meðafli við línu- og grásleppuveiðar. Kvótaskortur hafi valdið vandræðum. Arthur Bogason, framkvæmda- stjóri Landssambands smábátaeig- enda, sagðist í samtali við Frétta- blaðið fagna því að búið væri að stíga þetta skref til þess að auka kvóta á skötusel. „En það á eftir að koma í ljós í framkvæmdinni hvort þetta er rétta lausnin,“ segir Arthur. peturg@frettabladid.is SKÖTUSELUR Í stað þess að úthluta viðbótarafla á skötusel til þeirra sem eiga kvóta fyrir mun ríkið selja kílóið á 120 krónur og geta allar útgerðir fengið allt að fimm tonn hverju sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ríkið selji kvótann á 120 krónur kílóið Samkvæmt stjórnarfrumvarpi á að selja 2.000 tonna kvóta af skötusel og afla ríkinu 240 milljóna króna. Verið að fara fyrningarleiðina með eina fisktegund, segir framkvæmdastjóri LÍÚ og telur aðferðina andstæða stöðugleikasáttmála. Búið er að veiða rúman helming þess 2.500 tonna kvóta af skötu- sel sem gefinn var út við upphaf fiskveiðiársins 1. september. Verð á kvóta hefur rokið upp. Skilyrði í hafinu eru hagstæð skötusel og hefur útbreiðsla hans aukist mikið. Skötuselur veiðist nú á áður óþekktri slóð undan Vestur- og Norðurlandi og kemur í miklum mæli sem meðafli við grásleppu- og línuveiðar hjá bátum sem ekki hafa gert út á skötusel og eiga ekki kvóta í tegundinni. Eftirspurn eftir kvóta á skötusel hefur verið mikil af þessum sökum og markaðsverðið hefur hækkað verulega. Í gær seldist kílóið á 270 krónur en um sama leyti í fyrra á um 110 krónur á kíló. Meðalleiguverð á kvóta í tegundinni er 120 krónur sé horft til síðustu átján mánaða. 120 krónur er verðið sem frum- varp sjávarútvegsráðherra miðar við að Fiskistofa taki fyrir hvert kíló af 2.000 tonna viðbótarkvótanum. Það þýðir að þessi kvótasala ríkisins mun skila 240 milljóna króna tekjum í ríkissjóð næstu tvö fiskveiðiár. Kvóti á nytjastofna hefur ekki áður verið seldur með þessum hætti heldur úthlutað til útgerða í samræmi við svokallaða aflahlutdeild þeirra. Öllum útgerðum sem eiga skip sem hafa heimild til veiða mun nú gefast kostur á að kaupa allt að fimm tonn af viðbótarkvótanum fyrir hvert skip. Ekki má hins vegar nýta viðbótarkvótann til veiða á upp- haflegri veiðislóð skötusels undan Suðurlandi. VIÐBÓTARKVÓTINN VERÐI SELDUR FASTEIGNIR Björgólfur Thor Björg- ólfsson og Kristín Ólafsdóttir, kona hans, eiga sumarbústaðina þrjá í Gjábakka í Þingvallaþjóðgarðinum sem sagt var frá í Fréttablaðinu á mánudag. Upplýsingar úr þjóðskrá að Ólafur H. Jónsson, faðir Krist- ínar, væri eigandi tveggja einka- hlutafélaga sem eiga sumarhúsin reyndust ekki vera réttar. Fram hefur komið að Þingvalla- nefnd ætlar að óska eftir skýr- ingum á því að vegi í grennd við sumarhúsin, sem standa á leigulóð- um í eigu ríkisins, hefur verið lokað með keðju og almenningi bægt frá með skilti um að um einkaveg sé að ræða. Ólafur H. Jónsson, eini stjórnarmaður félagsins Gjábakka sem á tvö húsanna og félagið Vatns- vík sem á þriðja húsið, sagði ekkert um málið þegar Fréttablaðið leitaði til hans. Félagið Gjábakki ehf. var stofn- að árið 2003 og keypti sumarhús SÍBS í Gjábakkalandi 3 á árinu 2004. Í desember 2006 keypti félagið síðan sumarbústaðinn í Gjábakkalandi 5. Einnig á félagið Vatnsvík ehf. sem eignaðist sum- arbústaðinn á Gjábakkalandi 1 á árinu 2004. Björgólfur Thor og Kristín voru búin að kaupa Gjá- bakkaland ehf. – og þar með húsin þrjú – á árinu 2007. Fyrri eigandi Gjábakkalands ehf. var Þorsteinn Steingrímsson. Um síðustu ára- mót skuldaði félagið níutíu millj- ónir króna af fasteignaláni. Hús- eignir félagsins standa þar á móti. - gar Rangt að Ólafur H. Jónsson eigi Þingvallahúsin sem hann var skráður fyrir: Björgólfur Thor á húsin í Gjábakka SJÁVARÚTVEGUR Útgerðum verður aðeins heimilt að flytja tíu pró- sent af aflaheimildum milli fisk- veiðiára í stað 33 prósenta nú, samkvæmt frumvarpi sem sjávar- útvegsráðherra lagði fyrir Alþingi í gær. 2008 var þessi heimild hækkuð úr tuttugu prósentum í 33 en verður lækkuð í tíu prósent þetta árið og í fimmtán prósent til frambúðar. Meðal annarra breytinga sem frumvarpið felur í sér er aukin veiðiskylda; nýta þurfi helming af kvóta hvers árs og ekki megi flytja meira en helming af kvóta árs yfir á önnur skip. Markmiðið er að þeir sem fái aflaheimildum úthlutað veiði sem mest sjálfir. - pg Breytt fiskveiðistjórnunarlög: 10% í stað 33% kvóta geti flust LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu stöðvaði kanna- bisræktun í íbúð í fjölbýlishúsi í Kópavogi síðdegis í fyrradag. Við húsleit fundust rúmlega tuttugu kannabisplöntur á lokastigi rækt- unar. Íbúðin var mannlaus þegar lögreglan kom á vettvang en hún veit hver stendur að baki ræktun- inni. Það er karlmaður á þrítugs- aldri sem hefur áður komið við sögu lögreglu. Lögreglan biður fólk um að hafa augun opin og koma upplýs- ingum um fíkniefnamál áfram á framfæri. Það má gera nafnlaust í fíkniefnasímann 800 5005. - jss Kannabis í Kópavogi: Lögreglan tók tuttugu plöntur BJÖRGÓLFUR THOR Á mánu- dag var sagt frá því í Fréttablað- inu að Þing- vallanefnd teldi óheimilt að hefta för almennings um leigulóðir undir sumarhús í friðlandinu í Gjábakka. Ættu stjórnvöld að endurskoða stefnu sína gagnvart hælisleit- endum? Já 41,3% Nei 58,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ertu tilbúin(n) til að taka á þig aukna skattbyrði vegna efna- hagsástandsins? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN Hringdu í síma 551 1200 eða smelltu þér á leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR! AUKASÝN INGAR LAU. 14. N ÓV KL. 16 FIM. 19. N ÓV KL. 20

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.