Fréttablaðið - 11.11.2009, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 11.11.2009, Blaðsíða 40
28 11. nóvember 2009 MIÐVIKUDAGUR Rúmlega fjörutíu þúsund notendur hafa sótt leikinn Peter und Vlad á netið, en íslenska fyrirtækið Dexoris framleiðir leikinn. Leikur- inn var sérstaklega hannað- ur fyrir iPhone-símana sem framleiddir eru af fyrir- tækinu Apple. Ólafur Viggósson, framkvæmda- stjóri Dexoris, segir niðurhal á leiknum hafa margfaldast eftir að leikurinn komst inn á vinsældalista Apple iTunes Store. „Leikir eru valdir inn á þennan lista af starfsmönn- um Apple og þarna eru leikir sem þeir telja vera það besta sem iTunes hefur upp á að bjóða. Það var mikil viðurkenning- in fyrir okkur að komast á þennan lista með okkar fyrsta leik.“ Fyrirtækið er í eigu Hrafns Áka Hrafns- sonar, Jóhanns Bergþórs- sonar og Snæbjörns Kon- ráðssonar auk Ólafs og var það stofnað í byrjun sumars. Peter und Vlad, sem er fyrsti leikur Dexoris, fjallar í stuttu máli um tvo bræður og baráttu þeirra við stjórnlausa veðurvél. Ólafur segir það lengi hafa blund- að í þeim piltum að búa til tölvu- leik. „Ástandið í þjóðfélaginu síðastliðinn vetur varð svo til þess að við ákváðum að stökkva af stað og skapa eitthvað nýtt og skemmtilegt. Þessi heim- ur er líka sérstaklega áhugaverður og gefur okkur tækifæri til að fá útrás fyrir sköpunargleði á sama tíma og við nýtum reynslu okkar úr hugbúnaðarframleiðslu.“ Hann segir ástæðuna fyrir því að þeir ákváðu að byrja á því að þróa leiki fyrir iPhone og iPod Touch vera þá að tiltölulega auðvelt sé að koma vörum inn á þann markað. Starfsmenn Dexoris vinna nú að nýjum tölvu- leikjum og er einn þegar t i lbúinn. Áætlað er að sá leik- ur komi í almenna sölu hjá Apple í lok mánaðarins. sara@frettabladid.is NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 564 0000 10 10 L 16 L L 16 DESEMBER kl. 4 - 6 - 8 - 10 DESEMBER LÚXUS kl. 4 - 6 THIS IS IT kl. 5.30 - 8 - 10.30 ZOMBIELAND kl. 8 - 10 FRIÐÞJÓFUR FORVITNI 2 kl. 3.40 JÓHANNES kl. 4 - 6 - 8 - 10 STÚLKAN SEM LÉK SÉR AÐ ELDINUM kl. 5.20 SÍMI 462 3500 DESEMBER kl. 8 * THIS IS IT kl. 10 JÓHANNES kl. 5.45 - 8 - 10 * Síðasta sýning 10 L L 10 L L 16 DESEMBER kl. 6 - 8 - 10 THIS IS IT kl. 5.30 - 8 - 10.30 JÓHANNES kl. 6 - 8 - 10 STÚLKAN SEM LÉK SÉR AÐ ELDINUM kl. 5.20 - 8 - 10.40 SÍMI 530 1919 16 12 16 12 16 PARANORMAL ACTIVITY kl. 6 - 8 - 10 WANTED AND DESIRED kl. 5.45 ZOMBIELAND kl. 8 - 10 BROKEN EMBRACES kl. 6 - 9 STÚLKAN SEM LÉK SÉR AÐ ELDINUM kl. 6 - 9 SÍMI 551 9000 SÍÐUSTU SÝNINGAR SÍÐUSTU SÝNINGAR SÝN ING UM FER FÆ KKA ND I - A.K. - ÚTVARP SAGA - A.S.G. - BYLGJAN SÝND ÚT NÓVEMBER SÖKUM VINSÆLDA UPPLIFÐU LISTAMANNINN EINS OG ÞÚ HEFUR ALDREI SÉÐ HANN ÁÐUR. ÁÐUR ÓSÉÐ MYNDEFNI SEM HEIMURINN HEFUR BEÐIÐ EFTIR. AÐDÁENDUR GETA UNNIÐ BÍÓKORT ÚT ÁRIÐ, BOÐSMIÐA Á FORSÝNINGAR O.M.FL..com/smarabio 25.000 MANNS! BÚÐU ÞIG UNDIR MATRÖÐ SEM ÞÚ GLEYMIR SEINT. SLÁANDI, ÓGNVEKJANDI OG SVO MÖGNUÐ AÐ ÞÚ SITUR EFTIR Í LOSTI! - Dr. Gunni, FBL - E.E., DV - T.V., Kvikmyndir.is - H.S., MBL Stórkostlegt mynd frá DISNEY fyrir alla fjölskylduna16 V I P V I P 16 16 16 16 16 12 12 12 7 L L L L L L LAW ABIDING CITIZEN kl. 5:50 - 8 - 10:20 LAW ABIDING CITIZEN kl. 8 - 10:20 MORE THAN A GAME kl. 5:50 - 8 - 10:20 THE INFORMANT kl. 8 - 10:20 THE INFORMANT kl. 5:50 TOY STORY 1 M/ ísl. Tali kl. 6(3D) COUPLES RETREAT kl. 5:50 - 8 - 10:20 GAMER kl. 8 ORPHAN kl. 10:20 ALGJÖR SVEPPI kl. 6 TURANDOT kl. 6:30 LAW ABIDING CITIZEN kl. 8:10 - 10:30 THE INFORMANT kl. 8:10 - 10:30 TOY STORY 1 M/ ísl. Tali kl. 6(3D) COUPLES RETREAT kl. 10:30D SKELLIBJALLA sýnd á morgun kl. 6:15D FAME kl. 6 LAW ABIDING CITIZEN kl. 8 COUPLES RETREAT kl. 8 HVERNIG STÖÐVARÐU MORÐINGJA SEM ER NÚ ÞEGAR Í FANGELSI? L L - bara lúxus Sími: 553 2075 DESEMBER kl. 6 10 PARANORMAL ACTIVITY kl. 8 og 10 16 COUPLES RETREAT kl. 8 og 10.15 12 FRIÐÞJÓFUR FORVITNI: ELTIÐ APANN kl. 6 - Ísl. tal L JÓHANNES kl. 6, 8 og 10 L T.V. - Kvikmyndir.is V.J.V - FréttablaÐiÐ Þ.Þ. - DV H.S - MBL ATH! 650 kr. 30.500 MANNS Tónlist ★★★ Bróðir Svartúlfs Bróðir Svartúlfs Byrjað með trukki Það getur brugðið til beggja vona með sigursveitir Músíktilrauna. Fyrir sumar er sigurinn hápunktur ferilsins, fyrir aðrar er hann bara upphafið á glæstum ferli. Hljómsveitin Bróðir Svartúlfs, sem varð til í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, sigraði í vor með frumlegri blöndu af rokki og rappi. Hvert nákvæmlega Bróðir Svartúlfs mun ná á eftir að koma í ljós, en bandið byrjar með trukki á þessari ágætu sex laga, 26 mínútna stuttskífu. Hljómsveitin gefur diskinn út sjálf. Umslagið er flott, en góðir textarnir eru reyndar full klesstir á prenti. Og reyndar líka úr munni Arnars Freys söngvara/rappara – hann spýtir þeim út eins og vélbyssa. Taktfast og kvikt munnræpurapp hans er aðalsérkenni hljómsveitarinnar. Bandið að baki honum er þétt og öruggt. Það svissar úr djössuðu poppi í þungarokk og þaðan í dramatískt sinfóníupopp eins og að drekka vatn. Lögin eru misgóð. Tvö góð hafa verið í spilun, „Gullfalleg útgáfa af forljótum náunga“ og „Fyrir- myndarveruleikaflóttamaður“, og eru hér í vel heppnaðri andlitslyftingu. Af nýjum lögum finnst mér „Rólan sveiflast enn“ best. Það er jafnframt besta lag disksins. Þetta er dramatískt lag um bernsku og uppvöxt, mjög flott í nettum Coldplay-fílingi og með gæsahúðardýnamík. Ég get alveg trúað að Bróðir Svartúlfs komi með algjöra snilld næst. Dr. Gunni Niðurstaða: Síðasta sigursveit Músíktilrauna sannar sig. Grínistann Will Ferrell dreymir um að eiga öldurhús í Bretlandi. Ferrell er mikill aðdáandi fót- boltaliðsins Chelsea og langar mikið til þess að eignast bar í Chelsea-hverfinu í London. „Allir leikmenn Chelsea væru velkomnir á barinn minn, en ég mundi ekki vilja rekja stjörnubar. Þetta á að vera gamaldags öldur- hús,“ útskýrði leikarinn. „Ég væri mjög liðtækur í rekstrinum og gæti fundið skemmtilegt efni með því að fylgjast með fastakúnnunum. Ég er viss um að gott kvik- myndahandrit væri að finna í þessu.“ Vill eignast breskan bar BAREIGANDI Will Fer- rell vill eignast öldurhús í Lundúnum. SPILAÐ Í SÍMA Notendur iPhone geta spilað Peter und Vlad Íslenskur leikur slær í gegn Jóns úr Vör Lista- og menningarráð Kópavogs efnir til árlegrar ljóðasamkeppni undir heitinu Ljóðstafur Jóns úr Vör. Veitt verða vegleg verðlaun og mun verðlaunaskáldið fá til varðveislu í eitt ár göngustaf sem á verður festur skjöldur með nafni skáldsins. Þriggja manna dómnefnd mun velja úr þeim ljóðum sem berast. Öllum skáldum er velkomið að senda ljóð í keppnina. Ljóðin mega ekki hafa birst áður. Ljóðum skal skilað með dulnefni og skulu nafn, heimilisfang og símanúmer skáldsins fylgja með í lokuðu umslagi merktu með sama dulnefni. Aðeins má senda eitt ljóð í hverju umslagi og þess er vænst að ljóðunum sé skilað á pappírsstærðinni A4 eða A5. Skilafrestur er til föstudagsins 11. desember 2009. Utanáskriftin er: Ljóðstafur Jóns úr Vör Tómstunda- og menningarsvið Kópavogs Fannborg 2, 200 Kópavogur Afhending verðlaunanna fer fram á afmælisdegi Jóns úr Vör fimmtu- daginn 21. janúar 2010. Þátttökuljóð má sækja á ofangreint heimilisfang fyrir 1. febrúar 2010; eftir það verður þeim eytt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.