Fréttablaðið - 11.11.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 11.11.2009, Blaðsíða 22
 11. NÓVEMBER 2009 MIÐVIKUDAGUR2 ● ENID BLYTON (1897-1968) var einn vin- sælasti barnabókahöf- undur tuttugustu aldar. Bækur hennar hafa verið þýddar á nærri níutíu tungumál en frægustu bækurnar eru Fimm- bækurnar, Ævintýrabæk- urnar, Ráðgátubækurnar og Doddabækurnar. Lestur teiknimyndasagna getur verið jafn hollur fyrir námsþroska barna og aðrar tegundir bóka, ef marka má rannsóknir vísinda- manna frá Háskólanum í Illinois í Bandaríkjunum. Frá þessu er greint á vefsíðu Telegraph. Kennarar og foreldrar eiga til að líta niður á teiknimyndasög- ur og telja þær óþarfa truflun á lestri „alvöru“ bóka. Þeir sem eru gagnrýnir á teiknimyndasögur vilja margir meina að þær krefj- ist ekki jafn mikillar einbeitingar af lesendum og bækur með fleiri orðum og færri myndum. Carol Tilley, prófessor í bóka- safns- og upplýsingafræðideild Háskólans í Illin- ois, segir að lestur teikni- mynda- sagna krefjist jafn mik- ils af hálfu lesenda og annars konar bækur. Niðurstöður rann- sókna dei ldarinn- ar bendi til að með lestri slíkra sagna auki börn við orðaforða sinn og fái meiri áhuga á lestri bóka almennt. „Upp að vissu marki geta allar bækur verið góðar og slæmar,“ segir Tilley. „Það er undir gáfum og persónuleika lesendanna komið. Í raun og veru eru teikna- myndasögur einungis annar mið- ill, annað form. Ef skoðað er ofan í kjölinn hvernig myndirnar og orðin vinna saman að því að segja söguna, þá sést að teiknimyndasögur eru alveg jafn flóknar og allar aðrar tegundir bóka.“ - kg Ef marka má vísindamenn í Háskólanum í Illinois græða börn jafn mikið á teikni- myndasögum um Súper-, og Leðurblökumanninn og öðrum tegundum bóka. Meðal barna og unglingabók- anna sem Salka gefur út fyrir jólin er Galdrasteinninn. Hún er fyrir alla sem hafa gaman af ævintýrum að sögn höfundar- ins, hinnar sextán ára Hörpu Dísar Hákonardóttur. En um hvað er hún? „Bókin fjallar um stelpu sem einn daginn tekur eftir því að allir í kringum hana eru farnir að rífast. Svo hittir hún tvö álfabörn og fer með þeim til álfheima. Hún þarf að hjálpa þeim að leysa vanda því að svartdvergar þar í landi eru farnir að beita galdrasteininum og þegar hún reyndir að stoppa þá lendir hún í ýmsum ævintýrum.“ Þannig lýsir Harpa Dís innihald- inu í örstuttu máli, án þess að vilja ljóstra of miklu upp fyrir væntan- legum lesendum. Hún kveðst hafa gengið með hugmyndina í koll- inum um tíma og svo ákveðið að byrja að skrifa hana niður. Harpa Dís er nem- andi í Menntaskólan- um við Hamrahlíð á félagsfræðibraut og hefur nóg að gera í frí- stundum því fyrir utan ritstörfin lærir hún á píanó í Tónlistarskóla Kópavogs og hefur gert í átta ár, hún syngur í Skólakór Kársness og æfir ballett í Ballettskóla Sigríðar Ármanns. Svo er hún bókaormur. „Ég les mikið og hef mjög gaman af ævin- týrum,“ viðurkennir hún. Galdrasteinninn er fyrsta langa saga Hörpu Dísar enda er hún bara sextán ára en hún hefur þegar fengið birtar eftir sig þrjár smásögur í barnablaði Moggans og ljóð eftir hana lenti í öðru sæti í ljóða- og smásögukeppni Æsk- unnar. „Ég fæ margar hugmynd- ir og mér finnst gaman að semja,“ segir hún brosandi og er að sjálf- sögðu með fleiri sögur í kollinum. Í Kópavoginum þar sem Harpa Dís á heima eru víða holt með grjóti og klöppum. Því er hún spurð hvort hún hafi fengið hug- myndir í söguna úr nánasta um- hverfi. „Já, hér er að minnsta kosti mikið um álfasteina og ég er meira að segja með einn í garðinum hjá mér,“ ljóstrar hún upp. En heldur hún að þar búi álfar í alvörunni? „Já, ég gæti trúað því,“ segir hún leyndardómsfull. „Ég hef séð skugga skjótast þar og við segjum oft þegar eitthvað týnist heima að álfarnir hafi fengið það lánað. Svo kemur það upp í hendurnar á okkur seinna.“ - gun Hefur séð skugga skjótast Rithöfundurinn ungi Harpa Dís við álfasteininn í garðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hollar teiknimyndasögur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.