Fréttablaðið - 11.11.2009, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 11.11.2009, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 11. nóvember 2009 3 „Við erum eins og í Spaugstofunni, fólkið bak við störfin,“ segir Ólöf Erla hlæjandi þar sem þær Inga Dóra, tengdadóttir hennar, sitja sjálfar við að pakka jólapappír með íslenskum myndum og merkimið- um í stíl. Þrjár arkir af pappír, tólf merkimiðar og bönd fara í hvern pakka. Það skal þó tekið fram að þær prentuðu pappírinn ekki sjálf- ar heldur sá Oddi um þann þátt. Hér er sem sagt alíslensk afurð á ferð. „Þetta eru tvær mismunandi línur og þrjú mynstur í hvorri. Á pappír Ólafar Erlu eru myndir af jólakúlum sem hún gerir úr postul- íni með mismunandi bakgrunni en minn pappír er óhefðbundnari því á honum eru myndir af hangikjöts- máltíð, Nóa-konfektmolum og malti og appelsíni á hvítum grunni,“ segir Inga Dóra. Arkirnar eru í stærðinni 100X70 svo hægt er að hafa pakkana stóra. „Við ætluðum fyrst að hafa pappír- inn í rúllum,“ segir Ólöf. „En það er erfitt hér á landi svo við enduðum með hann í svona glæsiörkum.“ Íslenski jólapappírinn var meðal þess sem bar fyrir augu gesta á hinni stóru sýningu Handverks og hönnunar í Ráðhúsinu nýverið og þeir sýndu honum mikinn áhuga að sögn höfundanna. Sem stend- ur er hann til sölu í Kirsuberja- trénu við Vesturgötu, blómabúð- inni Dans á rósum á Baldursgötu, safnbúðum Þjóðminjasins og Lista- safns Íslands, Melabúðinni og Rósa Design á Skólavörðustíg. gun@frettabladid.is Pakkað inn í íslenskan jólapappír í fyrsta sinn Íslenskar jólakúlur og hefðbundinn hátíðamatur landans prýða nýjan jólapappír. Það eru Ólöf Erla Bjarnadóttir leirkerasmiður og Inga Dóra Jóhannsdóttir, nemi í vöruhönnun, sem að framtakinu standa. Jólakúlurnar íslensku taka sig vel út á pappír. Maltið og appelsínið má ekki vanta. Þjóðarréttur á jólum, hangikjöt, laufa- brauð og grænar baunir. Ólöf Erla og Inga Dóra, með Freyju Benediktsdóttur á handleggnum, sýna nýju fjöl- skylduafurðina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Smáauglýsingar Fréttablaðsins eru einnig á visir.is Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.