Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Blaðsíða 5

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Blaðsíða 5
FORSÍÐUMYNDIN Fyrir skömmu afhenti skipasmíðastöðin Bátalón hf. í Hafnarfirði fyrstu fiskiskipin, sem smiðuð eru til útflutnings hér á landi. Eru það 2 rækjutogarar, um 70 brúttólestir að stærð. Lengd bátanna er 20 m, breidd 5.6 m og dýpt 2.7 m. Bátana teiknaði Olaf- ur H. Jónsson, skipatæknifræðingur. Kaup- andi bátanna er indverskt útgerðarfélag og verða bátarnir gerðir út frá Madras. Islenzk- ir skipstjórnarmenn munu verða með bát- unum fyrst um sinn og kenna indverskum sjómönnum meðferð veiðitækja og veiðiað- ferðir. Ljósm.: Kristinn Benediktsson. EFNI: Húsnæðismálastofnun ríkisins ... 42 „Eg dunda fyrir mína hugsjón" ... 48 „Aldrei hræddur við samkeppnina" . 52 Grímur Bjarnason, minning . . . 55 Þrjú heiðruð á iðnþingi...............56 Nýskipan verk- og tæknimenntunar, nefndarálit.........................59 Skýrsla Iðnfræðsluráðs 1967 og 1968 78 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA Útgefandi: LANDSSAMBAND IÐNADARMANNA Ritstjóri: OTTO SCHOPKA Setning og prentun: Prenthús Hafsteins Guðmundssonar A þessu ári hafa erlendir sérfrœðingar gert ýtarlegar athuganir á ýmsum iðn- gre'.num, hceði að tilhlutan lðnþróunarsjóðs og Iðnaðarráðuneytisins. Iðn- greinar þœr, sem hér um rceðir, eru skiþasmíðar, málmiðnaður, húsgagna- og innréttingasmíði, fata- og vefjariðnaður og sælgætisiðnaður. Niðurstöður þessara athugana eru mjög á sama veg. Framleiðni íslenzkra fyrirtækja er yfirleitt langtum minni en sams konar fyrirtækja á öðrum Norðurlöndum. Orsakir hinnar litlu framleiðni eru margar og hafa sérfræðingarnir leitazt við að finna orsakirnar og benda á leiðir til úrbóta. Fyrirtækin í flestum iðngreinum eru of lítil til þess að geta nýtt ýmsa framleiðsluþætti á hagkvæman hátt. Sérfræðingarnir leggja því allir mikla áherzlu á aukið samstarf fyrirtækja og jafnvel samruna, þar sem skilyrði eru fyrir hendi. Ennfremur benda þeir á nauðsyn betri framleiðsluskipulagningar og betri stjórnunar á öllum stigum, en telja yfirleitt að vinnugæðin séu mjög góð. Nýlega skipaði iðnaðarráðuneytið nefndir til þess að vinna að frarngangi þeirra tillagna, sem hinir erlendu sérfræðingar gerðu og sem mælt verður með að nái fram að ganga. í nefndum þessum eru fulltrúar ráðuneytisins, Iðnþróunarsjóðs og samtaka launþega og atvinnurekenda í viðeigandi- iðn- greinum. Nefndirnar munu því starfa í nánum tengslum við þá aðila, sem hér hafa mestra hagsmuna að gæta og er þess að vænta að góður árangur verði af starfi þeirra. Á sama tíma vinnur sænskur sérfræðingur frá Iðnþróunarstofnun Samein- uðu þjóðanna á vegum iðnaðarráðuneytisins að undirbúningi að gerð lang- tímaiðnþróunaráætlunar. Nauðsynlegt er að tengja þessi verkefni þannig að komið verði í veg fyrir að sömu verkin séu unnin af tveim aðilum samtímis °g tryggja þarf sem bezta nýtingu þeirra starfskrafta, sem fengnir verða til að vinna að gerð iðnþróunaráætlunarinnar. Ljóst er, að mikil verkefni eru óleyst á sviði hagræðingar í iðnfyrirtækjum og kosta þarf kapps um að bæta stjórnun fyrirtækjanna, bæði með námskeið- um fyrir stjórnendur og einnig með því að tryggja nægilegt framboð vel menntaðra stjórnenda. Hér kemur til kasta menntunarkerfisins og eykur þetta ástand á nauðsyn þess, að endurskoðun þess sé hraðað mjög verulega. Enginn getur búizt við byltingu í iðnaðinum, þótt gerðar séu athuganir og fram komi tillögur um úrbætur. Mönnum hefur sjálfsagt verið lengi Ijóst, að framleiðni í mörgum iðngreinum hér á landi hefur verið miklu minni en víða erlendis og lengi hefur verið talað um nauðsyn aðgerða. En nú er mál til komið, að hætt sé að tala en farið að framkvæma. Og nú eru að ýmsu leyti hagstæðari skilyrði til athafna en oft áður. Aðild landsins að Fríverzlun- arbandalagi Evrópu hefur að einhverju leyti orðið til að opna augu manna fyrir því að efla verði samkeppnishæfni iðnaðarins með framleiðniaukandi aðgerðum. Fjármagn Iðnþróunarsjóðs gefur líka vonir um, að fjárhagslegur bakhjarl verði fyrir hendi, þegar á þarf að halda. Og stuðningur almennings og opinberra stjórnvalda er ekki sízt mikilvægur. OS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.