Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Blaðsíða 20

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Blaðsíða 20
Þrjú heiðruð á iðnþingi Vigfús Sigurðsson, forseti Landssambandsins afhendir heiðurs- merkin: Hér fyrir ofan: Grímur Bjarnason, pípulagningameistari. A nœstu síðu, efri myndin: ísafold Jónsdóttir, kvenhattameistari. Neðri myndin: Sigríður Þorsteinsdóttir, kjólameistari. Ljósm.: Ljósmyndastofa Þóris. Á 33. Iðnþingi íslendinga, sem haldið var í Reykjavík dagana 16—18. september sl. var Grímur Bjarnason, pípu- lagningameistari, sæmdur heiðursmerki iðnaðarmanna úr gulli og þær ísafold Jónsdóttir, kvenhattari og Sigríður Þorsteinsdóttir, kjólameistari, sæmdar heiðursmerkjum iðnaðarmanna úr silfri. Vigfús Sigurðsson, forseti Landssambands iðnaðar- manna, afhenti þeim ísafoldu og Sigríði heiðursmerkin á Iðnþinginu, en þar sem Grímur Bjarnason var á spítala, var honum afhent heiðursmerkið h. 6. október. Grímur Bjarnason, pípulagningameistari, hefur um langt skeið verið forystumaður í félagsmálum iðnaðar- manna. Hann var í nokkur ár í stjórn Sveinafélags pípu- lagningamanna og formaður Félags pípulagningameistara um langt skeið. Einnig var hann formaður Meistarasam- bands byggingamanna frá 1960 þar til á þessu ári og framkvæmdastjóri þess í nokkur ár. Hann hefur verið fulltrúi á Iðnþingum í fjölda ára og starfað í milliþinga- nefndum. Sigríður Þorsteinsdóttir var ein af 12 stofnendum Fé- lags kjólameistara árið 1943 og var í fyrstu stjórn þess. Hún hefur starfrækt kjólasaumastofu í Reykjavík í yfir 50 ár. Hún var kosin af félagi sínu á iðnþing árið 1944 og sat hvert iðnþing allt til ársins 1967. ísafold Jónsdóttir, kvenhattameistari, lærði hattasaum og tilheyrandi fagteikningu í Kaupmannahöfn árin 1930 og 1931. Hún var ein af sex fyrstu konunum, sem tóku sveinspróf í iðninni. Eftir heimkomu frá námi stofnaði hún hattaverzlun og saumastofu í Reykjavík. Hún hefur útskrifað allmarga sveina í iðninni. Hún gekk í Kven- hattarafélag Reykjavíkur árið 1935 og var lengi gjald- keri félagsins og formaður prófnefndar í mörg ár. Hún var fyrst kosin á Iðnþing árið 1939 og hefur verið fulltrúi félags síns á Iðnþingum síðan. 56 TÍMARIT IBNABARMANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.