Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Blaðsíða 9

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Blaðsíða 9
■ Hvort hins vegar einhverjar færslui milli þessara tveggja aðila verða er of snemmt að segja til um. Og eins og ég sagði áðan, eru verkamannabústaðastjórnirnar nýlega komnar á legg. Ég vil því engu spá. En eitt er víst: Framkvæmdanefndin mun halda sínu striki. - Svo við hverfum aftur að Húsnæðismálastofnuninni. Hvað starfa margir hjá henni? - Starfsliðið telur 15 manns. - Hafið þið þurft að neita um lán? - Frá 1965 hefur engri lánsumsókn verið hafnað vegna fjármagnsskorts. Við höfum hins vegar ákveðnar starfs- reglur að fara eftir. - Hvað með biðtímann? - Hann hefur auðvitað reynzt misjafn. En ég held, að frá því að hús er fokhelt, hafi varla liðið meira en 3—4 mánuðir að meðaltali, þar til okkar lán voru komin til sögunnar. - Hvað með framtíðina? - Við munum auðvitað halda okkar striki - ég vona af æ meiri krafti. Það eru einkum tvö verkefni, sem ég vil hér drepa á. Annars vegar verðum við að samræma betur stefnu og starf þeirra tveggja lánakerfa, sem við höfum; Húsnæðis- málastofnunarinnar og lífeyrissjóðanna, en auk þess er bráðnauðsynlegt að skapa betri samvinnu milli veðlána- kerfanna annars vegar og sveitarfélaganna hins vegar, þannig að ekki verði of miklar sveiflur í íbúðabygging- um. Ég get nefnt sem dæmi, að þegar Reykjavík setti í gang bæði Fossvog og Breiðholt, kaffærðumst við alveg í þessum tveimur verkefnum. Þessi svæði gerðu knýjandi þörf til okkar, fyrir utan allt hitt. Slíka kúfa held ég að sé hægt að fyrirbyggja með góðri samvinnu. Við þurfum að fá jafna stígandi á þessu sviði sem öðrum. Annað, sem ég ber mjög fyrir brjósti, eru frekari til- raunir til að lækka byggingarkostnað íbúðarhúsnæðis. Við verðum að gera stórátak á því sviði. Það er alls ekki einhlít lausn að hækka alltaf lánin. Það borgar sig mun betur að setja ríflegar fúlgur í að skera niður kostnaðinn. Og þá meina ég að skera hann niður í alvöru. TIMARIT iðnaðarmanna 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.