Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Blaðsíða 30
skeið) fyrir kennarana. Lokasemjendur einstakra náms-
skráa verði að jafnaði 3-5 eftir stærð verkefnisins. Er þá
miðað við, að í slíkum starfshópum verði að jafnaði a. m.
k. einn kennari með reynslu af kennslu í hlutaðeigandi
námsgrein, a. m. k. einn sérfræðingur í greininni, sem ekki
er kennari, og helzt einn sérfræðingur í gerð prófa.
Loks leggur nefndin til, að komið verði á fót sam-
starfskerfi atvinnulífs og skóla, fyrst og fremst með þeim
hætti, að fulltrúar hverrar starfsgreinar velji viðeigandi
þætti úr námsskrám til kennslu í greininni, eftir því sem
henta þykir. Nánara er fjallað um það samstarf í 16. liið.
14. Tenging námsbrauta.
Nefndin viil vekja sérstaka athygli á nokkrum helztu
tillögum sínum um tengingu námsbrauta:
14.1. Skammtímalausn.
a) lÖnám. Að loknu eins árs iðnnámi í málmiðnaðar-
grein komist nemendur á 1. stig vélskóla skv. nýrri
námsskipan þess skóla.
Að loknu sveinsprófi í vélvirkjun komist nemendur
á 2. stig þessa vélskólanáms.
b) Vélskólanám. Vélstjórar 3. stigs, miðað við núverandi
nám í Vélskóla íslands, fái aðgang að raungreinadeild
Tækniskólans. Eftir breytinguna á námsskipan Vél-
skólans miðist aðgangur að raungreinadeildini einnig
við 3. stig (fram til ársins 1981, sjá 14.2.).
Vélstjórar 2. stigs skv. hinni nýju námsskipan fái rétt
til að þreyta sveinspróf í vélvirkjun að lokinni 6 mán-
aða starfsreynslu á vélaverkstæði.
d) Tœkniskólanám. Próf upp úr raungreinadeild Tækni-
skólans (síðan tæknaskóla) veiti rétt til að hefja verk-
fræðinám í Háskóla íslands (seinna tækniháskóla) að
því tilskildu, að nemandinn hafi áður lokið sveins-
prófi, símvirkjaprófi eða vélstjóraprófi 2. stigs. Tækni-
fræðingar frá Tækniskóla íslands fái rétt til tveggja
ára styttingar á fjögurra ára B.S.-verkfræðinámi í Há-
skólanum.
Eftir að tæknanám Tækniskólans (síðar tæknaskóla)
hefur verið endurskipulagt sem tveggja ára sérstök
námsbraut fyrir iðntækna, veiti próf frá þeirri náms-
braut beinan aðgang að raungreinadeild skólans.
f) Garðyrkjunásn. Garðyrkjumönnum verði gefinn kost-
ur á allt að 12 mánaða undirbúningsnámi í almenn-
um greinum, og að fullnægðum kröfum þess náms
fái þeir rétt til að stunda a. m. k. líffræðinám í Há-
skóla íslands.
g) Frambaldsdeild gagnfrceðaskóla. Jafnvel þótt nefndin
fjalli ekki beinlínis um nám í þessari deild, þá er rétt
að taka það fram, að hún gerir ráð fyrir, að tveggja
ára nám í deildinni muni senn veita rétt til aðgangs
að 3. bekk menntaskóla, að fullnægðum eðlilegum
kröfum viðtökuskólanna um námsánngur.
Eins árs nám á matvælakjörsviði, þegar til þess verð-
66
tímarit iðnaðarmanka