Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Blaðsíða 41
4. Styrk og samhœfð yfirstjórn verk- og tæknimenntunar
í landinu, sbr. tillögu nefndarinnar um sameiningu
hennar í verk- og tækninámsskor í Menntamálaráðu-
neytinu.
Grundvallarrökin fyrir tillögu nefndarinnar um efl-
ingu verk- og tæknimenntunar eru þjóðhagsleg. Nefndin
hefur athugað erlendar rannsóknir, sem benda til þess, að
þjóðartekjur á hvern vinnandi mann hækki í beinu hlut-
falli við hundraðstölu tæknimenntaðra manna af vinnu-
afli þjóðar (sjá einkum „Innstilling om teknisk utdan-
ningsstruktur i Norge i 1970-1980-árene", útg. af Kirkju-
og menntamálaráðuneyti Noregs, 1969, bls. 22. Skýrsla
þessi er í daglegu tali nefnd „Andersens-skýrslan"). Einn-
ig má benda á það, að á sama tíma og íslendingar hafa
gerzt aðilar að viðskiptabandalagi með 7 nágrannaríkj-
um verður að gæta þess vandlega, að þjóðin dragist ekki
aftur úr samherjum sínum í bandalaginu né heldur öðr-
um þjóðum á sviði tækniþekkingar, sem er frumfor-
senda iðnaðar og framleiðslu yfirleitt.
Meginrökin fyrir tillögum nefndarinnar, er miða að
endurskipulagningu verk- og tæknináms og tengingu
námsbrauta, eru samfléttuð uppeldisleg og þjóðhagsleg
rök. Nefndin hefur aðhyllzt þá skoðun, að það sé sann-
gjörn uppeldisstefna og kennslufræðilega rétt að skipu-
leggja allar námsbrautir undantekningarlaust á þann
veg, að þær verði eigi lengri en full rök eru fyrir í sam-
ræmi við tilgang námsins. Þessi eru meginrökin fyrir til-
lögum nefndarinnar um t. d. skipan iðnnáms og tilhög-
un verkþjálfunaráfanga í námi yfirleitt. Einnig má benda
hér á þau þjóðhagslegu rök, sem oft hefur verið til vitn-
að, að með slíku skipulagi fær þjóðfélagið þegna sína
fyrr til starfa en ella. Enn má benda á, að nú færist það
ört í vöxt í flestum iðnaðarþjóðfélögum, að menn skipti
um starf nokkrum sinnum á starfsævi sinni. Nefndin tel-
ur, að tillögur hennar um námsskipan og tengingu náms-
brauta auðveldi slíka aðlögun. Loks er nefndin þeirrar
skoðunar, að tillögur hennar, er miða að stofnun sam-
ræmds framhaldsskóla í áföngum, muni stuðla að aukn-
um kynnum milli nemenda, sem stunda ólík störf að
loknu námi, en þurfa hins vegar oft að vinna saman, og
að gagnkvæmri virðingu þeirra fyrir námi og starfssviði
hverra annarra.
Tillögur nefndarinnar um aukið samstarf milli fræðslu-
stofnana eru fyrst og fremst studdar augljósum hag-
kvæmnisrökum. Slíkt á að geta stórbætt nýtingu kennslu-
tækja, sem oft eru dýr í verk- og tæknilegu námi, hag-
rætt nýtingu kennslukrafta og einfaldað stjórnun og
upplýsingamiðlun.
Loks eru það meginrök nefndarinnar fyrir tillögunum
um styrkingu og samhæfingu á yfirstjórn verk- og tækni-
menntunarþáttar skólakerfisins, að eigi breytingartillögur
hennar, - sem hún vonar, að verði samþykktar af stjórn-
völdum -, að ná tilgangi sínum, er það algert skilyrði,
að yfirstjórnin verði samhæfð og öflug. Hinar einstöku
fræðslustofnanir munu að dómi nefndarinnar ekki ráða
hjálparlaust við þær breytingar á námsskrárgerð og náms-
efnissamningu, sem fyrirhugaðar eru, auk þess sem fram-
kvæmdar- og stofnbúnaðarþátturinn verður engan veg-
inn tryggður í reynd, nema samhæfð yfirstjórn verði
ábyrg fyrir áætlanagerð og fjármögnun.
Afengis- og
Tóbaksverzlun ríkisins
Opið alla virka daga, nema
laugardaga, kl. 9—16,30.
Á tímabilinu l.október til
30. apríl er opið á mánudögum
til kl. 18.00.
Skrifstofur: Borgartúni 7, Reykjavík — sími 2-42-80
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
77