Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1971, Blaðsíða 25
Nefndin fjallaði að öðru leyti ekki sjálf um matvæla-
tækni, en hún hafði samráð við s. k. kjörsviðanefnd, er
gerði í marzmánuði tillögur til ráðuneytisins um stofnun
eins árs matvælakjörsviðs við framhaldsdeildir gagn-
fræðaskóla. Er verk- og tæknimenntunarnefnd hlynnt því,
að tilraun verði gerð með starfrækslu slíks kjörsviðs á
einum eða tveimur stöðum á landinu næsta skólaár.
Nefndin telur ekki tímabært að sameina nú, er fisk-
vinnsluskóli verður stofnaður, alla matvælatæknifræðslu í
einum framhaldsskóla, en telur eðlilegt, að sérstök at-
hugun verði gerð á þessu atriði og ákvörðun tekin fyrir
árið 1975, þegar búast má við, að festa verði komin á
starfrækslu fiskvinnsluskóla.
2. Vélskóli.
Vélskólanám verði fjögurra ára nám og veiti próf að
loknu hverju námsári tiltekin starfsréttindi til vélstjórnar
og skyldra, skilgreindra starfa. Auk starfsheitisins vél-
stjóri (1., 2., 3. og 4. stigs) verði heimilt að veita nem-
endum starfsheitið stýritœknir að loknu námi í 4. bekk
skólans.
Hlutföll milli bóknáms annars vegar og verklegrar
þjálfunar í vélfræði, rafmagnsfræði og smíðum hins
vegar verði með þeim hætti, að verklega þjálfunin nemi
u. þ. b. 30% á 1. stigi, 30% á 2. stigi, 20% á 3. stigi
og 10% á 4. stigi.
Inntökuskilyrði í skólann verði, að nemandi hafi lokið
eins árs verklegu og bóklegu námi í málmiðnaðargrein í
iðnskóla, eða önnur sambærileg bókleg og verkleg mennt-
un, sem skólastjórn metur fullgilda.
Loks leggur nefndin til, að nemandi, sem lokið hefur
prófi eftir 2. stig vélskóla skv. framansögðu, skuli að
lokinni 6 mánaða starfsreynslu á vélaverkstæði fá leyfi
til að þreyta sveinspróf í vélvirkjun.
4. Nám í tcekniskóla (til 1973).
Það er grundvallaratriði í tillögum nefndarinnar um
tækniskóla, að lagt er til, að tæknifræðinám skólans verði
frá og með árinu 1973 veitt í tækniháskóla, sbr. 6. lið.
Fram til þess tíma verði starf skóians með hliðstæðum
hætti og nú er, þ. e. eins árs undirbúningsdeild og eins
árs raungreinadeild, sem búa undir tæknifræðinám; síð-
an 3ja ára deild í byggingatæknifræði, sem fullmenntar
nemendur í þeirri grein, og auk þess 1. námsár af þremur
í véla-, rafmagns-, skipa- og rekstrartæknifræði, en í
þessum greinum verði tæknifræðináminu lokið með
tveimur árum erlendis. Gert er ráð fyrir, að raftækna-
deild haldi áfram við skólann, fyrst í stað sem eitt sérhæft
námsár að lokinni undirbúningsdeild, en námskerfinu
verði breytt svo fljótt sem aðstæður leyfa þannig, að
tæknadeild þessi verði tvö námsár með blönduðu al-
mennu og sérhæfðu námsefni. Loks er gert ráð fyrir, að
tveggja ára meinatæknadeild fyrir stúdenta haldi áfram
við skólann, en sú deild er mjög sérstök og í litlu sam-
.
■
'***#*!
bandi við önnur verkefni stofnunarinnar. Sjá lið 6.b. um
tæknaskóla.
Inntökuskilyrði í undirbúningsdeild skólans verði ann-
aðhvort 1) sveinspróf í viðeigandi iðngrein (eða sím-
virkjapróf ellegar vélstjórapróf 2. stigs), eða 2) gagn-
fræðapróf, landspróf miðskóla eða grunnskólapróf, að
viðbættri hæfilegri verkskólun eða starfsreynslu, sem
ljúki með verklegu prófi í samræmi við nánari ákvarð-
anir skólans. Ytarlegar er fjallað um þessi síðastnefndu
ákvæði í 4. lið IV. kafla þessarar álitsgerðar. Inntökuskil-
yrði í tæknadeild (iðntæknadeild) verði sveinspróf í
viðeigandi iðngrein. Inntökuskilyrði í meinatæknadeild
verði sem fyrr segir stúdentspróf eða sambærileg viðeig-
andi undirbúningsmenntun.
5. Verkfrœðinám í háskóla (til 1973).
Gert er ráð fyrir því, að fram að stofnun tækniháskóla,
sem gæti orðið haustið 1973, verði haldið áfram á
hliðstæðri braut og mörkuð var við verkfræði- og raun-
vísindadeild Háskólans haustið 1970, þ. e. að teknir verði
inn nemendur til fjögurra ára náms að B.S.-prófi í verk-
fræði og auk þess til tveggja ára náms að fyrra hluta
prófi í efnaverkfræði og eðlisverkfræði, en þessum síð-
ustu námsbrautum verði hins vegar lokið við erlendan
tækniháskóla. Jafnframt verði á þessu tímabili unnið að
undirbúningi kennslu í tækniháskóla.
Inntökuskilyrði í verkfræði- og raunvísindadeild Há-
skóla íslands verði annars vegar stúdentspróf stærðfræði-
deildar, en hins vegar raungreinadeildarpróf frá Tækni-
skóla íslands að því tilskildu, að nemandi hafi áður
lokið sveinsprófi, símvirkjaprófi, vélstjóraprófi 2. stigs
eða hlotið aðra sambærilega undirbúningsmenntun.
Sjá að öðru leyti lið 6.a. um tækniháskóla.
61
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA